Danska landsliðið byrjar HM á heimavelli af miklum krafti en í kvöld unnu þeir sinn annan leik er þeir Danirnir rúlluðu yfir Túnis, 36-22.
Heimamenn byrjuðu af rosalegum krafti og komust í 12-2. Mikil stemning í höllinni og Niklas Landin var að verja það mikið að leikmenn Túnis voru hræddir við hann.
Munurinn var níu mörk í hálfleik, 19-10, og flugeldasýning heimamanna hélt áfram í síðari hálfleik. Þeir dreifðu álaginu vel og undir lokin voru þetta einfaldlega sirkusmörk. Frábær handbolti og munurinn að endingu fjórtán mörk.
Það er erfitt verkefni sem bíður Patreks Jóhannessonar og lærisveina hans í Austurríki en þeir mæta Dönum á mánudag. Danirnir farið vel af stað og unnið fyrstu tvo leikina með samtals með 37 mörkum.
Rasmus Lauge og Mikkel Hansen voru markahæstir í liði Dana með sjö mörk en maður leiksins var valinn Niklas Landin sem á löngum köflum einfaldlega lokaði markinu.
Ógnasterkir Danir: Unnið fyrstu tvo leikina með samtals 37 mörkum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn






Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum
Körfubolti