Framtíð áratugalangs samstarfs Icelandair og Boeing ræðst í haust Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2019 13:45 Boeing 737 MAX 8 vél í flota Icelandair. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Icelandair vinnur nú að því að endurskoða langtímaflugflotastefnu félagsins og til greina kemur að taka Airbus-vélar inn í flugflota félagsins. Forstjóri félagsins segir að forsvarsmenn Icelandair treysti hins vegar Boeing MAX-vélunum og lagði hann áherslu á áratuga samstarf Icelandair og Boeing á fjárfestakynningu fyrr í dag.Í kynningu sem gefin var út samhliða árshlutauppgjöri á föstudaginn var greint frá þessari endurskoðun langtímaflugflotastefnu félagsins. Þar voru settar upp þrjár sviðsmyndir sem fólu í sér það að halda óbreyttri flotastefnu og halda sig alfarið við Boeing vélar, taka inn Airbus A321NEO flugvélar og reka þær samhliða Boeing 737 MAX-vélun og í þriðja lagi að hraða endurnýjun flugflotans og fara alfarið yfir í Airbus-vélar.„Markmið er að klára þessa vinnu síðar á þessu ári,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair á fjárfestakynningu fyrr í dag.Langtímaflotastefna Icelandair eins og hún lítur út í dag.Mynd/Icelandair.Icelandair ávallt notast við Boeing Aðilar innan fluggeirans sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja ljóst að Icelandair myndi ekki setja viðlíka upplýsingar í loftið án þess að baki væri full alvara. Ljóst er að Airbus-vélar kæmu inn í flotann væri um mikla breytingu að ræða fyrir félagið sem hefur notast við Boeing-vélar frá upphafi. Á fjárfestakynningunni í morgun sagði Bogi að viðræður stæðu yfir við bæði Boeing og Airbus. Þeir sem fréttastofa hefur rætt við eru sammála um það að möguleikar eitt og þrjú séu líklegastir enda geti það bæði verið dýrt og flókið að reka flugvélar frá tveimur mismunandi framleiðendum. Möguleiki tvö gæti þó komið til greina, ekki síst ef Icelandair vilji staðsetja sig þannig að geta valið úr á milli þess að fara aftur alfarið í Boeing-vélar eða skipta alveg yfir í Airbus-vélar, allt eftir því hvernig framboð á flugvélum frá framleiðendunum þróast.Í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagði Bogi Nils að launakostnaður væri hár og leita þyrfti leiða til hagræðingar. Hefur hann áður sagt að mikilvægt sé að félagið fái meira út úr starfsmönnum sínum.Þeir sem fréttastofa hafa rætt við eru sammála um það að Airbus geti verið álitlegur kostur fyrir Icelandair þar sem auðveldara sé í mörgum tilvikum fyrir flugmenn að færa sig á milli flugvéla frá Airbus en á milli flugvéla Boeing. Þá séu í pípunum eða nú þegar komnar á markað langdrægari týpur af A321 og því mögulegt fyrir Icelandair, velji þeir Airbus, að vera með eina yfirtegund af flugvél sem geti þjónað öllum flugleiðum í leiðakerfi félagsins. Af því væri töluvert rekstrarhagkvæmi.Ekki er staðfest hvenær Boeing 737 vélarnar verða teknar aftur í notkun.Vísir/VilhelmBera fullt traust til MAX-vélanna Á fjárfestakynningunni kom fram í máli Boga að forsvarsmenn Icelandair bæru fullt traust til MAX-vélanna sem verið hafa í flugbanni um töluvert skeið eftir tvö mannskæð flugslys. Kom fram á fundinum að búist væri við því að flugbanninni yrði aflétt fyrir 15. júlí. Var Bogi þó meðal annars spurður að því hvort félagið gæti losað sig undan samningum um kaupum á fleiri MAX-vélum sem félagið er bundið af. Í svari sínu lagði Bogi áherslu á áratugalangt samstarf Boeing og Icelandair.„Við höfum ennþá trú á MAX-vélinni og teljum að hún muni reyndast Icelandair mjög vel í framtíðinni. Ef að niðurstaðan verður að fara út úr þessum samningum og taka til dæmis ekki við þessum fimm vélum sem við erum með í pöntunum á næstar og árið eftir þá er það í rauninni bara samningaatriði og lögfræðiatriði sem við færum yfir með Boeing sem við erum búin að vinna með í tugi ára,“ sagði Bogi.Icelandair hefur jafnframt hafið viðræður við Boeing um greiðslu á skaðabótum vegna taps sem félagið hefur orðið fyrir og mum verða fyrir af völdum flugbanns MAX-vélanna. Sá kostnaður er metinn nú þegar á þrjár milljónir dollara, um 360 milljónir króna. Reiknað er með að hann fari vaxandi. Airbus Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair tapaði 6,7 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppfjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í dag. 3. maí 2019 23:03 Boeing vissi af vandanum fyrir flugslysin mannskæðu Verkfræðingar Boeing uppgötvuðu að viðvörunarmerki sem hefði getað hjálpað flugmönnum tveggja flugvéla sem fórust væri ekki virkt í öllum vélum áður en sú fyrri hrapaði í Indónesíu í október. 6. maí 2019 12:13 Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. 25. apríl 2019 14:44 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Icelandair vinnur nú að því að endurskoða langtímaflugflotastefnu félagsins og til greina kemur að taka Airbus-vélar inn í flugflota félagsins. Forstjóri félagsins segir að forsvarsmenn Icelandair treysti hins vegar Boeing MAX-vélunum og lagði hann áherslu á áratuga samstarf Icelandair og Boeing á fjárfestakynningu fyrr í dag.Í kynningu sem gefin var út samhliða árshlutauppgjöri á föstudaginn var greint frá þessari endurskoðun langtímaflugflotastefnu félagsins. Þar voru settar upp þrjár sviðsmyndir sem fólu í sér það að halda óbreyttri flotastefnu og halda sig alfarið við Boeing vélar, taka inn Airbus A321NEO flugvélar og reka þær samhliða Boeing 737 MAX-vélun og í þriðja lagi að hraða endurnýjun flugflotans og fara alfarið yfir í Airbus-vélar.„Markmið er að klára þessa vinnu síðar á þessu ári,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair á fjárfestakynningu fyrr í dag.Langtímaflotastefna Icelandair eins og hún lítur út í dag.Mynd/Icelandair.Icelandair ávallt notast við Boeing Aðilar innan fluggeirans sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja ljóst að Icelandair myndi ekki setja viðlíka upplýsingar í loftið án þess að baki væri full alvara. Ljóst er að Airbus-vélar kæmu inn í flotann væri um mikla breytingu að ræða fyrir félagið sem hefur notast við Boeing-vélar frá upphafi. Á fjárfestakynningunni í morgun sagði Bogi að viðræður stæðu yfir við bæði Boeing og Airbus. Þeir sem fréttastofa hefur rætt við eru sammála um það að möguleikar eitt og þrjú séu líklegastir enda geti það bæði verið dýrt og flókið að reka flugvélar frá tveimur mismunandi framleiðendum. Möguleiki tvö gæti þó komið til greina, ekki síst ef Icelandair vilji staðsetja sig þannig að geta valið úr á milli þess að fara aftur alfarið í Boeing-vélar eða skipta alveg yfir í Airbus-vélar, allt eftir því hvernig framboð á flugvélum frá framleiðendunum þróast.Í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagði Bogi Nils að launakostnaður væri hár og leita þyrfti leiða til hagræðingar. Hefur hann áður sagt að mikilvægt sé að félagið fái meira út úr starfsmönnum sínum.Þeir sem fréttastofa hafa rætt við eru sammála um það að Airbus geti verið álitlegur kostur fyrir Icelandair þar sem auðveldara sé í mörgum tilvikum fyrir flugmenn að færa sig á milli flugvéla frá Airbus en á milli flugvéla Boeing. Þá séu í pípunum eða nú þegar komnar á markað langdrægari týpur af A321 og því mögulegt fyrir Icelandair, velji þeir Airbus, að vera með eina yfirtegund af flugvél sem geti þjónað öllum flugleiðum í leiðakerfi félagsins. Af því væri töluvert rekstrarhagkvæmi.Ekki er staðfest hvenær Boeing 737 vélarnar verða teknar aftur í notkun.Vísir/VilhelmBera fullt traust til MAX-vélanna Á fjárfestakynningunni kom fram í máli Boga að forsvarsmenn Icelandair bæru fullt traust til MAX-vélanna sem verið hafa í flugbanni um töluvert skeið eftir tvö mannskæð flugslys. Kom fram á fundinum að búist væri við því að flugbanninni yrði aflétt fyrir 15. júlí. Var Bogi þó meðal annars spurður að því hvort félagið gæti losað sig undan samningum um kaupum á fleiri MAX-vélum sem félagið er bundið af. Í svari sínu lagði Bogi áherslu á áratugalangt samstarf Boeing og Icelandair.„Við höfum ennþá trú á MAX-vélinni og teljum að hún muni reyndast Icelandair mjög vel í framtíðinni. Ef að niðurstaðan verður að fara út úr þessum samningum og taka til dæmis ekki við þessum fimm vélum sem við erum með í pöntunum á næstar og árið eftir þá er það í rauninni bara samningaatriði og lögfræðiatriði sem við færum yfir með Boeing sem við erum búin að vinna með í tugi ára,“ sagði Bogi.Icelandair hefur jafnframt hafið viðræður við Boeing um greiðslu á skaðabótum vegna taps sem félagið hefur orðið fyrir og mum verða fyrir af völdum flugbanns MAX-vélanna. Sá kostnaður er metinn nú þegar á þrjár milljónir dollara, um 360 milljónir króna. Reiknað er með að hann fari vaxandi.
Airbus Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair tapaði 6,7 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppfjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í dag. 3. maí 2019 23:03 Boeing vissi af vandanum fyrir flugslysin mannskæðu Verkfræðingar Boeing uppgötvuðu að viðvörunarmerki sem hefði getað hjálpað flugmönnum tveggja flugvéla sem fórust væri ekki virkt í öllum vélum áður en sú fyrri hrapaði í Indónesíu í október. 6. maí 2019 12:13 Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. 25. apríl 2019 14:44 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Icelandair tapaði 6,7 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppfjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í dag. 3. maí 2019 23:03
Boeing vissi af vandanum fyrir flugslysin mannskæðu Verkfræðingar Boeing uppgötvuðu að viðvörunarmerki sem hefði getað hjálpað flugmönnum tveggja flugvéla sem fórust væri ekki virkt í öllum vélum áður en sú fyrri hrapaði í Indónesíu í október. 6. maí 2019 12:13
Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. 25. apríl 2019 14:44