Sprengjuflugvél mátaði sig við Keflavíkurflugvöll Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2019 11:25 B-2 Spirit of Mississippi lendir en í bakgrunni má sjá 767 vél United Airlines. Eggert Norðdahl Bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-2 Spirit staldraði við á Keflavíkurflugvelli í gær. Vélin flaug frá Fairford, austur af landamærum Wales og Englands í suðri, en flugið tók um tvær og hálfa klukkustund. Eftir að hafa verið í Keflavík í tæpar tvær klukkustundir var vélinni flogið aftur til Fairford. Vélin sem er nefnd Spirit of Mississippi getur flogið þúsundir mílna án þess að taka eldsneyti en með æfingafluginu í gær er helst verið að framkvæma lendingu á Keflavíkurflugvelli og máta sig við flugvöllinn. Svipað var uppi á teningnum í fyrra þegar B-52 sprengjuflugvél lenti á Keflavíkurflugvöll. Um leið var verið að afhjúpa minnisvarða um að þá voru 75 ár liðin frá því að bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-24D Liberator fórst á Fagradalsfjalli á Reykjanesi þann 3. maí 1943. Eggert Norðdahl flugáhugamaður með meiru var staddur suður með sjó í gær þegar B-2 vélin lenti og náði mögnuðum myndum af vélinni við komuna. Fleiri myndir Eggerts má sjá hér.Glöggir lesendur veita því athygli að á myndinni að ofan má sjá 767 vél United Airlines í bakgrunni. Um er að ræða vél sem bandaríska flugfélagið þurfti að senda til Íslands í stað 757 vélarinnar sem bilaði skömmu eftir brottför frá Keflavíkurflugvelli á mánudag. Má leiða að því líkum að stærri vél hafi verið send vegna fjölda farþega sem þurfti að fljúga með í gær vegna frestunarinnar á mánudag. 21 flugvél af gerðinni B-2 var framleidd á árunum 1987 til 2000. Þær voru hannaðar til að fljúga með kjarnorkuvopn og eiga ekki að sjást á ratsjám. Þremur mun hafa verið flogið frá Bandaríkjunum og til Bretlands á þriðjudag. Þær hafa verið við æfingaflug í gær og þeirra á meðal sú sem lenti í Keflavík. Bandaríkin Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-2 Spirit staldraði við á Keflavíkurflugvelli í gær. Vélin flaug frá Fairford, austur af landamærum Wales og Englands í suðri, en flugið tók um tvær og hálfa klukkustund. Eftir að hafa verið í Keflavík í tæpar tvær klukkustundir var vélinni flogið aftur til Fairford. Vélin sem er nefnd Spirit of Mississippi getur flogið þúsundir mílna án þess að taka eldsneyti en með æfingafluginu í gær er helst verið að framkvæma lendingu á Keflavíkurflugvelli og máta sig við flugvöllinn. Svipað var uppi á teningnum í fyrra þegar B-52 sprengjuflugvél lenti á Keflavíkurflugvöll. Um leið var verið að afhjúpa minnisvarða um að þá voru 75 ár liðin frá því að bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-24D Liberator fórst á Fagradalsfjalli á Reykjanesi þann 3. maí 1943. Eggert Norðdahl flugáhugamaður með meiru var staddur suður með sjó í gær þegar B-2 vélin lenti og náði mögnuðum myndum af vélinni við komuna. Fleiri myndir Eggerts má sjá hér.Glöggir lesendur veita því athygli að á myndinni að ofan má sjá 767 vél United Airlines í bakgrunni. Um er að ræða vél sem bandaríska flugfélagið þurfti að senda til Íslands í stað 757 vélarinnar sem bilaði skömmu eftir brottför frá Keflavíkurflugvelli á mánudag. Má leiða að því líkum að stærri vél hafi verið send vegna fjölda farþega sem þurfti að fljúga með í gær vegna frestunarinnar á mánudag. 21 flugvél af gerðinni B-2 var framleidd á árunum 1987 til 2000. Þær voru hannaðar til að fljúga með kjarnorkuvopn og eiga ekki að sjást á ratsjám. Þremur mun hafa verið flogið frá Bandaríkjunum og til Bretlands á þriðjudag. Þær hafa verið við æfingaflug í gær og þeirra á meðal sú sem lenti í Keflavík.
Bandaríkin Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira