Ráðherrar funda með Dalvíkingum við kertaljós og skipa starfshóp Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. desember 2019 14:17 Katrín bæjarstjóri á Dalvík ræðir við forsætisráðherra, samgönguráðherra, sjávarútvegsráðherra, dómsmálaráðherra og iðnaðarráðherra. Vísir/BirgirO Fimm úr ráðherrateymi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur funduðu með bæjarfulltrúum og fulltrúum úr atvinnulífinu á Dalvík klukkan tvö í dag. Fundurinn fór fram við kertaljós sem var bæði táknrænt í ljósi rafmagnsleysisins sem verið hefur í Fjallabyggð, Dalvík og nærliggjandi svæðum en sömuleiðis til að spara rafmagn. Fjölmiðlar fengu að fylgjast með upphafi fundar en síðan hafa umræður farið fram á lokuðum fundi. Ráðherrar hafa spurt Katrínu Sigurjónsdóttur út í ástandið undanfarna daga og hvernig viðbrögð hafa verið á svæðinu en ýmislegt hefur gengið á. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að skipa starfshóp fimm ráðuneyta sem verður falið að meta hvaða aðgerðir séu færar til að efla innviði í flutnings- og dreifikerfi raforku og fjarskiptum til að tryggja að slíkir grunninnviðir séu í stakk búnir til að takast á við ofsaveður á borð við það sem geysaði á landinu undanfarna sólarhringa. Benedikt Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu mun leiða vinnu starfshópsins. Miðað er við að hann skili tillögums ínum fyrir 1. mars 2020. Til viðbótar við öryggi í raforku og fjarskiptum mun hópurinn skoða samgöngur, byggðamál og dreifikerfi ríkisútvarpsins. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að það sé mat ríkisstjórnarinnar að tryggir samfélagslegir innviðir lúti að þjóðaröryggi. Starfshópurinn mun beina athygli sinni sérstaklega að afhendingaröryggi raforku. Þannig verður kallað eftir skýrslum og greiningum af hálfu Landsnets og dreifiveitna á því tjóni hlaust af óveðrinu á þiðjudag og miðvikudag. Ríkisstjórnin vill vita hvernig fyrirtækin undirbjuggu sig, hvernig unnið var í samræmi við fyrirliggjandi viðbragðsáætlanir fyrirtækjanna og hvað hefði mátt betur fara. Starfshópnum er falið að greina upplýsingar og koma fram með tillögur að úrbótum sem geta eflt flutnings- og dreifikerfi raforku þannig að það geti betur mætt ofsaveðrum og öðrum áföllum. Þar með verði unnt að lágmarka það samfélagslega- og efnahagslega tjón sem hlýst af langvarandi og víðtæku rafmagnsleysi á tilteknum landsvæðum. Dalvíkurbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53 Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Fimm úr ráðherrateymi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur funduðu með bæjarfulltrúum og fulltrúum úr atvinnulífinu á Dalvík klukkan tvö í dag. Fundurinn fór fram við kertaljós sem var bæði táknrænt í ljósi rafmagnsleysisins sem verið hefur í Fjallabyggð, Dalvík og nærliggjandi svæðum en sömuleiðis til að spara rafmagn. Fjölmiðlar fengu að fylgjast með upphafi fundar en síðan hafa umræður farið fram á lokuðum fundi. Ráðherrar hafa spurt Katrínu Sigurjónsdóttur út í ástandið undanfarna daga og hvernig viðbrögð hafa verið á svæðinu en ýmislegt hefur gengið á. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að skipa starfshóp fimm ráðuneyta sem verður falið að meta hvaða aðgerðir séu færar til að efla innviði í flutnings- og dreifikerfi raforku og fjarskiptum til að tryggja að slíkir grunninnviðir séu í stakk búnir til að takast á við ofsaveður á borð við það sem geysaði á landinu undanfarna sólarhringa. Benedikt Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu mun leiða vinnu starfshópsins. Miðað er við að hann skili tillögums ínum fyrir 1. mars 2020. Til viðbótar við öryggi í raforku og fjarskiptum mun hópurinn skoða samgöngur, byggðamál og dreifikerfi ríkisútvarpsins. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að það sé mat ríkisstjórnarinnar að tryggir samfélagslegir innviðir lúti að þjóðaröryggi. Starfshópurinn mun beina athygli sinni sérstaklega að afhendingaröryggi raforku. Þannig verður kallað eftir skýrslum og greiningum af hálfu Landsnets og dreifiveitna á því tjóni hlaust af óveðrinu á þiðjudag og miðvikudag. Ríkisstjórnin vill vita hvernig fyrirtækin undirbjuggu sig, hvernig unnið var í samræmi við fyrirliggjandi viðbragðsáætlanir fyrirtækjanna og hvað hefði mátt betur fara. Starfshópnum er falið að greina upplýsingar og koma fram með tillögur að úrbótum sem geta eflt flutnings- og dreifikerfi raforku þannig að það geti betur mætt ofsaveðrum og öðrum áföllum. Þar með verði unnt að lágmarka það samfélagslega- og efnahagslega tjón sem hlýst af langvarandi og víðtæku rafmagnsleysi á tilteknum landsvæðum.
Dalvíkurbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53 Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53
Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51