Iðnaðarmenn skoða að semja til styttri tíma í einu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 11. janúar 2019 13:29 Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og talsmaður iðnaðarmannafélaganna innan ASÍ, segir sambandið sjá sóknarfæri í að semja til styttri tíma í einu. Viðræður vegna kjarasamninga þeirra gangi vel og horft er til kröfu um að tekið sé hart á brotum á vinnumarkaði. Kristján segir að verið sé að skoða ýmsar leiðir varðandi samninga iðnaðarmanna. „Við sjáum svona ákveðin sóknarfæri í því að samningstími verði ekki alltof langur. Það sem við erum að vinna svolítið út frá því að skoða möguleikann á að vera með skemmri samning, hvort sem það er þá til árs eða eins og hálfs árs eða eitthvað slíkt,“ segir hann. VR og Efling hafa talað fyrir því að hækka eigi laun upp launastigann í krónutölum en ekki prósentum eins og tíðkast hér á landi. Iðnaðarmenn hafa hingað til horft til prósentuhækkunar en segja launaliðinn og kröfur þar enn í mótun. „Varðandi markmið kjaraviðræðna hjá okkur þá erum við með það helst að ná fram auknum kaupmætti launa og ýta undir það að viðhalda því að kaupmáttur launa haldist á næstu árum. Þá á ég við að halda í þennan ávinning sem hefur náðst.“ Ekki hefur borið til tíðinda við samningaborðið hjá Starfsgreinasambandinu, en þessa vikuna hefur einnig verið fundað stíft í stærri og minni hópum með samtökum atvinnulífsins. Vr, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa vísað kröfum sínum til Ríkissáttasemjara og verður næsti fundur já þeim næstkomandi miðvikudag. Verkalýðsfélag Grindavíkur sagði sig frá samninganefnd SGS fyrr í vikunni og mun slást í hópinn á næstu dögum. Framsýn á Húsavík gefur Starfsgreinasambandinu út þessa viku til að þoka samningum áfram, annars mun félagið stökkvar á vagninn með þessum fjórum fyrrgreindu félögum. „Megin markmiðið í samningum hjá okkur er að færa taxtana nær greiddu kaupi, eða semsagt hækka gólfið hjá okkur og stuðla að auknum kaupmætti launa,“ segir Kristján þórður, formaður um kröfur iðnaðarmanna. Kjaramál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og talsmaður iðnaðarmannafélaganna innan ASÍ, segir sambandið sjá sóknarfæri í að semja til styttri tíma í einu. Viðræður vegna kjarasamninga þeirra gangi vel og horft er til kröfu um að tekið sé hart á brotum á vinnumarkaði. Kristján segir að verið sé að skoða ýmsar leiðir varðandi samninga iðnaðarmanna. „Við sjáum svona ákveðin sóknarfæri í því að samningstími verði ekki alltof langur. Það sem við erum að vinna svolítið út frá því að skoða möguleikann á að vera með skemmri samning, hvort sem það er þá til árs eða eins og hálfs árs eða eitthvað slíkt,“ segir hann. VR og Efling hafa talað fyrir því að hækka eigi laun upp launastigann í krónutölum en ekki prósentum eins og tíðkast hér á landi. Iðnaðarmenn hafa hingað til horft til prósentuhækkunar en segja launaliðinn og kröfur þar enn í mótun. „Varðandi markmið kjaraviðræðna hjá okkur þá erum við með það helst að ná fram auknum kaupmætti launa og ýta undir það að viðhalda því að kaupmáttur launa haldist á næstu árum. Þá á ég við að halda í þennan ávinning sem hefur náðst.“ Ekki hefur borið til tíðinda við samningaborðið hjá Starfsgreinasambandinu, en þessa vikuna hefur einnig verið fundað stíft í stærri og minni hópum með samtökum atvinnulífsins. Vr, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa vísað kröfum sínum til Ríkissáttasemjara og verður næsti fundur já þeim næstkomandi miðvikudag. Verkalýðsfélag Grindavíkur sagði sig frá samninganefnd SGS fyrr í vikunni og mun slást í hópinn á næstu dögum. Framsýn á Húsavík gefur Starfsgreinasambandinu út þessa viku til að þoka samningum áfram, annars mun félagið stökkvar á vagninn með þessum fjórum fyrrgreindu félögum. „Megin markmiðið í samningum hjá okkur er að færa taxtana nær greiddu kaupi, eða semsagt hækka gólfið hjá okkur og stuðla að auknum kaupmætti launa,“ segir Kristján þórður, formaður um kröfur iðnaðarmanna.
Kjaramál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira