Innlent

Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu.
Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. Samsett mynd/ Samúel Karl/ Getty
Sjúkraþyrlurnar sem sáust á flugi yfir höfuðborgarsvæðinu síðdegis tengjast heimsókn Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna.

Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, en hann segir að sjúkraþyrlurnar séu í eigu bandaríska hersins en þeim var flogið hingað til lands í vikunni og verða til taks þegar varaforsetinn kemur til landsins 4. september næstkomandi.

Ásgeir segir þá einnig að Landhelgisgæslunni standi til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru hér á landi. Þyrlurnar eru af gerðinni Sirkorsky H-60 og eru sérútbúnar sjúkraþyrlur.

Flugdeild Landhelgisgæslunnar mun koma að öryggisgæslu vegna heimsóknar varaforsetans ásamt séraðgerða- og sprengjueyðingarsviði.

Bandaríska leyniþjónustan komin til landsins

Í frétt sem birtist á mbl.is síðdegis kom fram að hingað til lands væru komnir fulltrúar frá bandarísku leyniþjónustunni (US Secret Service) sem ber ábyrgð á öryggi varaforsetans. Heimildir mbl.is herma að um nokkra tugi einstaklinga sé að ræða. Sömu heimildir herma að leyniþjónustan vinni náið með ríkislögreglustjóra, utanríkisráðuneytinu og sendiráði Bandaríkjanna.

Í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu kom fram að ráðuneytinu væri ekki heimilt að veita upplýsingar um fyrirkomulag gæslu í tengslum við heimsóknina.

Vísir greindi frá því í dag að sprengjuflugvél af gerðinni B-2 Spirit hefði staldrað við á Keflavíkurflugvelli í gær. Vélin flaug frá Fairford, austur af landamærum Wales og Englands í suðri. Eftir að hafa verið í Keflavík í tæpar tvær klukkustundir var vélinni flogið aftur til Fairford.


Tengdar fréttir

Fjarvera Katrínar vekur athygli heimsmiðlanna

Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar hann kemur til Íslands í byrjun september hefur vakið athygli heimsmiðlanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×