Vill skipta ábata hagræðingar milli starfsmanna og félagsins Kristján Már Unnarsson skrifar 6. maí 2019 12:00 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í viðtali eftir fjárfestafundinn í morgun þar sem uppgjörið var kynnt. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Forstjóri Icelandair segir afkomu félagsins á fyrsta ársfjórðungi ekki ásættanlega. Launakostnaður sé hár og leita verði tækifæra til hagræðingar, þar sem ábata yrði skipt milli starfsmanna og félagsins. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ráðamenn Icelandair ræddu afkomuna á fundi með fjárfestum á Loftleiðahótelinu í morgun en félagið tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins, eða sem nemur 74 milljónum króna á dag. Bogi Nils Bogason forstjóri segir að fyrsti fjórðungur ársins sé yfirleitt í tapi hjá Icelandair og mörgum öðrum flugfélögum en aðrir fjórðungar séu sterkari. „Uppgjörið var í takt við væntingar. En við vorum ekki ánægðir með uppgjörið. Það er ekki ásættanlegt og við viljum og þurfum að gera miklu betur og þar verðum við að horfa á alla kostnaðarliði,“ sagði Bogi og var sérstaklega spurður um launakostnað. „Eins og uppgjörið ber með sér þá er launakostnaður í rauninni hár hjá félaginu og þar verðum við að vinna í hlutunum og vinna með okkar starfsfólki.“ -Þýðir það að þið munið hreinlega fara fram á launalækkanir í kjarasamningum? „Ég held að það sé ekki málið. Tækifærin sem við horfum í rauninni á er að finna tækifæri til hagræðingar sem við getum skipt á milli starfsmanna og félagsins. Það er svona það sem við erum að vinna að,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair tapaði 6,7 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppfjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í dag. 3. maí 2019 23:03 Segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg Forstjóri Icelandair segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg en félagið tapaði 6,7 milljörðum. Breytingar á samkeppnisumhverfi og kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla hafi áhrif á stöðuna. Unnið sé að því fullum fetum að bæta reksturinn. 4. maí 2019 14:25 Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. 25. apríl 2019 14:44 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir afkomu félagsins á fyrsta ársfjórðungi ekki ásættanlega. Launakostnaður sé hár og leita verði tækifæra til hagræðingar, þar sem ábata yrði skipt milli starfsmanna og félagsins. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ráðamenn Icelandair ræddu afkomuna á fundi með fjárfestum á Loftleiðahótelinu í morgun en félagið tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins, eða sem nemur 74 milljónum króna á dag. Bogi Nils Bogason forstjóri segir að fyrsti fjórðungur ársins sé yfirleitt í tapi hjá Icelandair og mörgum öðrum flugfélögum en aðrir fjórðungar séu sterkari. „Uppgjörið var í takt við væntingar. En við vorum ekki ánægðir með uppgjörið. Það er ekki ásættanlegt og við viljum og þurfum að gera miklu betur og þar verðum við að horfa á alla kostnaðarliði,“ sagði Bogi og var sérstaklega spurður um launakostnað. „Eins og uppgjörið ber með sér þá er launakostnaður í rauninni hár hjá félaginu og þar verðum við að vinna í hlutunum og vinna með okkar starfsfólki.“ -Þýðir það að þið munið hreinlega fara fram á launalækkanir í kjarasamningum? „Ég held að það sé ekki málið. Tækifærin sem við horfum í rauninni á er að finna tækifæri til hagræðingar sem við getum skipt á milli starfsmanna og félagsins. Það er svona það sem við erum að vinna að,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair tapaði 6,7 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppfjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í dag. 3. maí 2019 23:03 Segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg Forstjóri Icelandair segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg en félagið tapaði 6,7 milljörðum. Breytingar á samkeppnisumhverfi og kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla hafi áhrif á stöðuna. Unnið sé að því fullum fetum að bæta reksturinn. 4. maí 2019 14:25 Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. 25. apríl 2019 14:44 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Icelandair tapaði 6,7 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppfjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í dag. 3. maí 2019 23:03
Segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg Forstjóri Icelandair segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg en félagið tapaði 6,7 milljörðum. Breytingar á samkeppnisumhverfi og kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla hafi áhrif á stöðuna. Unnið sé að því fullum fetum að bæta reksturinn. 4. maí 2019 14:25
Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. 25. apríl 2019 14:44