Dómurinn staðfestur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. janúar 2019 10:15 Wa Lone eftir dómsuppkvaðningu í september. Nordicphotos/AFP Áfrýjunardómstóll í Mjanmar hafnaði því í gær að snúa við dómi yfir Wa Lone og Kyaw Soe Oo, blaðamönnum Reuters sem voru dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir brot á lögum um ríkisleyndarmál. Dómari sagði ekki næg sönnunargögn hafa verið lögð fram sem sýndu fram á sakleysi þeirra. „Refsingin sem þið hafið nú þegar fengið er hæfileg,“ sagði Aung Naing dómari. Blaðamennirnir geta þó áfrýjað málinu aftur til hæstaréttar í höfuðborginni Naypyitaw. Félagarnir höfðu verið að vinna að umfjöllun um fjöldamorð í Inn Din í Rakhine-ríki þar sem hermenn og almennir borgarar eru sagðir hafa myrt tíu Róhingja. Fjöldamorðið, sem sjö hafa verið sakfelldir fyrir, var liður í ofsóknum hersins gegn Róhingjum. Samkvæmt Reuters lögðu lögmenn blaðamannanna áherslu á að lögreglan hafi leitt blaðamennina í gildru og að sönnunargögnin fyrir því að glæpur hafi verið framinn væru lítil. Einnig hefði hinn upprunalegi dómstóll lagt sönnunarbyrðina á verjendur en ekki saksóknara. Stephen J. Adler, ritstjóri Reuters, sagði í yfirlýsingu í gær að úrskurður áfrýjunardómstólsins væri enn eitt dæmið um það óréttlæti sem Lone og Soe Oo hafa þurft að þola. „Þeir eru enn á bak við lás og slá af einfaldri ástæðu. Valdhafar vildu þagga niður í þeim,“ sagði Adler. Ritstjórinn bætti því svo við að blaðamennska ætti aldrei að vera glæpur. Fjölmiðlafrelsi í Mjanmar teldist ekki neitt á meðan blaðamennirnir tveir væru í fangelsi og tilvist réttarríkis væri vafaatriði. Vesturlönd brugðust illa við ákvörðuninni í gær. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði að hún ylli vonbrigðum og í tilkynningu sagði að Bandaríkin efuðust um tjáningarfrelsið í landinu. „Við munum halda áfram að tala fyrir réttlátri lausn þessara hugrökku blaðamanna.“ Stjórnvöld í Bretlandi kölluðu eftir því að Aung San Suu Kyi, þjóðarleiðtogi Mjanmars og handhafi friðarverðlauna Nóbels, skærist í leikinn og skoðaði hvort blaðamennirnir hefðu fengið sanngjarna og réttláta málsmeðferð. „Við hvetjum Aung San Suu Kyi til þess að skoða hvort málsmeðferðin hafi verið sanngjörn og að viðurkenna, sem manneskja er barðist fyrir frelsi ríkisins, að henni ætti ekki að standa á sama um framtíð þessara tveggja hugrökku blaðamanna,“ sagði Jeremy Hunt utanríkisráðherra við BBC. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Áfrýjunardómstóll í Mjanmar hafnaði því í gær að snúa við dómi yfir Wa Lone og Kyaw Soe Oo, blaðamönnum Reuters sem voru dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir brot á lögum um ríkisleyndarmál. Dómari sagði ekki næg sönnunargögn hafa verið lögð fram sem sýndu fram á sakleysi þeirra. „Refsingin sem þið hafið nú þegar fengið er hæfileg,“ sagði Aung Naing dómari. Blaðamennirnir geta þó áfrýjað málinu aftur til hæstaréttar í höfuðborginni Naypyitaw. Félagarnir höfðu verið að vinna að umfjöllun um fjöldamorð í Inn Din í Rakhine-ríki þar sem hermenn og almennir borgarar eru sagðir hafa myrt tíu Róhingja. Fjöldamorðið, sem sjö hafa verið sakfelldir fyrir, var liður í ofsóknum hersins gegn Róhingjum. Samkvæmt Reuters lögðu lögmenn blaðamannanna áherslu á að lögreglan hafi leitt blaðamennina í gildru og að sönnunargögnin fyrir því að glæpur hafi verið framinn væru lítil. Einnig hefði hinn upprunalegi dómstóll lagt sönnunarbyrðina á verjendur en ekki saksóknara. Stephen J. Adler, ritstjóri Reuters, sagði í yfirlýsingu í gær að úrskurður áfrýjunardómstólsins væri enn eitt dæmið um það óréttlæti sem Lone og Soe Oo hafa þurft að þola. „Þeir eru enn á bak við lás og slá af einfaldri ástæðu. Valdhafar vildu þagga niður í þeim,“ sagði Adler. Ritstjórinn bætti því svo við að blaðamennska ætti aldrei að vera glæpur. Fjölmiðlafrelsi í Mjanmar teldist ekki neitt á meðan blaðamennirnir tveir væru í fangelsi og tilvist réttarríkis væri vafaatriði. Vesturlönd brugðust illa við ákvörðuninni í gær. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði að hún ylli vonbrigðum og í tilkynningu sagði að Bandaríkin efuðust um tjáningarfrelsið í landinu. „Við munum halda áfram að tala fyrir réttlátri lausn þessara hugrökku blaðamanna.“ Stjórnvöld í Bretlandi kölluðu eftir því að Aung San Suu Kyi, þjóðarleiðtogi Mjanmars og handhafi friðarverðlauna Nóbels, skærist í leikinn og skoðaði hvort blaðamennirnir hefðu fengið sanngjarna og réttláta málsmeðferð. „Við hvetjum Aung San Suu Kyi til þess að skoða hvort málsmeðferðin hafi verið sanngjörn og að viðurkenna, sem manneskja er barðist fyrir frelsi ríkisins, að henni ætti ekki að standa á sama um framtíð þessara tveggja hugrökku blaðamanna,“ sagði Jeremy Hunt utanríkisráðherra við BBC.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira