Segir að Kristján geti gert Svía að heimsmeisturum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2019 14:30 Magnus Andersson og Kristján Andrésson. Vísir/Samsett/EPA Kristján Andrésson er á mættur á HM í handbolta með sænska landsliðið og ein af sænsku goðsögunum á gullaldartíma sænska landsliðsins segir að Svíar séu með eitt sigurstranglegasta liðið á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. Magnus Andersson vann á árum áður tvo heimsmeistaratitla með sænska handboltalandsliðinu, var valinn besti leikmaður HM 1993 og var um tíma orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna hjá Íslandi. Andersson hefur mikla trú á sænska landsliðinu á HM í ár og telur að Kristján Andrésson geti gert Svía að heimsmeisturum. Svíar hafa ekki orðið heimsmeistarar síðan að Magnus sjálfur lék með liðinu fyrir tuttugu árum síðan. „Sænska landsliðið er sigurstranglegt á þessu HM ásamt nokkrum öðrum þjóðum,“ sagði Magnus Andersson í viðtali við Expressen. Svíar spila sinn fyrsta leik á móti Egyptum í kvöld. „Sænska liðið hefur heillað mig á síðustu stórmótum, bæði á EM og á HM. Nú eru Kim Ekdahl Du Rietz og Kim Andersson komnir aftur inn í liðið og liðið lítur ótrúlega vel út. Það ætti að vera gaman að fylgjast með þeim. Svíar eru með sitt besta lið í mörg ár,“ sagði Magnus Andersson.Experterna: Så går det för Sverige i VM https://t.co/UeVq42F5BE — Sportbladet (@sportbladet) January 10, 2019Undir stjórn Kristjáns Andréssonar þá urðu Svíar í sjötta sæti á síðasta HM (2017) og komust síðan alla leið í úrslitaleikinn á Evrópumótinu fyrir ári síðan. „Það eru auðvitað mótherjar á þessu móti og leikir geta ráðist á stöngin inn eða stöngin út,“ sagði Andersson. „Danir eru hættulegir ef þeir ráða við pressuna að spila á heimavelli. Það er aldrei hægt að afskrifa Frakka þótt þeir spili án Karabatic. Svo höfum við Spán, Þýskaland og Króatíu. Norðmenn komu síðan mikið á óvart á síðasta stórmóti,“ sagði Andersson. „Við erum með frábæra vörn, öfluga markverði og góð hraðaupphlaup. Við getum líka spilað hraðan boltan svo hraðan oft að manni næstum svimar,“ sagði Andersson í léttum tón. Magnus Andersson lék með sænska landsliðinu til fjölda ára og skoraði 922 mörk í 307 leikjum. Hann var sex gullverðlaun á stórmótum, tvenn á HM (1990 og 1999) og fern á EM (1994, 19978, 2000 og 2002). Hann fékk líka silfurverðlaun á þrennum Ólympíuleikum eða 1992, 1996 og 2000. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Kristján Andrésson er á mættur á HM í handbolta með sænska landsliðið og ein af sænsku goðsögunum á gullaldartíma sænska landsliðsins segir að Svíar séu með eitt sigurstranglegasta liðið á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. Magnus Andersson vann á árum áður tvo heimsmeistaratitla með sænska handboltalandsliðinu, var valinn besti leikmaður HM 1993 og var um tíma orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna hjá Íslandi. Andersson hefur mikla trú á sænska landsliðinu á HM í ár og telur að Kristján Andrésson geti gert Svía að heimsmeisturum. Svíar hafa ekki orðið heimsmeistarar síðan að Magnus sjálfur lék með liðinu fyrir tuttugu árum síðan. „Sænska landsliðið er sigurstranglegt á þessu HM ásamt nokkrum öðrum þjóðum,“ sagði Magnus Andersson í viðtali við Expressen. Svíar spila sinn fyrsta leik á móti Egyptum í kvöld. „Sænska liðið hefur heillað mig á síðustu stórmótum, bæði á EM og á HM. Nú eru Kim Ekdahl Du Rietz og Kim Andersson komnir aftur inn í liðið og liðið lítur ótrúlega vel út. Það ætti að vera gaman að fylgjast með þeim. Svíar eru með sitt besta lið í mörg ár,“ sagði Magnus Andersson.Experterna: Så går det för Sverige i VM https://t.co/UeVq42F5BE — Sportbladet (@sportbladet) January 10, 2019Undir stjórn Kristjáns Andréssonar þá urðu Svíar í sjötta sæti á síðasta HM (2017) og komust síðan alla leið í úrslitaleikinn á Evrópumótinu fyrir ári síðan. „Það eru auðvitað mótherjar á þessu móti og leikir geta ráðist á stöngin inn eða stöngin út,“ sagði Andersson. „Danir eru hættulegir ef þeir ráða við pressuna að spila á heimavelli. Það er aldrei hægt að afskrifa Frakka þótt þeir spili án Karabatic. Svo höfum við Spán, Þýskaland og Króatíu. Norðmenn komu síðan mikið á óvart á síðasta stórmóti,“ sagði Andersson. „Við erum með frábæra vörn, öfluga markverði og góð hraðaupphlaup. Við getum líka spilað hraðan boltan svo hraðan oft að manni næstum svimar,“ sagði Andersson í léttum tón. Magnus Andersson lék með sænska landsliðinu til fjölda ára og skoraði 922 mörk í 307 leikjum. Hann var sex gullverðlaun á stórmótum, tvenn á HM (1990 og 1999) og fern á EM (1994, 19978, 2000 og 2002). Hann fékk líka silfurverðlaun á þrennum Ólympíuleikum eða 1992, 1996 og 2000.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira