Virkjað fyrir alla landsmenn Jónas Þór Birgisson skrifar 29. ágúst 2019 14:51 Umræðan um Hvalárvirkjun er um margt sérstök en verst finnst mér hversu oft er farið með rangt mál. Vil ég hér reyna að varpa ljósi á nokkrar staðreyndir um virkjunaráformin og raforkuöryggi Vestfjarða. Verulegur hluti af því rafmagni sem notað er á Vestfjörðum er fluttur inn í fjórðunginn. Flutningurinn er um svokallaða Vesturlínu frá Hrútatungu en stór hluti rafmagnstruflana á Vestfjörðum er einmitt til kominn vegna truflana á Vesturlínu enda liggur hún um svæði sem er veðurfarslega mjög erfitt. Hvalárvirkjun og Vesturlína munu báðar tengjast nýju tengivirki í Kollafirði og þaðan inn á dreifikerfi Vestfjarða. Þetta gerir það að verkum að truflanir á Vesturlínu fyrir austan þennan tengipunkt koma ekki lengur að sök. Það er því rangt að afhendingaröryggi á Vestfjörðum muni ekki stórbatna með tilkomu Hvalárvirkjunar. Þar að auki gjörbreytir tilkoma þessarra mannvirkja möguleikum á að ná seinna meir raunverulegri hringtengingu um Vestfirði, sem er fjárhagslega óraunhæf án stórrar virkjunar á borð við Hvalárvirkjun.Rammaáætlun Það er svo sannarlega rétt að við Íslendingar framleiðum mikið rafmagn miðað við höfðatölu. Rammaáætlun er hins vegar einmitt tæki til þess að finna út hvað við getum hugsað okkur að virkja og hvað ekki. Hún er þannig einskonar verkfæri til að finna jafnvægi á milli nýtingar og verndar eins og sjá má af þeirri ákvörðun umhverfisráðherra nýlega að miða við rammaáætlun í verndaráætlun sinni. Fleiri stoðir í gjaldeyrisöflun Sem þjóð erum við háð útflutningi til þess að geta á móti flutt inn ýmsar vörur sem við munum aldrei geta framleitt hér á landi. Fyrir örfáum árum höfðum við nær allar okkar gjaldeyristekjur af sjávarútvegi og orkufrekum iðnaði og þá var stöðugt rætt um að fjölga þyrfti þeim stoðum sem gjaldeyrisöflunin hvíldi á. Frá þeim tíma hefur ýmiss iðnaður vaxið mikið og hinn gríðarlegi vöxtur í ferðþjónustu hefur svo gjörbreytt stöðunni til hins betra. Nú má því segja að við séum komin með fjórar sterkar stoðir í gjaldeyrisöfluninni. Ég hefði talið augljóst að þessi fjölbreytni væri mikill styrkur því ef eitthvað eitt eða jafnvel tvennt gæfi eftir þá væri fleira til staðar. Þegar vöxturinn í ferðaþjónustu var sem mestur mátti heyra fólk segja að við skyldum bara losa okkur við þessa stóriðju því við þyrftum ekkert á henni að halda lengur. Þá ættum við líka fullt af ónotuðu rafmagni og þyrftum ekkert að virkja framar. Sem betur fer var ekki hlustað á þessar raddir því þá væri ástandið ekki gæfulegt í dag þegar hægt hefur á í ferðaþjónustunni. Miðaldra spámenn Nú heyrast þær raddir að það sé alveg ómögulegt að selja raforku til gagnavera því þau séu í einhverjum “bitcoin-greftri” sem alls konar álitsgjafar segja að sé tóm vitleysa. Það má vel vera að þessar rafmyntir séu tóm vitleysa en ég man hins vegar vel eftir svona álitsgjöfum sem á sínum tíma sögðu að internetið væri nú bara bóla. Ég held að miðaldra menn eins og ég séu nefnilega ekkert endilega mjög áreiðanlegir framtíðarspámenn, þrátt fyrir að við getum veifað einhverjum fínum háskólagráðum. Svo má ekki gleyma því að megnið af starfsemi gagnavera hér á landi er einmitt vistun á gögnum – eins og nafnið ber með sér og aðeins lítill hluti sem tengist hinu svokallaða bitcoin.Viljum við hærri rafmagnsreikning? Kostnaðurinn við að byggja upp raforkuinnviði Vestfjarða hleypur á mörgum milljörðum ef ekki tugum milljarða. Í skýrslum Landsnets kemur fram að án Hvalárvirkjunar eru ekki taldar markaðslegar forsendur fyrir uppbyggingu á nýju tengivirki og nýju flutningskerfi raforku á vegum Landsnets til og frá Vestfjörðum. Slíkum kostnaði yrði að mæta með hækkun á