Íslenski boltinn

„Held að það sjái það allir að við eigum að geta barist um titla“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hlín Eiríksdóttir, leikmaður Vals, er leikmaður 1. umferðar Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta. Hún skoraði þrjú mörk þegar Valur vann Þór/KA 5-2.

Stórleikur fyrstu umferðarinnar var á Origo-vellinum og þar var það Hlín sem stal stenunni.

„Eru ekki allir í góðu formi þegar mótið er að byrja?“ sagði kokhraust Hlín í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. En hvað ætlar hún að skora mörg mörk í sumar?

„Ég ætla að skora meira en þrjú. Ég vil ekki setja markmið í tölum því mér finnst það ekki hjálpa mér. Mig langar auðvitað að skora meira í fyrra,“ en Hlín gerði þrjú mörk á síðustu leiktíð.

„Það er búið að ganga ótrúlega vel í vetur. Við fórum í geggjaða æfingarferð til Tyrklands og frábær liðsheild hjá okkur. Ég er mjög bjartsýn fyrir tímabilið.“

Valur vann ekkert á síðasta ári en getur Valur unnið einhverja titla á þessari leiktíð?

„Að sjálfsögðu. Ég held að það sjái það allir að við eigum að geta barist um titlanna og við ætlum að gera það,“ en hversu langt mun Hlín ná?

„Langt. Eins langt og ég get. Er það ekki klassískt svar,“ sagði Hlín aðspurð en en er skemmtilegra Val í núna en á þessari leiktíð?

„Já, mér finnst vera betri stemning í hópnum. Þá er skemmtilegra og þegar það gengur vel þá er alltaf gaman,“ sagði þessi ungi framherji að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×