„Erfitt að sætta sig við það hvernig fór“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. september 2019 09:30 Helga Ólafsdóttir eigandi og yfirhönnuður iglo+indi segir að það sé flókið fyrir lítil hönnunarfyrirtæki á Íslandi að lifa af. Fréttablaðið/Stefán Karlsson „Ég er mjög sorgmædd yfir endalokum iglo+indi,“ segir Helga Ólafsdóttir eigandi og yfirhönnuður iglo+indi í einlægum pistli á Facebook síðu sinni. Eins og fjallað var um á Vísi í síðustu viku hefur Ígló ehf verið tekið til gjaldþrotaskipta og verslun iglo+indi verið lokað. „Ferðalag iglo+indi hófst við eldhúsborðið heima hjá mér vikuna fyrir bankahrunið 2008. Allar götur síðan hefur allur minn kraftur farið í að hugsa um fyrirtækið, hvern einasta dag með alúð og einlægni, eins og litlu barni sem þarf að koma á legg. Þróunarferli á hverri einustu flík tekur um það bil eitt ár með tilheyrandi kostnaði og vinnu. Það þarf þol og metnað til að hanna og framleiða um 2500 mismunandi flíkur eins og við gerðum hjá iglo+indi.“Helga segir að það sé mikil tilfinningaleg tenging og hugverkið henni mjög náið. Hún segir að rekstrarkerfið á Íslandi sé mjög erfitt fyrir fyrirtæki eins og hennar.„Það er flókið fyrir lítil hönnunarfyrirtæki á Íslandi að lifa af. Rekstrarumhverfið er ekki bara sveiflukennt heldur er mjög dýrt að þróa, framleiða, markaðssetja og selja íslenska hönnun hérlendis og erlendis. Að hafa lifað af í þessu rekstrarumhverfi í ellefu ár er bara nokkuð gott ef miðað er við sambærileg fyrirtæki í þessum bransa. Það er samt engin huggun í því og að þurfa að kveðja á þennan hátt hefur verið ansi erfitt. Það er erfitt að sætta sig við það hvernig fór.“ Frægir einstaklingar í Hollywood klæddu börnin sín í hönnun iglo+indi. Hér má sjá Kourtney Kardashian en dóttir hennar er í pels frá merkinu.Instagram/iglo+indiÍslensk hönnun mikilvæg Hönnuðurinn vonar að iglo+indi flíkurnar fari barna á milli og verði notaðar áfram. Með verslanir eins og Barnaloppan, þar sem foreldrar selja notuð barnaföt, eru góðar líkur á því að börn munu áfram sjást í flíkum frá merkinu næstu árin. „Ég er þakklát og stolt af því að hafa fengið tækifæri til að vera frumkvöðull og byggja upp vörumerki á Íslandi í samstarfi við ótrúlega hugrakkt og hæfileikaríkt fólk. Fólki sem vann að því að koma iglo+indi í sölu í verslunum um allan heim, á tískupallanna á tískuvikunni í Flórens, í helstu tískutímaritin og svo lengi mætti telja. Þetta hefur verið lærdómsríkt ferðalag í 11 ár. Ég vona að iglo+indi muni lifa áfram á hugum fólks og að flíkurnar haldi áfram að fara barna á milli.“ Þó að ævintýri iglo+indi hafi endað svona hvetur Helga aðra hönnuði til þess að taka áhættuna. „Hvet ég alla Íslenska hönnuði til að láta draumanna sína rætast. Íslensk hönnun er mikilvæg - Never stop designing!!“ Tíska og hönnun Tengdar fréttir Fræga fólkið sólgið í iglo+indi Íslenska barnafatamerkið iglo+indi hefur náð góðum árangri utan landsteinanna því Hollywood-búar eru margir hrifnir og klæða börnin sín í iglo+indi föt þegar mikið liggur við. 22. febrúar 2018 08:00 Barnafatamerkið iglo+indi gjaldþrota Hönnunarfyrirtækið Ígló ehf hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 27. september 2019 13:00 Spennandi að vinna hjá tískufyrirtæki á Íslandi Karítas Diðriksdóttir er nýr markaðsstjóri iglo+indi. Hún er nýflutt heim eftir átta ára dvöl erlendis. Hún hefur alltaf haft áhuga á tísku, en einnig ferðalögum, fólki og öðrum menningarheimum. 