rafmagnsreikningi heimila og fyrirtækja því Landsneti er óheimilt að leggja í kostnað við uppbyggingu flutningskerfisins nema tekjur komi á móti. Það er alveg gilt sjónarmið að ríkið eigi einfaldlega að kosta slíka uppbyggingu en þá þarf fólk líka að hafa kjark til að segja að það vilji stórhækka rafmagnsreikninginn sinn.Hrokafullt viðhorf til lítilla samfélaga Ég heyri fólk segja að íbúar í Árneshreppi séu svo fáir að aðrir verði að hafa vit fyrir þeim varðandi ákvarðanir um stórar framkvæmdir í þeirra sveitarfélagi. Þetta finnst mér ótrúlega hrokafullt því það er algjört grundvallaratriði að fulltrúar sveitarfélaganna taki ákvarðanir um framkvæmdir í eigin héraði en ekki einhverjir aðrir, svo framarlega að eignaréttur annarra sé virtur. Ég velti því fyrir mér hversu fjölmenn samfélög þurfa þá að vera til að hafa sjálfsákvörðunarrétt. Finnst þessu sama fólki við Vestfirðingar kannski bara vera of fáir til að eiga rétt á sambærilegu raforkuöryggi og langflestir landsmenn búa við? Það sé einfaldlega mikilvægara að varðveita ósnortið landsvæði sem aðrir landsmenn gætu kannski einhvern tímann hugsað sér að skoða?Bætt lífsgæði fyrir alla Íslendinga Ef við Íslendingar viljum halda núverandi lífsgæðum þá þurfum við ekki bara á að viðhalda þeirri gjaldeyrissköpun sem nú er til staðar heldur þurfum við að auka hana stöðugt á næstu árum vegna fólksfjölgunar. Það gerum við ekki með því að fækka þeim tækifærum sem við höfum heldur fjölga þeim. Ef við viljum á sama tíma innleiða orkuskipti í samgöngum þá gerum við það ekki öðruvísi en með því að auka raforkuvinnslu. Í þeim umbreytingum hljótum við að miða við þá orkukosti sem rammáætlun setur í orkunýtingarflokk. Þess vegna snýst Hvalárvirkjun fyrst og fremst um bættan hag alllra landsmanna en ekki bara Vestfirðinga.Jónas Þór Birgisson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvalárvirkjun Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um Hvalárvirkjun er um margt sérstök en verst finnst mér hversu oft er farið með rangt mál. Vil ég hér reyna að varpa ljósi á nokkrar staðreyndir um virkjunaráformin og raforkuöryggi Vestfjarða. Verulegur hluti af því rafmagni sem notað er á Vestfjörðum er fluttur inn í fjórðunginn. Flutningurinn er um svokallaða Vesturlínu frá Hrútatungu en stór hluti rafmagnstruflana á Vestfjörðum er einmitt til kominn vegna truflana á Vesturlínu enda liggur hún um svæði sem er veðurfarslega mjög erfitt. Hvalárvirkjun og Vesturlína munu báðar tengjast nýju tengivirki í Kollafirði og þaðan inn á dreifikerfi Vestfjarða. Þetta gerir það að verkum að truflanir á Vesturlínu fyrir austan þennan tengipunkt koma ekki lengur að sök. Það er því rangt að afhendingaröryggi á Vestfjörðum muni ekki stórbatna með tilkomu Hvalárvirkjunar. Þar að auki gjörbreytir tilkoma þessarra mannvirkja möguleikum á að ná seinna meir raunverulegri hringtengingu um Vestfirði, sem er fjárhagslega óraunhæf án stórrar virkjunar á borð við Hvalárvirkjun.Rammaáætlun Það er svo sannarlega rétt að við Íslendingar framleiðum mikið rafmagn miðað við höfðatölu. Rammaáætlun er hins vegar einmitt tæki til þess að finna út hvað við getum hugsað okkur að virkja og hvað ekki. Hún er þannig einskonar verkfæri til að finna jafnvægi á milli nýtingar og verndar eins og sjá má af þeirri ákvörðun umhverfisráðherra nýlega að miða við rammaáætlun í verndaráætlun sinni. Fleiri stoðir í gjaldeyrisöflun Sem þjóð erum við háð útflutningi til þess að geta á móti flutt inn ýmsar vörur sem við munum aldrei geta framleitt hér á landi. Fyrir örfáum árum höfðum við nær allar okkar gjaldeyristekjur af sjávarútvegi og orkufrekum iðnaði og þá var stöðugt rætt um að fjölga þyrfti þeim stoðum sem gjaldeyrisöflunin hvíldi á. Frá þeim tíma hefur ýmiss iðnaður vaxið mikið og hinn gríðarlegi vöxtur í ferðþjónustu hefur svo gjörbreytt stöðunni til hins betra. Nú má því segja að við séum komin með fjórar sterkar stoðir í gjaldeyrisöfluninni. Ég hefði talið augljóst að þessi fjölbreytni væri mikill styrkur því ef eitthvað eitt eða jafnvel tvennt gæfi eftir þá væri fleira til staðar. Þegar vöxturinn í ferðaþjónustu var sem mestur mátti heyra fólk segja að við skyldum bara losa okkur við þessa stóriðju því við þyrftum ekkert á henni að halda lengur. Þá ættum við líka fullt af ónotuðu rafmagni og þyrftum ekkert að virkja framar. Sem betur fer var ekki hlustað á þessar raddir því þá væri ástandið ekki gæfulegt í dag þegar hægt hefur á í ferðaþjónustunni. Miðaldra spámenn Nú heyrast þær raddir að það sé alveg ómögulegt að selja raforku til gagnavera því þau séu í einhverjum “bitcoin-greftri” sem alls konar álitsgjafar segja að sé tóm vitleysa. Það má vel vera að þessar rafmyntir séu tóm vitleysa en ég man hins vegar vel eftir svona álitsgjöfum sem á sínum tíma sögðu að internetið væri nú bara bóla. Ég held að miðaldra menn eins og ég séu nefnilega ekkert endilega mjög áreiðanlegir framtíðarspámenn, þrátt fyrir að við getum veifað einhverjum fínum háskólagráðum. Svo má ekki gleyma því að megnið af starfsemi gagnavera hér á landi er einmitt vistun á gögnum – eins og nafnið ber með sér og aðeins lítill hluti sem tengist hinu svokallaða bitcoin.Viljum við hærri rafmagnsreikning? Kostnaðurinn við að byggja upp raforkuinnviði Vestfjarða hleypur á mörgum milljörðum ef ekki tugum milljarða. Í skýrslum Landsnets kemur fram að án Hvalárvirkjunar eru ekki taldar markaðslegar forsendur fyrir uppbyggingu á nýju tengivirki og nýju flutningskerfi raforku á vegum Landsnets til og frá Vestfjörðum. Slíkum kostnaði yrði að mæta með hækkun á rafmagnsreikningi heimila og fyrirtækja því Landsneti er óheimilt að leggja í kostnað við uppbyggingu flutningskerfisins nema tekjur komi á móti. Það er alveg gilt sjónarmið að ríkið eigi einfaldlega að kosta slíka uppbyggingu en þá þarf fólk líka að hafa kjark til að segja að það vilji stórhækka rafmagnsreikninginn sinn.Hrokafullt viðhorf til lítilla samfélaga Ég heyri fólk segja að íbúar í Árneshreppi séu svo fáir að aðrir verði að hafa vit fyrir þeim varðandi ákvarðanir um stórar framkvæmdir í þeirra sveitarfélagi. Þetta finnst mér ótrúlega hrokafullt því það er algjört grundvallaratriði að fulltrúar sveitarfélaganna taki ákvarðanir um framkvæmdir í eigin héraði en ekki einhverjir aðrir, svo framarlega að eignaréttur annarra sé virtur. Ég velti því fyrir mér hversu fjölmenn samfélög þurfa þá að vera til að hafa sjálfsákvörðunarrétt. Finnst þessu sama fólki við Vestfirðingar kannski bara vera of fáir til að eiga rétt á sambærilegu raforkuöryggi og langflestir landsmenn búa við? Það sé einfaldlega mikilvægara að varðveita ósnortið landsvæði sem aðrir landsmenn gætu kannski einhvern tímann hugsað sér að skoða?Bætt lífsgæði fyrir alla Íslendinga Ef við Íslendingar viljum halda núverandi lífsgæðum þá þurfum við ekki bara á að viðhalda þeirri gjaldeyrissköpun sem nú er til staðar heldur þurfum við að auka hana stöðugt á næstu árum vegna fólksfjölgunar. Það gerum við ekki með því að fækka þeim tækifærum sem við höfum heldur fjölga þeim. Ef við viljum á sama tíma innleiða orkuskipti í samgöngum þá gerum við það ekki öðruvísi en með því að auka raforkuvinnslu. Í þeim umbreytingum hljótum við að miða við þá orkukosti sem rammáætlun setur í orkunýtingarflokk. Þess vegna snýst Hvalárvirkjun fyrst og fremst um bættan hag alllra landsmanna en ekki bara Vestfirðinga.Jónas Þór Birgisson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun