Sagði kominn tíma á rauðhærðan Bond Andri Eysteinsson skrifar 30. september 2019 21:46 Damian Lewis, næsti James Bond? Getty/Tomaso Boddi Breski leikarinn Damian Lewis sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í bandarísku spennuþáttunum Homeland virðist hafa ýjað að því í útvarpsviðtali að hann væri til í að taka við hlutverki njósnara hennar hátignar, James Bond. Lewis hefur löngum verið orðaður við hlutverkið, líkt og reyndar mikill fjöldi leikara. Þar á meðal Idris Elba, Tom Hiddleston og Richard Madden. Hann hefur lítið viljað tjá sig um hlutverkið en í viðtali við Radio Times í Bretlandi á dögunum sagði leikarinn að kannski væri kominn tími á rauðhærðan Bond. Lewis sem sjálfur skartar fallega rauðu hári sagði í viðtalinu að loksins þegar komið væri að því að gera næstu Bond mynd yrði hann sjálfur eflaust orðinn hundgamall. Lewis sem er 48 ára gamall hefur í gegnum tíðina haft orð á því hversu lélegur njósnari James Bond er, hvað hann geri mörg mistök og það besta við hann sé hversu lélegur í starfi hann sé. Veðbankar í Bretlandi hafa þó ekki eins mikla trú á því að Lewis hreppi hlutverkið, sem í dag er leikið af Daniel Craig, og á að einn af þeim James Norton, Richard Madden eða Tom Hiddleston taki við af Craig þegar tíminn kemur. Bíó og sjónvarp James Bond Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Breski leikarinn Damian Lewis sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í bandarísku spennuþáttunum Homeland virðist hafa ýjað að því í útvarpsviðtali að hann væri til í að taka við hlutverki njósnara hennar hátignar, James Bond. Lewis hefur löngum verið orðaður við hlutverkið, líkt og reyndar mikill fjöldi leikara. Þar á meðal Idris Elba, Tom Hiddleston og Richard Madden. Hann hefur lítið viljað tjá sig um hlutverkið en í viðtali við Radio Times í Bretlandi á dögunum sagði leikarinn að kannski væri kominn tími á rauðhærðan Bond. Lewis sem sjálfur skartar fallega rauðu hári sagði í viðtalinu að loksins þegar komið væri að því að gera næstu Bond mynd yrði hann sjálfur eflaust orðinn hundgamall. Lewis sem er 48 ára gamall hefur í gegnum tíðina haft orð á því hversu lélegur njósnari James Bond er, hvað hann geri mörg mistök og það besta við hann sé hversu lélegur í starfi hann sé. Veðbankar í Bretlandi hafa þó ekki eins mikla trú á því að Lewis hreppi hlutverkið, sem í dag er leikið af Daniel Craig, og á að einn af þeim James Norton, Richard Madden eða Tom Hiddleston taki við af Craig þegar tíminn kemur.
Bíó og sjónvarp James Bond Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein