Það lítur út fyrir að Jon Jones muni halda léttþungavigtarbeltinu hjá UFC eftir allt saman því hann stóðst lyfjaprófið sem hann fór í degi fyrir titilbardagann.
USADA-lyfjaeftirlitið hefur staðfest að lyfjapróf Jones hafi verið hreint daginn fyrir bardagann gegn Alexander Gustafsson.
Efnið sem fannst í honum í aðdraganda bardagans, og var ástæða þess að bardaginn var fluttur frá Las Vegas til Los Angeles, var ekki lengur til staðar.
Hinn 31 árs gamli Jones hefur í tvígang fallið á lyfjaprófi hjá USADA.
Ef allt gengur að óskum næstu vikur mun hann verja titilinn gegn Anthony Smith þann 2. mars. Fyrst þarf hann þó að fá keppnisleyfi í Las Vegas en mál hans þar verður tekið fyrir 29. janúar.
Jon Jones stóðst lyfjaprófið fyrir bardagann

Tengdar fréttir

Tveir magnaðir bardagar falla í skuggann á umdeildu lyfjaprófi Jon Jones
UFC 232 fer fram í nótt í Los Angeles og hefur mikið gengið á í vikunni. Lyfjapróf Jon Jones sýndi óvenjulegar niðurstöður og hafa því annars frábærir bardagar kvöldsins dálítið gleymst.

Amanda Nunes senuþjófurinn á UFC 232 – Jones með öruggan sigur
UFC 232 fór fram í nótt í Las Vegas þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Eftir umdeilda viku náði Jon Jones að endurheimta titilinn enn einu sinni.

Allt í óreiðu í UFC: Staðsetningu breytt vegna óvenjulegs lyfjaprófs
UFC 232 fer fram á laugardaginn 29. desember en það átti upphaflega að fara fram í Las Vegas en hefur verið fært til Los Angeles vegna óvenjulegs lyfjaprófs Jon Jones.