Þegar fólkið rís upp Þorvaldur Gylfason skrifar 29. ágúst 2019 08:00 Stokkhólmi – Í þessum mánuði eru liðin 30 ár síðan Eistar, Lettar og Litháar tóku höndum saman og mynduðu 600 km langa keðju sem teygði sig yfir öll löndin þrjú frá norðri til suðurs. Keðjuna mynduðu tvær milljónir manna, fjórða hvert mannsbarn í löndunum þrem, til að undirstrika óskir sínar um frelsi undan oki Rússa og endurheimt sjálfstæðis sér til handa. Hálf öld var þá liðin frá griðasamningi Hitlers og Stalíns frá 1939 sem svipt hafði Eystrasaltslöndin þrjú frelsi og sjálfstæði. Annað mikilvægt vopn Eystrasaltsþjóðanna í sjálfstæðisbaráttunni var söngurinn. Þau sungu saman á fundum. Þau þóttust vita að jafnvel Rauði herinn ræðst ekki gegn syngjandi fólki.Örlagaárið 1989 Fleira gerðist þetta örlagaríka ár, 1989. Þegar stúdentar söfnuðust saman á Torgi hins himneska friðar í Beijing til að biðja um aukið lýðræði, þetta var í júní, þá sendi ríkisstjórnin 300.000 hermenn á vettvang til að tvístra stúdentunum með vopnavaldi. Ríkisstjórnin segir að 300 manns hafi látið lífið, en aðrar heimildir segja 3.000 eða þar um bil. Þessir atburðir eru ennþá feimnismál í Kína. Ekkert er um þá sagt í kennslubókum handa börnum og unglingum. Harðlínumenn í Kreml heimtuðu að stjórnin beitti vopnavaldi gagnvart Eystrasaltsríkjunum 1989 eins og hún hafði gert í Berlín 1953, Búdapest 1956 og Prag 1968, en svo fór þó ekki að þessu sinni því nú blésu nýir vindar í Moskvu þar sem Míkhaíl Gorbatsjov var orðinn aðalritari Kommúnistaflokksins. Um svipað leyti tókst 600-700 Austur-Þjóðverjum að flýja landið í gegnum örmjóa glufu á landamærum Austurríkis og Ungverjalands. Þegar Rússar létu sem þeir tækju ekki eftir þessu brast á flótti þúsunda sem varð til þess að ungverska ríkisstjórnin opnaði landamæri sín upp á gátt. Stíflan var brostin. Verklýðsfélaginu Samstöðu hafði þá um vorið tekizt að brjóta einræði pólska kommúnistaflokksins á bak aftur og vann í júní í fyrstu frjálsu kosningum í landinu frá 1928 öll þingsæti, að einu undanskildu, önnur en þau sem flokkurinn hafði tryggt sér í forgjöf. Síðar á árinu var Nicolae Sjáseskú steypt af stóli í Rúmeníu og þau hjónin bæði, hann og Elena, skotin eins og hundar. Árið eftir leiddu frjálsar kosningar í Austur-Þýzkalandi til sameiningar landsins við Vestur-Þýzkaland. Önnur kommúnistalönd í Mið- og Austur-Evrópu tóku sér sjálfstæði eitt af öðru án þess að Kreml fengi rönd við reist. Að loknu misheppnuðu valdaráni nokkurra drukkinna Kremlverja lagði æðstaráð kommúnistaflokksins Sovétríkin formlega niður fyrir árslok 1991. Taflinu var lokið.Lýðræði, lög og réttur Atburðarásin hefði getað orðið önnur: blóðbað og áframhaldandi kúgun og ofbeldi í stað frelsis, friðar og lýðræðisvakningar. En svo fór ekki. Eins og hendi væri veifað fjölgaði lýðræðisríkjum heimsins um rösklega 20, Sovétlýðveldin 15 auk kommúnistalandanna í Mið- og Austur-Evrópu sem gengu öll lýðræði og markaðsbúskap á hönd. Búlgarar, Króatar, Pólverjar, Rúmenar, Tékkar, Slóvakar, Slóvenar og Ungverjar gengu frelsinu fegnir í ESB og Albanar, Norður-Makedónar, Svartfellingar og Serbar búast nú til inngöngu. Til að styrkja umsókn sína um aðild réðust Albanar á eigin spýtur og með erlendri hjálp í rannsókn á dómskerfi landsins með þeim árangri að nær helmingur þeirra dómara og saksóknara sem lentu undir smásjánni hefur látið af störfum m.a. vegna þess að þeir gátu ekki gert grein fyrir eignum sínum. Það er efni í aðra grein. Af Sovétlýðveldunum 15 afréðu aðeins Eystrasaltslöndin þrjú að ganga í ESB. Vonin um innreið lýðræðis, laga og réttar í hin 12 Sovétríkin sálugu rættist ekki þegar á reyndi. Lýðræðiseinkunnin sem Freedom House gefur Eystrasaltslöndunum nú er 8,7 í Lettlandi, 9,1 í Litháen og 9,4 í Eistlandi borið saman við 2,0 í Rússlandi og 3,0 að meðaltali í gömlu Sovétlýðveldunum 12 að Eystrasaltsríkjunum frátöldum. Af þessum 12 ríkjum hafa Georgía, Moldavía og Úkraína þá sérstöðu að Evrópuþingið metur þau reiðubúin til umsóknar um aðild enda eru lýðræðiseinkunnir þeirra á bilinu 5,8 til 6,3, langt fyrir ofan Rússland. Stofnun Bandaríska lögfræðingafélagsins, World Justice Project, gefur æ fleiri löndum einkunnir fyrir dómskerfi og réttarfar með því að leggja mat á m.a. valdmörk og mótvægi við ríkisvald, gegnsæi í andstöðumerkingu við spillingu, virðingu fyrir mannréttindum, framfylgd laga o.fl. Stofnunin gefur Rússlandi og sjö öðrum fv. Sovétlýðveldum að meðaltali einkunnina 5,1 fyrir lög og rétt á móti 8,1 í Eistlandi. Lýðræði, lög og réttur haldast í hendur. Lýðræði á víða undir högg að sækja. Fólkið í Hong Kong (lýðræðiseinkunn 5,9; lög og réttur 7,7) berst nú fyrir lýðræði og réttlæti í borgríkinu sem var brezk nýlenda og naut óskoraðs lýðræðis og mannréttinda til 1996 og býr nú við ógn og yfirgang kommúnistastjórnarinnar í Beijing (lýðræðiseinkunn 1,1; lög og réttur 4,9). Tvær milljónir manna sækja suma útifundina til varnar lýðræðinu. Íbúafjöldi Hong Kong er 7,4 milljónir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Stokkhólmi – Í þessum mánuði eru liðin 30 ár síðan Eistar, Lettar og Litháar tóku höndum saman og mynduðu 600 km langa keðju sem teygði sig yfir öll löndin þrjú frá norðri til suðurs. Keðjuna mynduðu tvær milljónir manna, fjórða hvert mannsbarn í löndunum þrem, til að undirstrika óskir sínar um frelsi undan oki Rússa og endurheimt sjálfstæðis sér til handa. Hálf öld var þá liðin frá griðasamningi Hitlers og Stalíns frá 1939 sem svipt hafði Eystrasaltslöndin þrjú frelsi og sjálfstæði. Annað mikilvægt vopn Eystrasaltsþjóðanna í sjálfstæðisbaráttunni var söngurinn. Þau sungu saman á fundum. Þau þóttust vita að jafnvel Rauði herinn ræðst ekki gegn syngjandi fólki.Örlagaárið 1989 Fleira gerðist þetta örlagaríka ár, 1989. Þegar stúdentar söfnuðust saman á Torgi hins himneska friðar í Beijing til að biðja um aukið lýðræði, þetta var í júní, þá sendi ríkisstjórnin 300.000 hermenn á vettvang til að tvístra stúdentunum með vopnavaldi. Ríkisstjórnin segir að 300 manns hafi látið lífið, en aðrar heimildir segja 3.000 eða þar um bil. Þessir atburðir eru ennþá feimnismál í Kína. Ekkert er um þá sagt í kennslubókum handa börnum og unglingum. Harðlínumenn í Kreml heimtuðu að stjórnin beitti vopnavaldi gagnvart Eystrasaltsríkjunum 1989 eins og hún hafði gert í Berlín 1953, Búdapest 1956 og Prag 1968, en svo fór þó ekki að þessu sinni því nú blésu nýir vindar í Moskvu þar sem Míkhaíl Gorbatsjov var orðinn aðalritari Kommúnistaflokksins. Um svipað leyti tókst 600-700 Austur-Þjóðverjum að flýja landið í gegnum örmjóa glufu á landamærum Austurríkis og Ungverjalands. Þegar Rússar létu sem þeir tækju ekki eftir þessu brast á flótti þúsunda sem varð til þess að ungverska ríkisstjórnin opnaði landamæri sín upp á gátt. Stíflan var brostin. Verklýðsfélaginu Samstöðu hafði þá um vorið tekizt að brjóta einræði pólska kommúnistaflokksins á bak aftur og vann í júní í fyrstu frjálsu kosningum í landinu frá 1928 öll þingsæti, að einu undanskildu, önnur en þau sem flokkurinn hafði tryggt sér í forgjöf. Síðar á árinu var Nicolae Sjáseskú steypt af stóli í Rúmeníu og þau hjónin bæði, hann og Elena, skotin eins og hundar. Árið eftir leiddu frjálsar kosningar í Austur-Þýzkalandi til sameiningar landsins við Vestur-Þýzkaland. Önnur kommúnistalönd í Mið- og Austur-Evrópu tóku sér sjálfstæði eitt af öðru án þess að Kreml fengi rönd við reist. Að loknu misheppnuðu valdaráni nokkurra drukkinna Kremlverja lagði æðstaráð kommúnistaflokksins Sovétríkin formlega niður fyrir árslok 1991. Taflinu var lokið.Lýðræði, lög og réttur Atburðarásin hefði getað orðið önnur: blóðbað og áframhaldandi kúgun og ofbeldi í stað frelsis, friðar og lýðræðisvakningar. En svo fór ekki. Eins og hendi væri veifað fjölgaði lýðræðisríkjum heimsins um rösklega 20, Sovétlýðveldin 15 auk kommúnistalandanna í Mið- og Austur-Evrópu sem gengu öll lýðræði og markaðsbúskap á hönd. Búlgarar, Króatar, Pólverjar, Rúmenar, Tékkar, Slóvakar, Slóvenar og Ungverjar gengu frelsinu fegnir í ESB og Albanar, Norður-Makedónar, Svartfellingar og Serbar búast nú til inngöngu. Til að styrkja umsókn sína um aðild réðust Albanar á eigin spýtur og með erlendri hjálp í rannsókn á dómskerfi landsins með þeim árangri að nær helmingur þeirra dómara og saksóknara sem lentu undir smásjánni hefur látið af störfum m.a. vegna þess að þeir gátu ekki gert grein fyrir eignum sínum. Það er efni í aðra grein. Af Sovétlýðveldunum 15 afréðu aðeins Eystrasaltslöndin þrjú að ganga í ESB. Vonin um innreið lýðræðis, laga og réttar í hin 12 Sovétríkin sálugu rættist ekki þegar á reyndi. Lýðræðiseinkunnin sem Freedom House gefur Eystrasaltslöndunum nú er 8,7 í Lettlandi, 9,1 í Litháen og 9,4 í Eistlandi borið saman við 2,0 í Rússlandi og 3,0 að meðaltali í gömlu Sovétlýðveldunum 12 að Eystrasaltsríkjunum frátöldum. Af þessum 12 ríkjum hafa Georgía, Moldavía og Úkraína þá sérstöðu að Evrópuþingið metur þau reiðubúin til umsóknar um aðild enda eru lýðræðiseinkunnir þeirra á bilinu 5,8 til 6,3, langt fyrir ofan Rússland. Stofnun Bandaríska lögfræðingafélagsins, World Justice Project, gefur æ fleiri löndum einkunnir fyrir dómskerfi og réttarfar með því að leggja mat á m.a. valdmörk og mótvægi við ríkisvald, gegnsæi í andstöðumerkingu við spillingu, virðingu fyrir mannréttindum, framfylgd laga o.fl. Stofnunin gefur Rússlandi og sjö öðrum fv. Sovétlýðveldum að meðaltali einkunnina 5,1 fyrir lög og rétt á móti 8,1 í Eistlandi. Lýðræði, lög og réttur haldast í hendur. Lýðræði á víða undir högg að sækja. Fólkið í Hong Kong (lýðræðiseinkunn 5,9; lög og réttur 7,7) berst nú fyrir lýðræði og réttlæti í borgríkinu sem var brezk nýlenda og naut óskoraðs lýðræðis og mannréttinda til 1996 og býr nú við ógn og yfirgang kommúnistastjórnarinnar í Beijing (lýðræðiseinkunn 1,1; lög og réttur 4,9). Tvær milljónir manna sækja suma útifundina til varnar lýðræðinu. Íbúafjöldi Hong Kong er 7,4 milljónir.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar