Einkunnir Íslendinga eftir sigurinn á Ungverjum: Elín Metta í sérflokki Íþróttadeild skrifar 29. ágúst 2019 21:28 Elín Metta var besti maður vallarins gegn Ungverjum. vísir/bára Ísland vann 4-1 sigur á Ungverjalandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2021 í kvöld. Þetta var fyrsti keppnisleikur íslenska liðsins undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar. Elín Metta Jensen var í sérflokki á vellinum í kvöld. Valskonan skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Hlín Eiríksdóttir og Dagný Brynjarsdóttir voru einnig á skotskónum. Eftir rólegan fyrri hálfleik skipti íslenska liðið um gír í þeim seinni og vann á endanum öruggan sigur. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Sandra Sigurðardóttir, markvörður 7 Örugg í öllum sínum aðgerðum. Greip vel inn í og varði ágætt skot Zsanetts Jakabfi í seinni hálfleik.Ingibjörg Sigurðardóttir, hægri bakvörður 6 Átti ekki góðan fyrri hálfleik og augljóst að hún var ekki að spila sína kjörstöðu. Sendingar Ingibjargar voru misgóðar og hún var út úr stöðu í jöfnunarmarki. En spilaði mun betur í seinni hálfleik eins og allt íslenska liðið.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Átti góða sendingu á Hallberu í aðdraganda fyrsta marksins. Var óákveðin í marki Ungverja þar sem hún var fór ekki í Fanni Vágó. Fyrir utan það spilaði Glódís eins og hún gerir oftast, svöl með boltann og varðist vel. Var nálægt því að skora í upphafi seinni hálfleiks.Sif Atladóttir, miðvörður 7 Hefði kannski getað gert betur í markinu en var annars pottþétt. Var fljót að skynja hættuna og bægja henni frá og framherjar Ungverjalands komust lítt áleiðis gegn Sif.Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 7 Lagði upp mark Elínar Mettu með frábærri fyrirgjöf. Íslenska liðið fór lítið upp vinstra megin í fyrri hálfleik en Hallbera fékk úr meiru að moða í þeim seinni. Fékk boltann inn fyrir sig í marki Ungverjalands.Hlín Eiríksdóttir, hægri kantmaður 7 Virkaði smá óstyrk í sínum fyrsta keppnisleik með landsliðinu og átti nokkrar slakar fyrirgjafir. En Hlín var rétt kona á réttum stað þegar hún kom Íslandi í 2-1 með sínu þriðja landsliðsmarki. Var tekin út af eftir markið.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Að venju sívinnandi og vann boltann oft. Spilaði aftar en hún hefur oft gert með landsliðinu. Líkt og allir leikmenn Íslands var hún betri í seinni hálfleik en þeim fyrri.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 7 Lét lítið að sér kveða í fyrri hálfleik en átti stóran þátt í viðsnúningi íslenska liðsins. Fór fyrir liðinu í pressu og var venju samkvæmt grjóthörð í návígum. Þegar Sara spilar vel spilar íslenska liðið vel.Agla María Albertsdóttir, vinstri kantmaður 6 Tapaði boltanum í aðdraganda marks gestanna. Átti ágæta spretti og lék eins og allt íslenska liðið betur í seinni hálfleik en þeim fyrri.Dagný Brynjarsdóttir, sóknarmiðjumaður 7 Róleg í fyrri hálfleik en frábær í þeim seinni. Kom sér í færi og hefði hæglega getað skorað fleiri en eitt mark.Elín Metta Jensen, framherji 9 Hennar besti landsleikur fyrir utan leikinn gegn Þýskalandi fyrir tveimur árum. Kom Íslandi yfir með laglegu marki, lagði upp mark Hlínar og skoraði svo fjórða markið í uppbótartíma. Bjó til dauðafæri fyrir Dagnýju og hefði í kjölfarið átt að fá vítaspyrnu. Hreyfanleg, tók góð hlaup, skilaði boltanum vel frá sér og síógnandi.Varamenn:Svava Rós Guðmundsdóttir - (Kom inn á fyrir Hlín á 60. mínútu) 8 Frábær innkoma hjá Svövu. Átti stóran þátt í þriðja markinu og lagði það fjórða upp. Var svo nálægt því að skora sjálf. Gerir tilkall til sætis í byrjunarliðinu þegar Ísland mætir Slóvakíu á mánudaginn.Fanndís Friðriksdóttir - (Kom inn á fyrir Öglu Maríu á 60. mínútu) 7 Líkt og Svava kom Fanndís inn með mikinn kraft. Fór ansi illa með hægri bakvörð Ungverja og komst oft og iðulega í góðar stöður. Fékk dauðafæri en skaut beint á Réka Szőcs í ungverska markinu.Margrét Lára Viðarsdóttir - (Kom inn á fyrir Gunnhildi Yrsu á 73. mínútu) Var mjög ógnandi og komst nokkrum sinnum í ákjósanlegur. Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sjáðu hvernig stelpurnar okkar afgreiddu Ungverja Ísland vann fyrsta mótsleikinn undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar er liðið vann 4-1 sigur á Ungverjum í fyrsta leiknum í undankeppni fyrir EM 2021 sem fer fram á Englandi. 29. ágúst 2019 20:54 Jón Þór: Þetta sýnir bara breiddina í liðinu Skagamaðurinn var glaður í bragði eftir sigur í sínum fyrsta alvöru leik við stjórnvölinn. 29. ágúst 2019 21:11 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 4-1 | Leiðin til Englands hófst með sigri Ísland vann 4-1 sigur á Ungverjalandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2021. 29. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira
Ísland vann 4-1 sigur á Ungverjalandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2021 í kvöld. Þetta var fyrsti keppnisleikur íslenska liðsins undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar. Elín Metta Jensen var í sérflokki á vellinum í kvöld. Valskonan skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Hlín Eiríksdóttir og Dagný Brynjarsdóttir voru einnig á skotskónum. Eftir rólegan fyrri hálfleik skipti íslenska liðið um gír í þeim seinni og vann á endanum öruggan sigur. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Sandra Sigurðardóttir, markvörður 7 Örugg í öllum sínum aðgerðum. Greip vel inn í og varði ágætt skot Zsanetts Jakabfi í seinni hálfleik.Ingibjörg Sigurðardóttir, hægri bakvörður 6 Átti ekki góðan fyrri hálfleik og augljóst að hún var ekki að spila sína kjörstöðu. Sendingar Ingibjargar voru misgóðar og hún var út úr stöðu í jöfnunarmarki. En spilaði mun betur í seinni hálfleik eins og allt íslenska liðið.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Átti góða sendingu á Hallberu í aðdraganda fyrsta marksins. Var óákveðin í marki Ungverja þar sem hún var fór ekki í Fanni Vágó. Fyrir utan það spilaði Glódís eins og hún gerir oftast, svöl með boltann og varðist vel. Var nálægt því að skora í upphafi seinni hálfleiks.Sif Atladóttir, miðvörður 7 Hefði kannski getað gert betur í markinu en var annars pottþétt. Var fljót að skynja hættuna og bægja henni frá og framherjar Ungverjalands komust lítt áleiðis gegn Sif.Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 7 Lagði upp mark Elínar Mettu með frábærri fyrirgjöf. Íslenska liðið fór lítið upp vinstra megin í fyrri hálfleik en Hallbera fékk úr meiru að moða í þeim seinni. Fékk boltann inn fyrir sig í marki Ungverjalands.Hlín Eiríksdóttir, hægri kantmaður 7 Virkaði smá óstyrk í sínum fyrsta keppnisleik með landsliðinu og átti nokkrar slakar fyrirgjafir. En Hlín var rétt kona á réttum stað þegar hún kom Íslandi í 2-1 með sínu þriðja landsliðsmarki. Var tekin út af eftir markið.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Að venju sívinnandi og vann boltann oft. Spilaði aftar en hún hefur oft gert með landsliðinu. Líkt og allir leikmenn Íslands var hún betri í seinni hálfleik en þeim fyrri.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 7 Lét lítið að sér kveða í fyrri hálfleik en átti stóran þátt í viðsnúningi íslenska liðsins. Fór fyrir liðinu í pressu og var venju samkvæmt grjóthörð í návígum. Þegar Sara spilar vel spilar íslenska liðið vel.Agla María Albertsdóttir, vinstri kantmaður 6 Tapaði boltanum í aðdraganda marks gestanna. Átti ágæta spretti og lék eins og allt íslenska liðið betur í seinni hálfleik en þeim fyrri.Dagný Brynjarsdóttir, sóknarmiðjumaður 7 Róleg í fyrri hálfleik en frábær í þeim seinni. Kom sér í færi og hefði hæglega getað skorað fleiri en eitt mark.Elín Metta Jensen, framherji 9 Hennar besti landsleikur fyrir utan leikinn gegn Þýskalandi fyrir tveimur árum. Kom Íslandi yfir með laglegu marki, lagði upp mark Hlínar og skoraði svo fjórða markið í uppbótartíma. Bjó til dauðafæri fyrir Dagnýju og hefði í kjölfarið átt að fá vítaspyrnu. Hreyfanleg, tók góð hlaup, skilaði boltanum vel frá sér og síógnandi.Varamenn:Svava Rós Guðmundsdóttir - (Kom inn á fyrir Hlín á 60. mínútu) 8 Frábær innkoma hjá Svövu. Átti stóran þátt í þriðja markinu og lagði það fjórða upp. Var svo nálægt því að skora sjálf. Gerir tilkall til sætis í byrjunarliðinu þegar Ísland mætir Slóvakíu á mánudaginn.Fanndís Friðriksdóttir - (Kom inn á fyrir Öglu Maríu á 60. mínútu) 7 Líkt og Svava kom Fanndís inn með mikinn kraft. Fór ansi illa með hægri bakvörð Ungverja og komst oft og iðulega í góðar stöður. Fékk dauðafæri en skaut beint á Réka Szőcs í ungverska markinu.Margrét Lára Viðarsdóttir - (Kom inn á fyrir Gunnhildi Yrsu á 73. mínútu) Var mjög ógnandi og komst nokkrum sinnum í ákjósanlegur. Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sjáðu hvernig stelpurnar okkar afgreiddu Ungverja Ísland vann fyrsta mótsleikinn undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar er liðið vann 4-1 sigur á Ungverjum í fyrsta leiknum í undankeppni fyrir EM 2021 sem fer fram á Englandi. 29. ágúst 2019 20:54 Jón Þór: Þetta sýnir bara breiddina í liðinu Skagamaðurinn var glaður í bragði eftir sigur í sínum fyrsta alvöru leik við stjórnvölinn. 29. ágúst 2019 21:11 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 4-1 | Leiðin til Englands hófst með sigri Ísland vann 4-1 sigur á Ungverjalandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2021. 29. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira
Sjáðu hvernig stelpurnar okkar afgreiddu Ungverja Ísland vann fyrsta mótsleikinn undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar er liðið vann 4-1 sigur á Ungverjum í fyrsta leiknum í undankeppni fyrir EM 2021 sem fer fram á Englandi. 29. ágúst 2019 20:54
Jón Þór: Þetta sýnir bara breiddina í liðinu Skagamaðurinn var glaður í bragði eftir sigur í sínum fyrsta alvöru leik við stjórnvölinn. 29. ágúst 2019 21:11
Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 4-1 | Leiðin til Englands hófst með sigri Ísland vann 4-1 sigur á Ungverjalandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2021. 29. ágúst 2019 21:00