„Margir viðskiptavinanna eru nýbakaðir feður á aldrinum 30 til 40 ára. Þeir borga vel, eru kurteisir og ég mun eiga skuldlausa íbúð heima eftir nokkur ár.“
Þetta segir vændiskona frá Austur-Evrópu sem kemur hingað til lands einu sinni í mánuði, í viku í senn, og selur blíðu sína.
„Ég vel þetta sjálf, hef aldrei verið misnotuð og líður vel með það sem ég er að gera. Ég gæti fengið mér venjulega vinnu heima, en hún myndi aldrei borga svona vel.“
Í þætti kvöldsins heyrum við sögu hennar. Ísland í dag klukkan 18:55, strax að loknum kvöldfréttum.
Ísland í dag í kvöld: Vændiskona með annan fótinn á Íslandi segir sögu sína
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
