Elísabet Ýr sýknuð í meiðyrðamáli Bjarna Hilmars Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2019 13:36 Bjarni Hilmar Jónsson stefndi Elísabetu Ýr fyrir það sem hann taldi ærumeiðandi ummæi. Héraðsdómari var ekki á sama máli. visir/hanna Elísabet Ýr Atladóttir var á þriðjudaginn sýknuð af öllum kröfum Bjarna Hilmars Jónssonar sem stefndi henni fyrir meyðyrði. Bjarni krafðist þess að nokkur ummæli Elísabetar á bloggsíðu hennar yrðu dæmd dauð og ómerk. Á þetta féllst Héraðsdómur Reykjavíkur ekki og hafnaði í öllum tilvikum kröfu Bjarna um ómerkingu. Stundin greinir frá en dómurinn hefur ekki verið birtur á vefsíðu héraðsdóms. Forsaga málsins er viðtal sem Bjarni Hilmar fór í á Vísi í febrúar í fyrra. Tilefnið var skaðabótamáls hans á hendur ríkinu vegna ólögmætrar handtöku í kjölfar sjálfsvígs eiginkonu hans frá Kenía. Bjarni fékk 900 þúsund krónur í bætur en hafði farið fram á rúmar fjórar milljónir. Í kjölfar viðtalsins skrifaði Elísabet Ýr pistil á bloggsíðu sína og gerði ýmsar athugasemdir við viðtalið. Úr varð að Bjarni stefndi Elísabetu fyrir nokkur ummæli, þar á meðal þessi:„En í staðinn fáum við helvíti fína innsýn í hvernig Bjarni Hilmar sá eiginkonu sína líklega frekar sem gluggaskraut sem varð aðeins of mikið vesen á endanum.“„…meint sjálfsvíg tókst…“„…ég kemst ekki hjá því að spyrja hvort honum hafi ekki verið drullusama um hana.“„…alein með manni sem virtist aldrei hafa gert minnstu tilraun til að kynnast henni.“Þá var fyrirsögnin á pistli Elísabetar afskræming á fyrirsögn viðtalsins við Bjarna sem var „Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína sem fyrirfór sér“. Tók Elísabet orðin þrjú aftan af fyrirsögninni svo eftir stóð: „Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína“. Stefndi Bjarni Hilmar henni meðal annars fyrir það. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að þótt skrif Elísabet fælu í sér afar neikvæða umfjöllun og fallast mætti á að pistillinn væri ósmekklegur yrði að játa henni rýmra frelsi en venjulega til að tjá sig. Það væri í ljósi þess að Bjarni Hilmar hefði sjálfur gert málið að opinberu umfjöllunarefni í viðtalinu. Var öllum kröfum Bjarna Hilmars hafnað. Dómsmál Tengdar fréttir Leitar réttar síns vegna „ærumeiðandi aðdróttana“ Bjarni Hilmar Jónsson, sem bíður niðurstöðu í máli sínu gegn ríkinu vegna þess sem hann telur hafa verið ólögmætar þvingunaraðgerðir lögreglu eftir sjálfsvíg eiginkonu sinnar, hefur ákveðið að stefna Elísabetu Ýri Atladóttur bloggara. 9. mars 2018 09:15 Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína sem fyrirfór sér Bjarni Hilmar Jónsson hefur stefnt íslenska ríkinu vegna ólögmætra þvingunaraðgerða. 9. febrúar 2018 09:04 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Elísabet Ýr Atladóttir var á þriðjudaginn sýknuð af öllum kröfum Bjarna Hilmars Jónssonar sem stefndi henni fyrir meyðyrði. Bjarni krafðist þess að nokkur ummæli Elísabetar á bloggsíðu hennar yrðu dæmd dauð og ómerk. Á þetta féllst Héraðsdómur Reykjavíkur ekki og hafnaði í öllum tilvikum kröfu Bjarna um ómerkingu. Stundin greinir frá en dómurinn hefur ekki verið birtur á vefsíðu héraðsdóms. Forsaga málsins er viðtal sem Bjarni Hilmar fór í á Vísi í febrúar í fyrra. Tilefnið var skaðabótamáls hans á hendur ríkinu vegna ólögmætrar handtöku í kjölfar sjálfsvígs eiginkonu hans frá Kenía. Bjarni fékk 900 þúsund krónur í bætur en hafði farið fram á rúmar fjórar milljónir. Í kjölfar viðtalsins skrifaði Elísabet Ýr pistil á bloggsíðu sína og gerði ýmsar athugasemdir við viðtalið. Úr varð að Bjarni stefndi Elísabetu fyrir nokkur ummæli, þar á meðal þessi:„En í staðinn fáum við helvíti fína innsýn í hvernig Bjarni Hilmar sá eiginkonu sína líklega frekar sem gluggaskraut sem varð aðeins of mikið vesen á endanum.“„…meint sjálfsvíg tókst…“„…ég kemst ekki hjá því að spyrja hvort honum hafi ekki verið drullusama um hana.“„…alein með manni sem virtist aldrei hafa gert minnstu tilraun til að kynnast henni.“Þá var fyrirsögnin á pistli Elísabetar afskræming á fyrirsögn viðtalsins við Bjarna sem var „Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína sem fyrirfór sér“. Tók Elísabet orðin þrjú aftan af fyrirsögninni svo eftir stóð: „Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína“. Stefndi Bjarni Hilmar henni meðal annars fyrir það. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að þótt skrif Elísabet fælu í sér afar neikvæða umfjöllun og fallast mætti á að pistillinn væri ósmekklegur yrði að játa henni rýmra frelsi en venjulega til að tjá sig. Það væri í ljósi þess að Bjarni Hilmar hefði sjálfur gert málið að opinberu umfjöllunarefni í viðtalinu. Var öllum kröfum Bjarna Hilmars hafnað.
Dómsmál Tengdar fréttir Leitar réttar síns vegna „ærumeiðandi aðdróttana“ Bjarni Hilmar Jónsson, sem bíður niðurstöðu í máli sínu gegn ríkinu vegna þess sem hann telur hafa verið ólögmætar þvingunaraðgerðir lögreglu eftir sjálfsvíg eiginkonu sinnar, hefur ákveðið að stefna Elísabetu Ýri Atladóttur bloggara. 9. mars 2018 09:15 Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína sem fyrirfór sér Bjarni Hilmar Jónsson hefur stefnt íslenska ríkinu vegna ólögmætra þvingunaraðgerða. 9. febrúar 2018 09:04 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Leitar réttar síns vegna „ærumeiðandi aðdróttana“ Bjarni Hilmar Jónsson, sem bíður niðurstöðu í máli sínu gegn ríkinu vegna þess sem hann telur hafa verið ólögmætar þvingunaraðgerðir lögreglu eftir sjálfsvíg eiginkonu sinnar, hefur ákveðið að stefna Elísabetu Ýri Atladóttur bloggara. 9. mars 2018 09:15
Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína sem fyrirfór sér Bjarni Hilmar Jónsson hefur stefnt íslenska ríkinu vegna ólögmætra þvingunaraðgerða. 9. febrúar 2018 09:04