Maðurinn á kossamyndinni frægu frá 1945 er látinn Atli Ísleifsson skrifar 18. febrúar 2019 23:55 George Mendonsa var á sínu fyrsta stefnumóti með konunni sem síðar átti eftir að verða eiginkona hans þegar myndin fræga var tekin. Það var þó ekki konan sem hann kyssti. Getty Bandaríkjamaðurinn George Mendonsa er látinn, 95 ára að aldri. Það eru líklegast fáir sem þekkja nafn Mendonsa en hann er sá birtist á einni frægustu ljósmynd sögunnar frá árinu 1945 þar sem sést til hans smella rembingskossi á konu á Times-torgi í New York eftir að fréttir bárust af uppgjöf Japana í síðari heimsstyrjöldinni. Tugir þúsunda komu saman á Times-torgi til að fagna tíðindunum þann 14. ágúst 1945. Í þeirra hópi var ljósmyndarinn Alfred Eisenstaedt sem starfaði hjá tímaritinu Life, sjóliðinn Mendonsa og hjúkrunarfræðingurinn Greta Zimmer Friedman. „Þetta bara gerðist. Maður var kominn aftur heim frá Kyrrahafi og stríðinu var loks lokið,“ sagði Mendonsa í viðtali við CBS árið 2012. „Það var gleðin vegna stríðslokanna og svo var ég búinn að drekka slatta. Þannig að þegar ég sá hjúkrunarfræðinginn, greip ég um hann og kyssti,“ sagði Mendonsa. Hjúkrunarfræðingurinn var hin 21 árs gamla Zimmer Friedman sem var í vinnunni sinni þegar tók að spyrjast út að Japanir hefðu gefist upp í kjölfar kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasaki. Hélt hún þá út á Times-torg þar sem Mendonsa kyssti hana.Getty„Skyndilega greip sjóliði um mig. Þetta var nú ekki merkilegur koss. Frekar einhver fagnaðarlæti. Síðar frétti ég af því að hann hafi verið svo ánægður að þurfa ekki að fara aftur á Kyrrahaf þar sem hann hafði verið á meðan á stríðinu stóð,“ sagði Zimmer Friedman í viðtali árið 2005. Ljósmynd Eisenstaedt birtist í tímaritinu Life og er ein frægasta fréttamynd tuttugustu aldarinnar.Var á stefnumóti með annarri konu Á þeim degi þegar myndin var tekin var Mendonsa á Times-torgi á sínu fyrsta stefnumóti með annarri konu – konu sem hann átti síðar eftir að giftast. „Ég hef aldrei verið reið vegna þess að George kyssti aðra konu á okkar fyrsta stefnumóti,“ sagði Rita í samtali við Daily Mail árið 2012. „George hefur hins vegar aldrei kysst mig svona.“ George Mendonsa andaðist á hjúkrunarheimili í Middleton í Rhide Island þar sem hann bjó með Ritu, eiginkonu sinni til sjötíu ára. Greta Zimmer Friedman lést fyrir tveimur árum, 92 ára að aldri. Andlát Bandaríkin Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn George Mendonsa er látinn, 95 ára að aldri. Það eru líklegast fáir sem þekkja nafn Mendonsa en hann er sá birtist á einni frægustu ljósmynd sögunnar frá árinu 1945 þar sem sést til hans smella rembingskossi á konu á Times-torgi í New York eftir að fréttir bárust af uppgjöf Japana í síðari heimsstyrjöldinni. Tugir þúsunda komu saman á Times-torgi til að fagna tíðindunum þann 14. ágúst 1945. Í þeirra hópi var ljósmyndarinn Alfred Eisenstaedt sem starfaði hjá tímaritinu Life, sjóliðinn Mendonsa og hjúkrunarfræðingurinn Greta Zimmer Friedman. „Þetta bara gerðist. Maður var kominn aftur heim frá Kyrrahafi og stríðinu var loks lokið,“ sagði Mendonsa í viðtali við CBS árið 2012. „Það var gleðin vegna stríðslokanna og svo var ég búinn að drekka slatta. Þannig að þegar ég sá hjúkrunarfræðinginn, greip ég um hann og kyssti,“ sagði Mendonsa. Hjúkrunarfræðingurinn var hin 21 árs gamla Zimmer Friedman sem var í vinnunni sinni þegar tók að spyrjast út að Japanir hefðu gefist upp í kjölfar kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasaki. Hélt hún þá út á Times-torg þar sem Mendonsa kyssti hana.Getty„Skyndilega greip sjóliði um mig. Þetta var nú ekki merkilegur koss. Frekar einhver fagnaðarlæti. Síðar frétti ég af því að hann hafi verið svo ánægður að þurfa ekki að fara aftur á Kyrrahaf þar sem hann hafði verið á meðan á stríðinu stóð,“ sagði Zimmer Friedman í viðtali árið 2005. Ljósmynd Eisenstaedt birtist í tímaritinu Life og er ein frægasta fréttamynd tuttugustu aldarinnar.Var á stefnumóti með annarri konu Á þeim degi þegar myndin var tekin var Mendonsa á Times-torgi á sínu fyrsta stefnumóti með annarri konu – konu sem hann átti síðar eftir að giftast. „Ég hef aldrei verið reið vegna þess að George kyssti aðra konu á okkar fyrsta stefnumóti,“ sagði Rita í samtali við Daily Mail árið 2012. „George hefur hins vegar aldrei kysst mig svona.“ George Mendonsa andaðist á hjúkrunarheimili í Middleton í Rhide Island þar sem hann bjó með Ritu, eiginkonu sinni til sjötíu ára. Greta Zimmer Friedman lést fyrir tveimur árum, 92 ára að aldri.
Andlát Bandaríkin Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira