Valsmenn eru fyrstu Íslandsmeistararnir í sjö ár sem ná ekki að vinna leik í fyrstu tveimur umferðunum. Þeir þurfa nú að endurskrifa söguna ætli þeir að vinna Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð.
Valsliðið tapaði 1-0 fyrir KA á Akureyri í gær og slapp með 3-3 jafntefli á móti Víkingum á heimavelli í fyrstu umferð. Í viðbót við það þá datt Valsliðið einnig út úr 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Það þarf að fara aftur til ársins 2012 til að finna Íslandsmeistara sem náðu ekki að vinna leik í tveimur fyrstu umferðunum.
KR fékk aðeins eitt stig í fyrstu tveimur umferðunum í titilvörn sinni fyrir sjö árum og sat í 8. sæti deildarinnar með markatöluna 4-5 eftir tvær umferðir. KR-ingar enduðu síðan í fjórða sæti.
Ári áður, sumarið 2011, þá fengu ríkjandi Íslandsmeistarar Breiðabliks ekkert stig í fyrstu tveimur umferðunum og sátu á botni deildarinnar eftir þessar tvær umferðir með markatöluna 3-7. Blikar enduðu í sjötta sætinu í deildinni um haustið 20 stigum á eftir Íslandsmeisturum KR.
Eins og sjá má hér fyrir neðan þá er Valur fjórtánda Íslandsmeistaraliðið sem nær ekki að vinna leik í fyrstu tveimur umferðunum í titilvörn sinni frá því að deildin varð fyrst skipuð tíu liðum árið 1977.
Það vekur vissulega athygli að engir meistarar sem hafa byrjað svona illa hafa staðið uppi sem Íslandsmeistarar um haustið. Það er því ljóst að Valsmenn geta skrifað söguna takist þeim að reka af sér slyðruorðið og vinna titilinn.
Íslandsmeistararlið án sigurs í fyrstu tveimur umferðunum árið eftir:
(Í nútíma fótbolta 1977-2019)
Valur 2019 - ???
KR 2012 - 4. sæti í lok móts
Breiðablik 2011 - 6. sæti
KR 2004 - 6. sæti
ÍA 2002 - 5. sæti
ÍA 1997 - 2. sæti
Fram 1991 - 2. sæti
KA 1990 - 8. sæti
Valur 1988 - 2. sæti
Valur 1986 - 2. sæti
Víkingur 1983 - 7. sæti
ÍBV 1980 - 6. sæti
Valur 1979 - 3. sæti
Valur 1977 - 2. sæti
Íslandsmeistarar hafa ekki byrjað verr í sjö ár og það ætti að þýða eitt
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti


Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti
