Endalaust raus Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 12. janúar 2019 10:30 Samfélagsumræðan væri frjórri ef sum nettröllin og einstaka stjórnmálamenn temdu sér meiri auðmýkt og segðu oftar: Ég bara veit það ekki. Fólk sem dag hvern tjáir einarða afstöðu og þykist hafa allt á hreinu, er sjaldan trúverðugt. Enda fellur það æ ofan í æ á prófinu ef rýnt er í málflutninginn. Karl Th. Birgisson, blaðamaður og rithöfundur, fjallaði nýlega um einstaklinga sem fylla þennan flokk. Hann segir á Facebook: „Kominn heim að loknum löngum degi og skrolla yfir facebook. Að vanda skammta Gunnar Smári og Hannes Hólmsteinn okkur hæfilegt skrum og staðreyndavillur, annar æstari en hinn, sem hefur áratugalanga þjálfun í orðskrúði á kostnað skattgreiðenda. Svartsýni púkinn á hægri öxlinni segir: „Svaraðu þeim með meitlaðri grein.“ Jákvæði púkinn á vinstri öxlinni segir: „Þetta líður hjá. Eins og Trump. Og flensan.“ – Reynslan segir að hyggilegast sé að sofa á þessu, en Smári og Hannes eru samt eins og fjölónæmar bakteríur. Þeir hætta aldrei að valda okkur óumbeðinni vitsmunalegri kvefpest.” Oft tekst afkastamiklum oflátungum að eigna sér prýðisgóðan málstað, gerast sjálfskipuð brjóstvörn hans og vinna honum tjón frekar en gagn. Stundum eina hugsjón í dag og aðra á morgun. Ekki ber að lasta fólk fyrir að skipta um skoðun. En þá þarf að kannast við fyrri skoðanir. Ekki síst þegar sjálfsagðar gjörðir fyrra lífs verða ljótar misgjörðir eftir skoðanaskiptin. Furðu sætir að fjöldahreyfingar, sem lúta reglum lýðræðis og kjósa sér forystu, hirða lítið um að hrista af sér slíka talsmenn. Einstaklingar eru misvel í stakk búnir til að messa yfir fólki. Fortíðin skiptir máli. Ef marga snögga bletti er að finna á viðkomandi miðað við það sem hann boðar getur verið betra, málstaðarins vegna, að hafa hægt um sig. Frjálshyggjumaður sem gerir út á kerfið í skjóli ráðamanna, sem útdeila skattfé, er skotmark. Með líku lagi liggur stóryrtur sósíalistaforingi, sem altalað er að hafi stundum snuðað starfsfólk sitt í fyrra lífi – lífi atvinnurekandans, vel við höggi. Þeir eru á báti með þingmanninum sem ekur hring eftir hring á okkar kostnað án þess að takast að sannfæra nokkurn mann um lögmætt erindi bíltúrsins. Hann varð sjálfkrafa skotspónn sem drepur heilbrigðri stjórnmálaumræðu á dreif. Sexmenningarnir á barnum Klaustri eru sama marki brenndir. Þetta snýst um réttmætar tilfinningar fólks. Í nálægum löndum er virðing borin fyrir slíku. Fólk í trúnaðarstörfum dregur sig í hlé þegar það verður of umdeilt fyrir annað en málefnin sem tekist er á um. Sé starfsfriði ógnað af þeirra völdum finnur það á eigin skinni að það þjóni málstaðnum best að hverfa á braut í von um að endalaust rausið fjari út. Þau skynja að þau sjálf eru tilefnið. Með slíku raunsæi má endurvinna traust. Regla hópíþróttanna – enginn einstaklingur er stærri en liðið – er góð viðmiðun. Svo má leitast við að gera hreint fyrir sínum dyrum og stíga inn á völlinn á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Samfélagsumræðan væri frjórri ef sum nettröllin og einstaka stjórnmálamenn temdu sér meiri auðmýkt og segðu oftar: Ég bara veit það ekki. Fólk sem dag hvern tjáir einarða afstöðu og þykist hafa allt á hreinu, er sjaldan trúverðugt. Enda fellur það æ ofan í æ á prófinu ef rýnt er í málflutninginn. Karl Th. Birgisson, blaðamaður og rithöfundur, fjallaði nýlega um einstaklinga sem fylla þennan flokk. Hann segir á Facebook: „Kominn heim að loknum löngum degi og skrolla yfir facebook. Að vanda skammta Gunnar Smári og Hannes Hólmsteinn okkur hæfilegt skrum og staðreyndavillur, annar æstari en hinn, sem hefur áratugalanga þjálfun í orðskrúði á kostnað skattgreiðenda. Svartsýni púkinn á hægri öxlinni segir: „Svaraðu þeim með meitlaðri grein.“ Jákvæði púkinn á vinstri öxlinni segir: „Þetta líður hjá. Eins og Trump. Og flensan.“ – Reynslan segir að hyggilegast sé að sofa á þessu, en Smári og Hannes eru samt eins og fjölónæmar bakteríur. Þeir hætta aldrei að valda okkur óumbeðinni vitsmunalegri kvefpest.” Oft tekst afkastamiklum oflátungum að eigna sér prýðisgóðan málstað, gerast sjálfskipuð brjóstvörn hans og vinna honum tjón frekar en gagn. Stundum eina hugsjón í dag og aðra á morgun. Ekki ber að lasta fólk fyrir að skipta um skoðun. En þá þarf að kannast við fyrri skoðanir. Ekki síst þegar sjálfsagðar gjörðir fyrra lífs verða ljótar misgjörðir eftir skoðanaskiptin. Furðu sætir að fjöldahreyfingar, sem lúta reglum lýðræðis og kjósa sér forystu, hirða lítið um að hrista af sér slíka talsmenn. Einstaklingar eru misvel í stakk búnir til að messa yfir fólki. Fortíðin skiptir máli. Ef marga snögga bletti er að finna á viðkomandi miðað við það sem hann boðar getur verið betra, málstaðarins vegna, að hafa hægt um sig. Frjálshyggjumaður sem gerir út á kerfið í skjóli ráðamanna, sem útdeila skattfé, er skotmark. Með líku lagi liggur stóryrtur sósíalistaforingi, sem altalað er að hafi stundum snuðað starfsfólk sitt í fyrra lífi – lífi atvinnurekandans, vel við höggi. Þeir eru á báti með þingmanninum sem ekur hring eftir hring á okkar kostnað án þess að takast að sannfæra nokkurn mann um lögmætt erindi bíltúrsins. Hann varð sjálfkrafa skotspónn sem drepur heilbrigðri stjórnmálaumræðu á dreif. Sexmenningarnir á barnum Klaustri eru sama marki brenndir. Þetta snýst um réttmætar tilfinningar fólks. Í nálægum löndum er virðing borin fyrir slíku. Fólk í trúnaðarstörfum dregur sig í hlé þegar það verður of umdeilt fyrir annað en málefnin sem tekist er á um. Sé starfsfriði ógnað af þeirra völdum finnur það á eigin skinni að það þjóni málstaðnum best að hverfa á braut í von um að endalaust rausið fjari út. Þau skynja að þau sjálf eru tilefnið. Með slíku raunsæi má endurvinna traust. Regla hópíþróttanna – enginn einstaklingur er stærri en liðið – er góð viðmiðun. Svo má leitast við að gera hreint fyrir sínum dyrum og stíga inn á völlinn á ný.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar