Samfylkingarkarlar hámuðu í sig mömmumatinn hjá Meistara Magga Jakob Bjarnar skrifar 29. ágúst 2019 13:42 Samfylkingakallar og þingmenn tóku sér hlé frá karpi um orkupakkann og hámuðu í sig mömmumatinn hjá Meistara Magga. visir/vilhelm Matreiðslumeistarinn Magnús Ingi Magnússon, sem jafnan er kallaður Meistari Maggi eftir að hann gerði garðinn frægan sem sjónvarpskokkur á ÍNN, fékk hóp þingmanna úr röðum Samfylkingarinnar í heimsókn. Hann segir að þeir hafi verið alsælir með þann mömmumat sem hann er með á boðstólum á sínum nýja stað: Matarbarnum. Logi Einarsson birti mynd af hópnum og Magga í miðjunni á Facebook-síðu sinni. Þar getur að líta Loga, Magga og þá Ágúst Ólaf Ágústsson, Guðmund Andra Thorsson og Guðjón S. Brjánsson. Logi lætur fylgja með glettinn texta, „Þegar kettirnir bregða sér frá fá mýsnar sér smá. „Þar sem þingkonur Samfylkingarinnar voru fjarverandi í dag höfðum við kallarnir fullt frelsi um hvar og hvað við borðum!“Má af þessu helst skilja að það teljist forboðnir ávextir að lauma sér í eldhúsið til Magga en sennilega er það heillavænlegra en skunda á Klausturbar. Maggi segir þá, sem og aðra kunna vel að meta þann mömmu- eða heimilismat, sem hann er með á boðstólum. Og Samfylkingarkallar voru ekki matvandi að sögn Magga.Hámuðu í sig lambakjötið „Þeir töluðu við mig um leið og þeir vissu að ég var að opna og hafa verið lengi á leiðinni. „Það eru svo margir sem vilja fá svona mömmumat og heimilismat. Næsta miðvikudag verður saltkjöt sem ég salta sjálfur. En, þeir fengu sér það sem ég er með núna, lambakjöt í berníssósu, súrsætan kjúkling, og blandaða gratíneraða sjávarrétti í osti. Svo var ég með pólska kartöflumauksúpu og indverska karríkókossúpu.Magnús Ingi sá sitt óvænna, tók niður myndina af Trump og bað þjóðina afsökunar. En, Trump var nú samt kosinn. Þetta var heimalagað brauð með þessu og svo fengu þeir heimalagaða eplaköku og kaffi á eftir. Ég þurfti að gefa þeim sítrónusneið á eftir, þeir brostu svo mikið. Og ætluðu sér sannarlega að koma aftur.“ Hallur undir Trump og Miðflokkinn Orðaflaumurinn stendur uppúr kokknum, svo ánægður var hann með þessa heimsókn. En, það koma vöflur á hann þegar hann er spurður hvort þetta séu mennirnir sem hann hafi kosið? „Ég elska alla og sörvera alla.“ Meistari Maggi játar það, eftir að blaðamaður gengur á hann um hans pólitísku skoðanir að hann sé nú heldur hallur undir Trump og Miðflokkinn. Og hann hafi gaman að Boris, þessum þarna á Englandi. Meistari Maggi rifjar upp þegar hann setti upp mynd af Trump á sínum tíma á sínum stað og andskotinn varð laus. „Ég fékk svakalegar bylgjur á móti mér og þurfti að biðja þjóðina afsökunar. Samt var hann kosinn og verður kosinn aftur, það er enginn sem á roð í hann,“ segir Maggi og upplýsir að hann sé helst hrifinn af yfirlýsingaglöðum mönnum. Og ekki var rædd pólitík hjá Magga í dag. „Neinei, en ég sagði þeim að skemmtilegasti þingmaðurinn sem ég hef kynnst um dagana er Össur Skarphéðinsson, stórvinur minn. Hann kom oft til mín að borða, sem ráðherra og með lífverði, flottur karl og skemmtilegur.“ Alþingi Samfylkingin Veitingastaðir Tengdar fréttir Texas-Maggi segir græðgisvæðingu skaða veitingageirann Meistarakokkurinn Maggi opnar nýjan veitingastað við Laugaveg. 8. júlí 2019 11:52 Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira
Matreiðslumeistarinn Magnús Ingi Magnússon, sem jafnan er kallaður Meistari Maggi eftir að hann gerði garðinn frægan sem sjónvarpskokkur á ÍNN, fékk hóp þingmanna úr röðum Samfylkingarinnar í heimsókn. Hann segir að þeir hafi verið alsælir með þann mömmumat sem hann er með á boðstólum á sínum nýja stað: Matarbarnum. Logi Einarsson birti mynd af hópnum og Magga í miðjunni á Facebook-síðu sinni. Þar getur að líta Loga, Magga og þá Ágúst Ólaf Ágústsson, Guðmund Andra Thorsson og Guðjón S. Brjánsson. Logi lætur fylgja með glettinn texta, „Þegar kettirnir bregða sér frá fá mýsnar sér smá. „Þar sem þingkonur Samfylkingarinnar voru fjarverandi í dag höfðum við kallarnir fullt frelsi um hvar og hvað við borðum!“Má af þessu helst skilja að það teljist forboðnir ávextir að lauma sér í eldhúsið til Magga en sennilega er það heillavænlegra en skunda á Klausturbar. Maggi segir þá, sem og aðra kunna vel að meta þann mömmu- eða heimilismat, sem hann er með á boðstólum. Og Samfylkingarkallar voru ekki matvandi að sögn Magga.Hámuðu í sig lambakjötið „Þeir töluðu við mig um leið og þeir vissu að ég var að opna og hafa verið lengi á leiðinni. „Það eru svo margir sem vilja fá svona mömmumat og heimilismat. Næsta miðvikudag verður saltkjöt sem ég salta sjálfur. En, þeir fengu sér það sem ég er með núna, lambakjöt í berníssósu, súrsætan kjúkling, og blandaða gratíneraða sjávarrétti í osti. Svo var ég með pólska kartöflumauksúpu og indverska karríkókossúpu.Magnús Ingi sá sitt óvænna, tók niður myndina af Trump og bað þjóðina afsökunar. En, Trump var nú samt kosinn. Þetta var heimalagað brauð með þessu og svo fengu þeir heimalagaða eplaköku og kaffi á eftir. Ég þurfti að gefa þeim sítrónusneið á eftir, þeir brostu svo mikið. Og ætluðu sér sannarlega að koma aftur.“ Hallur undir Trump og Miðflokkinn Orðaflaumurinn stendur uppúr kokknum, svo ánægður var hann með þessa heimsókn. En, það koma vöflur á hann þegar hann er spurður hvort þetta séu mennirnir sem hann hafi kosið? „Ég elska alla og sörvera alla.“ Meistari Maggi játar það, eftir að blaðamaður gengur á hann um hans pólitísku skoðanir að hann sé nú heldur hallur undir Trump og Miðflokkinn. Og hann hafi gaman að Boris, þessum þarna á Englandi. Meistari Maggi rifjar upp þegar hann setti upp mynd af Trump á sínum tíma á sínum stað og andskotinn varð laus. „Ég fékk svakalegar bylgjur á móti mér og þurfti að biðja þjóðina afsökunar. Samt var hann kosinn og verður kosinn aftur, það er enginn sem á roð í hann,“ segir Maggi og upplýsir að hann sé helst hrifinn af yfirlýsingaglöðum mönnum. Og ekki var rædd pólitík hjá Magga í dag. „Neinei, en ég sagði þeim að skemmtilegasti þingmaðurinn sem ég hef kynnst um dagana er Össur Skarphéðinsson, stórvinur minn. Hann kom oft til mín að borða, sem ráðherra og með lífverði, flottur karl og skemmtilegur.“
Alþingi Samfylkingin Veitingastaðir Tengdar fréttir Texas-Maggi segir græðgisvæðingu skaða veitingageirann Meistarakokkurinn Maggi opnar nýjan veitingastað við Laugaveg. 8. júlí 2019 11:52 Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira
Texas-Maggi segir græðgisvæðingu skaða veitingageirann Meistarakokkurinn Maggi opnar nýjan veitingastað við Laugaveg. 8. júlí 2019 11:52
Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56