Að sögn slökkviliðsins á Höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um bruna í hjólhýsi og bíl klukkan 16:25. Einn bíll var sendur á vettvang og gekk að sögn vel að ráða niðurlögum eldsins.
Samkvæmt heimildum fréttastofu var búið í hjólhýsinu. Eigandi hjólhýsisins mun hafa verið inni þegar eldurinn kom upp.
Nánar verður rætt við varðstjóra slökkviliðsins í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Fréttin var síðast uppfærð klukkan 17:10.


