Innlent

Framtíð Víkurgarðs ræðst í dag

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Frá framkvæmdum á Landssímareitnum.
Frá framkvæmdum á Landssímareitnum. Vísir/Vilhelm
Næstu skref í málefnum Víkurgarðs ráðast í dag, en það er Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sem tekur ákvörðun um hvort skyndifriðun skuli fram haldið. Minjastofnun ákvað þann 8. janúar síðastliðinn að skyndifriða þann hluta garðsins sem er innan reits sem félagið Lindarvatn áformar að reisa hótel á. Lilja vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en sagði von á ákvörðun úr ráðuneyti sínu seinni partinn í dag.

Sá hluti Víkurgarðs sem í daglegu tali nefnist Fógetagarður er þegar friðlýstur. Minjastofnun taldi nauðsynlegt að stækka friðlýsingarsvæðið um átta metra í austur. Var vísað til þess að ekki hefði náðst ásættanleg niðurstaða um inngang fyrirhugaðs hótels. Þannig yrði Víkurgarður nýttur sem aðkomusvæði hótelsins sem væri óásættanlegt. Miklar deilur hafa staðið um fyrirhugaða hótelbyggingu og hafa heiðursborgarar Reykjavíkur meðal annars mótmælt framkvæmdunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×