Marouane Fellaini, miðjumaður Shandong Luneng í kínversku ofurdeildinni, segist enn vera í sambandi við gamla stjóra sinn, Jose Mourinho.
Fellaini kom til United frá Everton árið 2013 en hann var ein fyrstu kaupin eftir að Sir Alex Ferguson hætti. Belginn var svo fastamaður undir stjórn Jose Mourinho á tíma hans hjá félaginu.
Eftir að Mourinho tók við Tottenham í síðasta mánuði hafa gengið þær sögusagnir um að þeir gætu endurnýjað kynnin en Fellaini efast um það.
Marouane Fellaini says he still texts Jose Mourinho, but he won't be moving to Tottenham in January #THFChttps://t.co/ATydZqzFU5pic.twitter.com/STugO48WtE
— Daily Star Sport (@DailyStar_Sport) December 13, 2019
„Jose er sérstakur maður fyrir mig. Við sendum skilaboð á hvorn annan og svo tölum við stundum saman í síma,“ sagði Fellaini í samtali við Elven Sports.
„Hann hefur tekið við Spurs og gert vel. Ég óska honum alls hins besta en ég er mjög áægður það sem ég er núna.“
Fellaini hefur rifið Shandong Luneng upp í Kína. Liðið endaði í 5. sæti á síðustu leiktíð en Belginn er með samning hjá félaginu til desember 2021. Möguleiki er á eins árs framlengingu.