Meghan Markle hertogaynjan af Sussex er komin með hríðir, að því er fram kemur í tilkynningu frá Buckingham-höll. Væntanlegur erfingi Meghan og eiginmanns hennar, Harry Bretaprins, er því loks á leiðinni í heiminn eftir leyndardómsfulla meðgöngu.
Barnið verður hið sjöunda í krúnuröðinni og áttunda barnabarn Elísabetar Bretadrottningar. Það er jafnframt fyrsta barn hertogahjónanna af Sussex en þau tilkynntu um þungunina í október síðastliðnum. Í tilkynningu frá Buckingham-höll segir að Meghan hafi fengið hríðir snemma í morgun með Harry sér við hlið.
Hertogahjónin hafa afar lítið gefið upp um fæðingu barnsins en nú um helgina hafa til að mynda verið fluttar fréttir af því að það væri þegar komið í heiminn. Sú hefur þó bersýnilega ekki verið raunin. Þá vita hertogahjónin ekki hvers kyns barnið er en veðbankar hafa undanfarna daga spáð því að það verði stúlka.
Meghan sást síðast opinberlega þann 19. mars síðastliðinn við minningarathöfn fórnarlamba hryðjuverkanna í Christchurch. Hertogahjónin hafa gefið það út að þau hyggist fagna fæðingu frumburðarins í einrúmi fyrst um sinn. Því má ekki búast við frumsýningu barnsins á sjúkrahúströppum líkt og á fæðingardögum frændsystkina þess, barna hertogahjónanna af Cambridge.
Meghan komin með hríðir og barnið loksins á leiðinni
Tengdar fréttir
Talið að barnið sé þegar fætt
Breskir veðbankar hafa lokað fyrir veðmál um fæðingardag barns Meghan Markle og Harry Bretaprins, hertogahjónanna af Sussex, þar sem talið er að barnið sé þegar fætt.
Hertogahjónin af Sussex opna Instagram aðgang
Hertoginn og hertogaynjan af Sussex hafa stofnað Instagram aðgang til að deila mikilvægum tilkynningum og því sem þau hafa fyrir stafni.
Heimsbyggðin fær ekki að sjá barnið strax
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Buckingham-höll.