Innlent

Bein útsending: Málþing um stafrænt kynferðisofbeldi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Á meðal þeirra sem halda erindi eru Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari og Helgi Hrafn Gunnarsson alþingismaður.
Á meðal þeirra sem halda erindi eru Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari og Helgi Hrafn Gunnarsson alþingismaður. Mynd/Samsett
Málþing um stafrænt kynferðisofbeldi verður haldið klukkan 14-17 í stofu M0103 í Háskólanum í Reykjavík í dag. Málþingið er á vegum HR og stýrihóps um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðisofbeldi. Málþinginu verður streymt beint hér á Vísi.

Á meðal þeirra sem halda erindi eru Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari, Helgi Hrafn Gunnarsson alþingismaður og Dr. Ásta Jóhannsdóttir, nýdoktor í fötlunarfræðum.

Fundarstjóri verður Halla Gunnarsdóttir, formaður stýrihóps um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðisofbeldi og ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum.



Dagskrá:

14.00 – 14.10 Setning

14.10 – 14.40 Vernd gegn stafrænu kynferðisofbeldi: María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur og doktorsnemi við Sussex háskóla í Bretlandi

14.40 – 15.00 Heimfærsla stafræns kynferðisofbeldis til refsiákvæða og dómaframkvæmd: Kolbrún Benediksdóttir varahéraðssaksóknari

15.00 - 15.15 Frumvarp um stafrænt kynferðisofbeldi: Helgi Hrafn Gunnarsson, alþingismaður og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins

15.15 – 15.30 Kaffihlé

15.30 – 15.45 Nektarmyndsendingar unglinga á samskiptamiðlum. Niðurstöður úr könnun Rannsókna og greiningar, Ungt fólk 2018: Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir dósent og dr. Rannveig Sigurvinsdóttir lektor við sálfræðisvið HR

15.45 – 16.00 Stafrænt ofbeldi gegn konum á Norðurlöndum: Dr. Ásta Jóhannsdóttir, nýdoktor í fötlunarfræðum

16.00 – 16.15 Myndin af mér: Brynhildur Björnsdóttir, leikstjóri

16.15 – 17.00 Pallborðsumræður

Í spilaranum hér að neðan má nálgast beint streymi frá málþinginu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×