Áfrýjun blaðamanna í Mjanmar hafnað 11. janúar 2019 14:45 Kyaw Soe Oo og Wa Lone. AP/Thein Zaw Dómstóll í Mjanmar, eða Búrma, hefur hafnað áfrýjun tveggja blaðamanna Reuters sem voru dæmdir fyrir njósnir í fyrra. Þeir Wa Lone og Kyaw Soo Oo voru dæmdir í sjö ára fangelsi en sá dómur var fordæmdur víða um heim. Blaðamennirnir höfðu opinberað fjöldamorð öryggissveita Mjanmar þar sem tíu meðlimir Rohingjafólksins voru myrtir árið 2017. Það eru einu morðin sem yfirvöld ríkisins hafa viðurkennt þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar og fleiri segir yfirvöld í Mjanmar hafa framið þjóðarmorð. Þeir Wa og Kyaw voru með opinber skjöl í fórum sínum þegar þeir voru handteknir. Þeir segja hins vegar að lögregluþjónar hafi látið þá fá skjölin og telja að þeir hafi fallið í gildru. Þá voru þeir að rannsaka fjöldamorð á Rohingjafólki en hundrað þúsundir þeirra flúðu Mjanmar vegna ofbeldis öryggissveita og vopnaðra hópa heimamanna. Ritstjóri Reuters, Stephen J. Adler, segir niðurstöðuna til marks um óréttlætið gagnvart þeim Wa og Kyaw. Hann sagði þá vera á bak við lás og slá vegna þess að valdamenn í Mjanmar vildu þagga niður sannleikann.Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt til að hershöfðingjar Mjanmar verði rannsakaðir vegna ásakana um þjóðarmorð.Sjá einnig: Her Búrma segist saklausSamkvæmt frétt BBC sagði dómari málinu að refsing blaðamannanna væri réttmæt. Þeir þurfa nú að áfrýja til Hæstaréttar Mjanmar en það ferli gæti tekið um sex mánuði. Rohingjafólkið hefur búið í Mjanmar um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og búa langflestir þeirra í Rakhine héraði í vesturhluta Mjanmar en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa landsins eru búddistar. Rannsókn blaðamannanna var kláruð af samstarfsmönnum þeirra hjá Reuters og þykir hún framúrskarandi. Greinin ber heitið Fjöldamorð í Mjanmar og má finna hana hér.Þar má finna vitnisburð fjölda fólks sem sagði öryggissveitir og heimamenn hafa brennt heilu þorpin, myrt fjölda manna og nauðgað konum. Að endingu viðurkenndi ríkisstjórn Mjanmar að umrætt fjöldamorð hefði átt sér stað og dæmdi fjóra hermenn til tíu ára þrælkunarvinnu. Asía Mjanmar Tengdar fréttir Vilja sækja hershöfðingja Mjanmar til saka fyrir þjóðarmorð Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er hvattur til að taka málið til skoðunar. 27. ágúst 2018 18:48 Fordæma fangelsun blaðamanna Samtök bæði lögfræðinga og blaðamanna í Mjanmar afhentu Win Myint, forseta ríkisins, bréf í gær þar sem lýst var áhyggjum af sakfellingu og fangelsun tveggja blaðamanna Reuters. 24. nóvember 2018 11:00 Búrmískir hermenn dæmdir í fangelsi fyrir morð á róhingjum Stutt er síðan stjórnarher Búrma viðurkenndi fyrst að hermenn hans hefðu tekið þátt í morðum á þjóðernisminnihlutanum. 11. apríl 2018 11:28 Aung San Suu Kyi svipt æðsta heiðri Amnesty International Stjórnvöld í Mjanmar hafa verið gagnrýnd vegna ofsókna gegn Róhingja múslima í landinu. Leiðtogi Mjanmar Aung San Suu Kyi hefur nú verið svipt æðsta heiðri sem Amnesty International veitir. 12. nóvember 2018 23:20 Þjóðarmorð á Róhingjum í Mjanmar Mjanmarskir herforingjar voru í vikunni sakaðir um þjóðarmorð. Sagðir hafa brennt Róhingja inni í húsum þeirra og tekið af lífi í hrönnum. Mjanmarska ríkið neitar sök og fyrrverandi friðarverðlaunahafinn sem leiðir ríkisstjórnina hefur sagt um falsfréttir að ræða. 1. september 2018 07:15 Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00 Evrópusambandið íhugar refsiaðgerðir gegn Búrma vegna ofsókna gegn róhingjum Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um tilraunir stjórnarhers Búrma til að þurrka út þjóðarbrotið er tilefni þess að framkvæmdastjórn ESB skoðar að beita landið viðskiptaþvingunum. 3. október 2018 17:51 Stofnandi Twitter gagnrýndur fyrir tíst um Mjanmar Stofnandi og framkvæmdastjóri samfélagsmiðilsins Twitter, Jack Dorsey, hefur legið undir gagnrýni eftir að hann dásamaði Asíuríkið Mjanmar í twitter-þræði í gær 9. desember 2018 16:33 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Dómstóll í Mjanmar, eða Búrma, hefur hafnað áfrýjun tveggja blaðamanna Reuters sem voru dæmdir fyrir njósnir í fyrra. Þeir Wa Lone og Kyaw Soo Oo voru dæmdir í sjö ára fangelsi en sá dómur var fordæmdur víða um heim. Blaðamennirnir höfðu opinberað fjöldamorð öryggissveita Mjanmar þar sem tíu meðlimir Rohingjafólksins voru myrtir árið 2017. Það eru einu morðin sem yfirvöld ríkisins hafa viðurkennt þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar og fleiri segir yfirvöld í Mjanmar hafa framið þjóðarmorð. Þeir Wa og Kyaw voru með opinber skjöl í fórum sínum þegar þeir voru handteknir. Þeir segja hins vegar að lögregluþjónar hafi látið þá fá skjölin og telja að þeir hafi fallið í gildru. Þá voru þeir að rannsaka fjöldamorð á Rohingjafólki en hundrað þúsundir þeirra flúðu Mjanmar vegna ofbeldis öryggissveita og vopnaðra hópa heimamanna. Ritstjóri Reuters, Stephen J. Adler, segir niðurstöðuna til marks um óréttlætið gagnvart þeim Wa og Kyaw. Hann sagði þá vera á bak við lás og slá vegna þess að valdamenn í Mjanmar vildu þagga niður sannleikann.Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt til að hershöfðingjar Mjanmar verði rannsakaðir vegna ásakana um þjóðarmorð.Sjá einnig: Her Búrma segist saklausSamkvæmt frétt BBC sagði dómari málinu að refsing blaðamannanna væri réttmæt. Þeir þurfa nú að áfrýja til Hæstaréttar Mjanmar en það ferli gæti tekið um sex mánuði. Rohingjafólkið hefur búið í Mjanmar um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og búa langflestir þeirra í Rakhine héraði í vesturhluta Mjanmar en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa landsins eru búddistar. Rannsókn blaðamannanna var kláruð af samstarfsmönnum þeirra hjá Reuters og þykir hún framúrskarandi. Greinin ber heitið Fjöldamorð í Mjanmar og má finna hana hér.Þar má finna vitnisburð fjölda fólks sem sagði öryggissveitir og heimamenn hafa brennt heilu þorpin, myrt fjölda manna og nauðgað konum. Að endingu viðurkenndi ríkisstjórn Mjanmar að umrætt fjöldamorð hefði átt sér stað og dæmdi fjóra hermenn til tíu ára þrælkunarvinnu.