9. nóvember 2016 12:30 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég er mjög sorgmædd yfir endalokum iglo+indi,“ segir Helga Ólafsdóttir eigandi og yfirhönnuður iglo+indi í einlægum pistli á Facebook síðu sinni. Eins og fjallað var um á Vísi í síðustu viku hefur Ígló ehf verið tekið til gjaldþrotaskipta og verslun iglo+indi verið lokað. „Ferðalag iglo+indi hófst við eldhúsborðið heima hjá mér vikuna fyrir bankahrunið 2008. Allar götur síðan hefur allur minn kraftur farið í að hugsa um fyrirtækið, hvern einasta dag með alúð og einlægni, eins og litlu barni sem þarf að koma á legg. Þróunarferli á hverri einustu flík tekur um það bil eitt ár með tilheyrandi kostnaði og vinnu. Það þarf þol og metnað til að hanna og framleiða um 2500 mismunandi flíkur eins og við gerðum hjá iglo+indi.“Helga segir að það sé mikil tilfinningaleg tenging og hugverkið henni mjög náið. Hún segir að rekstrarkerfið á Íslandi sé mjög erfitt fyrir fyrirtæki eins og hennar.„Það er flókið fyrir lítil hönnunarfyrirtæki á Íslandi að lifa af. Rekstrarumhverfið er ekki bara sveiflukennt heldur er mjög dýrt að þróa, framleiða, markaðssetja og selja íslenska hönnun hérlendis og erlendis. Að hafa lifað af í þessu rekstrarumhverfi í ellefu ár er bara nokkuð gott ef miðað er við sambærileg fyrirtæki í þessum bransa. Það er samt engin huggun í því og að þurfa að kveðja á þennan hátt hefur verið ansi erfitt. Það er erfitt að sætta sig við það hvernig fór.“ Frægir einstaklingar í Hollywood klæddu börnin sín í hönnun iglo+indi. Hér má sjá Kourtney Kardashian en dóttir hennar er í pels frá merkinu.Instagram/iglo+indiÍslensk hönnun mikilvæg Hönnuðurinn vonar að iglo+indi flíkurnar fari barna á milli og verði notaðar áfram. Með verslanir eins og Barnaloppan, þar sem foreldrar selja notuð barnaföt, eru góðar líkur á því að börn munu áfram sjást í flíkum frá merkinu næstu árin. „Ég er þakklát og stolt af því að hafa fengið tækifæri til að vera frumkvöðull og byggja upp vörumerki á Íslandi í samstarfi við ótrúlega hugrakkt og hæfileikaríkt fólk. Fólki sem vann að því að koma iglo+indi í sölu í verslunum um allan heim, á tískupallanna á tískuvikunni í Flórens, í helstu tískutímaritin og svo lengi mætti telja. Þetta hefur verið lærdómsríkt ferðalag í 11 ár. Ég vona að iglo+indi muni lifa áfram á hugum fólks og að flíkurnar haldi áfram að fara barna á milli.“ Þó að ævintýri iglo+indi hafi endað svona hvetur Helga aðra hönnuði til þess að taka áhættuna. „Hvet ég alla Íslenska hönnuði til að láta draumanna sína rætast. Íslensk hönnun er mikilvæg - Never stop designing!!“
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Fræga fólkið sólgið í iglo+indi Íslenska barnafatamerkið iglo+indi hefur náð góðum árangri utan landsteinanna því Hollywood-búar eru margir hrifnir og klæða börnin sín í iglo+indi föt þegar mikið liggur við. 22. febrúar 2018 08:00 Barnafatamerkið iglo+indi gjaldþrota Hönnunarfyrirtækið Ígló ehf hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 27. september 2019 13:00 Spennandi að vinna hjá tískufyrirtæki á Íslandi Karítas Diðriksdóttir er nýr markaðsstjóri iglo+indi. Hún er nýflutt heim eftir átta ára dvöl erlendis. Hún hefur alltaf haft áhuga á tísku, en einnig ferðalögum, fólki og öðrum menningarheimum. 9. nóvember 2016 12:30 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Fræga fólkið sólgið í iglo+indi Íslenska barnafatamerkið iglo+indi hefur náð góðum árangri utan landsteinanna því Hollywood-búar eru margir hrifnir og klæða börnin sín í iglo+indi föt þegar mikið liggur við. 22. febrúar 2018 08:00
Barnafatamerkið iglo+indi gjaldþrota Hönnunarfyrirtækið Ígló ehf hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 27. september 2019 13:00
Spennandi að vinna hjá tískufyrirtæki á Íslandi Karítas Diðriksdóttir er nýr markaðsstjóri iglo+indi. Hún er nýflutt heim eftir átta ára dvöl erlendis. Hún hefur alltaf haft áhuga á tísku, en einnig ferðalögum, fólki og öðrum menningarheimum. 9. nóvember 2016 12:30