Lífið

Aníta Briem þjáðist af anorexíu á unglingsárunum og endaði á geðdeild

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aníta Briem brotnaði niður í þættinum þegar hún ræddi um fortíðina.
Aníta Briem brotnaði niður í þættinum þegar hún ræddi um fortíðina.
Fjórði þátturinn af Framkoma með Fannari Sveinssyni fór í loftið á Stöð 2 í gærkvöldi og voru gestir þáttarins þau Aníta Briem, Ólafur Arnalds og Sigríður Beinteinsdóttir.

Aníta Briem segist hafa oft óskað þess að vera í reglubundnu 9-5 starfi og í stöðuleika. Fannar fylgdist með Anítu þegar hún var að fara í tökur á nýjum sjónvarpsþáttum sem bera nafnið Ráðherrann. Hún hefur búið í Los Angeles í tíu ár og kom fram í þættinum að henni hefði ekki fundist erfitt að flytja út.

„Þegar ég var bara fimmtán eða sextán fann ég alveg rosalega mikla innilokunarkennd. Mér fannst rosalega erfitt að vera í svona litlu samfélagi. Fólk var að slúðra mikið og búið að gera sér fyrirfram ákveðna hugmynd um það hver þú ert,“ sagði Aníta í þættinum.

„Þá ert þú bara fastur í því, því að landið er lítið. Svo fékk ég svolítið slæma anorexíu og ég sat inni á barna og unglingageðdeild og þegar ég var orðin sextán gat ég útskrifað mig sjálf. Ég tók þá ákvörðun og flytja til London og ég gerði það sem var ótrúlega gott fyrir mig. Ég náði alveg að hífa mig upp úr veikindunum, breyta um umhverfi og fá að uppgötva aðrar hliðar á mér.“

Hún segist oft hafa óskað þess að geta verið hamingjusöm að vinna í stöðugu starfi.

„En það er bara ekki þannig. Eins og núna, þetta ferli er búið að vera erfitt og maður er eitthvað svo meir,“ segir Aníta um leið og hún táraðist.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.