Asía Mjanmar Tengdar fréttir Vilja sækja hershöfðingja Mjanmar til saka fyrir þjóðarmorð Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er hvattur til að taka málið til skoðunar. 27. ágúst 2018 18:48 Fordæma fangelsun blaðamanna Samtök bæði lögfræðinga og blaðamanna í Mjanmar afhentu Win Myint, forseta ríkisins, bréf í gær þar sem lýst var áhyggjum af sakfellingu og fangelsun tveggja blaðamanna Reuters. 24. nóvember 2018 11:00 Búrmískir hermenn dæmdir í fangelsi fyrir morð á róhingjum Stutt er síðan stjórnarher Búrma viðurkenndi fyrst að hermenn hans hefðu tekið þátt í morðum á þjóðernisminnihlutanum. 11. apríl 2018 11:28 Aung San Suu Kyi svipt æðsta heiðri Amnesty International Stjórnvöld í Mjanmar hafa verið gagnrýnd vegna ofsókna gegn Róhingja múslima í landinu. Leiðtogi Mjanmar Aung San Suu Kyi hefur nú verið svipt æðsta heiðri sem Amnesty International veitir. 12. nóvember 2018 23:20 Þjóðarmorð á Róhingjum í Mjanmar Mjanmarskir herforingjar voru í vikunni sakaðir um þjóðarmorð. Sagðir hafa brennt Róhingja inni í húsum þeirra og tekið af lífi í hrönnum. Mjanmarska ríkið neitar sök og fyrrverandi friðarverðlaunahafinn sem leiðir ríkisstjórnina hefur sagt um falsfréttir að ræða. 1. september 2018 07:15 Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00 Evrópusambandið íhugar refsiaðgerðir gegn Búrma vegna ofsókna gegn róhingjum Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um tilraunir stjórnarhers Búrma til að þurrka út þjóðarbrotið er tilefni þess að framkvæmdastjórn ESB skoðar að beita landið viðskiptaþvingunum. 3. október 2018 17:51 Stofnandi Twitter gagnrýndur fyrir tíst um Mjanmar Stofnandi og framkvæmdastjóri samfélagsmiðilsins Twitter, Jack Dorsey, hefur legið undir gagnrýni eftir að hann dásamaði Asíuríkið Mjanmar í twitter-þræði í gær 9. desember 2018 16:33 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Vilja sækja hershöfðingja Mjanmar til saka fyrir þjóðarmorð Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er hvattur til að taka málið til skoðunar. 27. ágúst 2018 18:48
Fordæma fangelsun blaðamanna Samtök bæði lögfræðinga og blaðamanna í Mjanmar afhentu Win Myint, forseta ríkisins, bréf í gær þar sem lýst var áhyggjum af sakfellingu og fangelsun tveggja blaðamanna Reuters. 24. nóvember 2018 11:00
Búrmískir hermenn dæmdir í fangelsi fyrir morð á róhingjum Stutt er síðan stjórnarher Búrma viðurkenndi fyrst að hermenn hans hefðu tekið þátt í morðum á þjóðernisminnihlutanum. 11. apríl 2018 11:28
Aung San Suu Kyi svipt æðsta heiðri Amnesty International Stjórnvöld í Mjanmar hafa verið gagnrýnd vegna ofsókna gegn Róhingja múslima í landinu. Leiðtogi Mjanmar Aung San Suu Kyi hefur nú verið svipt æðsta heiðri sem Amnesty International veitir. 12. nóvember 2018 23:20
Þjóðarmorð á Róhingjum í Mjanmar Mjanmarskir herforingjar voru í vikunni sakaðir um þjóðarmorð. Sagðir hafa brennt Róhingja inni í húsum þeirra og tekið af lífi í hrönnum. Mjanmarska ríkið neitar sök og fyrrverandi friðarverðlaunahafinn sem leiðir ríkisstjórnina hefur sagt um falsfréttir að ræða. 1. september 2018 07:15
Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00
Evrópusambandið íhugar refsiaðgerðir gegn Búrma vegna ofsókna gegn róhingjum Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um tilraunir stjórnarhers Búrma til að þurrka út þjóðarbrotið er tilefni þess að framkvæmdastjórn ESB skoðar að beita landið viðskiptaþvingunum. 3. október 2018 17:51
Stofnandi Twitter gagnrýndur fyrir tíst um Mjanmar Stofnandi og framkvæmdastjóri samfélagsmiðilsins Twitter, Jack Dorsey, hefur legið undir gagnrýni eftir að hann dásamaði Asíuríkið Mjanmar í twitter-þræði í gær 9. desember 2018 16:33