Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron í algjörum heimsklassa 11. janúar 2019 19:38 Aron Pálmarsson. Vísir/EPA Íslenska handboltalandsliðið tapaði með fjögurra marka mun, 27-31, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. Íslenska liðið átti mjög góðan leik í kvöld og sýndi mikinn karakter með að vinna sig aftur inn í leikinn en Króatar refsuðu fyrir hver mistök með auðveldum mörkum. Íslensku strákarnir náðu að vinna upp fjögurra marka mun í seinni hálfeik og komast tveimur mörkum yfir en Króatar voru öflugir á endasprettinum og tryggðu sér sigurinn með 9-3 endaspretti. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Aron Pálmarsson var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar en hann fær fullt hús enda í algjörum heimsklassa. Það var heldur enginn nýliðabragur á Elvari Erni Jónssyni sem var að spila sinn fyrsta leik á stórmóti. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Króatíu:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson - 2 Fann engan takt eins og í síðustu leikjum. Ekki nógu góð frammistaða hjá honum. Þarf að vakna.Bjarki Már Elísson - 4 Kom inn í liðið við erfiðar aðstæður, stóð fyrir sínu og gott betur. Seinni hálfleikurinn hjá honum lofar góðu fyrir framhaldið.Aron Pálmarsson - 6 Besti leikmaður íslenska liðsins. Mataði félaga sína með frábærum sendingum og skoraði glæsileg mörk. Var á pari við bestu leikmenn heims í liði Króatíu. Var í algjörum heimsklassa.Elvar Örn Jónsson - 5 Lék frábærlega í sínum fyrsta leik á stóra sviðinu á heimsmeistaramóti. Mjög öflugur í sóknarleiknum en varnarleikinn þarf hann að bæta.Ómar Ingi Magnússon - 4 Spilaði vel fyrir liðið og samherja sína. Skotógn var afar lítil hjá honum enda við ramman reip að draga. Góður kafla í seinni hálfleik lofar góðu.Arnór Þór Gunnarsson - 3 Kláraði það sem að honum var rétt. Bætti að öðru leiti litlu við leik liðsins. Góður leikmaður sem þarf hinsvegar að sýna meira.Arnar Freyr Arnarsson - 5 Lék líklega sinn besta landsleik. Það mæddi gríðarlega mikið á honum varnarlega og þar stóð hann sig eins og hetja. Þarf aftur á móti að nýta færin sín betur.Ólafur Gústafsson - 4 Var í rauninni í erfiðu hlutverki varnarlega en verður ekki sakaður um að hafa ekki lagt sig fram. Eins og staðan er í dag þá eigum við ekki betri mann í hans stöðu.- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Ágúst Elí Björgvinsson - 4 Kom óvænt inn í liðið og skilaði sínu í Noregi. Hefði að ósekju mátt koma fyrr inn í leikinn í dag. Stimplaði sig inn með ágætri frammistöðu í seinni hálfleik.Ólafur Guðmundsson - 4 Hefur oft gert betur sóknarlega en hann hefur vaxið gríðarlega í sínum leik og þá ekki síst varnarlega. Er afar mikilvægur liðinu enda enginn sem fyllir hans skarð.Ýmir Örn Gíslason - 3 Var að þreyta frumraun sína á stóra sviðinu og spilaði í tæpar tíu mínútur. Skilaði sínu þann tíma sem hann lék. Framtíðarvarnarmaður en skortir reynslu sem kemur.Sigvaldi Guðjónsson - spilaði ekkertTeitur Örn Einarsson - spilaði ekkertDaníel Þór Ingason - spilaði ekkertGísli Þorgeir Kristjánsson - spilaði ekkertStefán Rafn Sigurmannsson - spilaði ekkertÞjálfarinn Guðmundur Guðmundsson - 5 Það kemur enginn að tómum kofanum hjá Guðmundi. Sóknarleikurinn var frábærlega útfærður á móti framliggjandi vörn Króata. Sóknarleikurinn er eitt helsta vopn Guðmundar. Hann fær hinsvegar mínus í kladdann að vera aðeins með eitt varnarafbrigði en það skírist líklega að stuttum tíma sem hann hefur verið með liðið.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið tapaði með fjögurra marka mun, 27-31, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. Íslenska liðið átti mjög góðan leik í kvöld og sýndi mikinn karakter með að vinna sig aftur inn í leikinn en Króatar refsuðu fyrir hver mistök með auðveldum mörkum. Íslensku strákarnir náðu að vinna upp fjögurra marka mun í seinni hálfeik og komast tveimur mörkum yfir en Króatar voru öflugir á endasprettinum og tryggðu sér sigurinn með 9-3 endaspretti. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Aron Pálmarsson var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar en hann fær fullt hús enda í algjörum heimsklassa. Það var heldur enginn nýliðabragur á Elvari Erni Jónssyni sem var að spila sinn fyrsta leik á stórmóti. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Króatíu:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson - 2 Fann engan takt eins og í síðustu leikjum. Ekki nógu góð frammistaða hjá honum. Þarf að vakna.Bjarki Már Elísson - 4 Kom inn í liðið við erfiðar aðstæður, stóð fyrir sínu og gott betur. Seinni hálfleikurinn hjá honum lofar góðu fyrir framhaldið.Aron Pálmarsson - 6 Besti leikmaður íslenska liðsins. Mataði félaga sína með frábærum sendingum og skoraði glæsileg mörk. Var á pari við bestu leikmenn heims í liði Króatíu. Var í algjörum heimsklassa.Elvar Örn Jónsson - 5 Lék frábærlega í sínum fyrsta leik á stóra sviðinu á heimsmeistaramóti. Mjög öflugur í sóknarleiknum en varnarleikinn þarf hann að bæta.Ómar Ingi Magnússon - 4 Spilaði vel fyrir liðið og samherja sína. Skotógn var afar lítil hjá honum enda við ramman reip að draga. Góður kafla í seinni hálfleik lofar góðu.Arnór Þór Gunnarsson - 3 Kláraði það sem að honum var rétt. Bætti að öðru leiti litlu við leik liðsins. Góður leikmaður sem þarf hinsvegar að sýna meira.Arnar Freyr Arnarsson - 5 Lék líklega sinn besta landsleik. Það mæddi gríðarlega mikið á honum varnarlega og þar stóð hann sig eins og hetja. Þarf aftur á móti að nýta færin sín betur.Ólafur Gústafsson - 4 Var í rauninni í erfiðu hlutverki varnarlega en verður ekki sakaður um að hafa ekki lagt sig fram. Eins og staðan er í dag þá eigum við ekki betri mann í hans stöðu.- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Ágúst Elí Björgvinsson - 4 Kom óvænt inn í liðið og skilaði sínu í Noregi. Hefði að ósekju mátt koma fyrr inn í leikinn í dag. Stimplaði sig inn með ágætri frammistöðu í seinni hálfleik.Ólafur Guðmundsson - 4 Hefur oft gert betur sóknarlega en hann hefur vaxið gríðarlega í sínum leik og þá ekki síst varnarlega. Er afar mikilvægur liðinu enda enginn sem fyllir hans skarð.Ýmir Örn Gíslason - 3 Var að þreyta frumraun sína á stóra sviðinu og spilaði í tæpar tíu mínútur. Skilaði sínu þann tíma sem hann lék. Framtíðarvarnarmaður en skortir reynslu sem kemur.Sigvaldi Guðjónsson - spilaði ekkertTeitur Örn Einarsson - spilaði ekkertDaníel Þór Ingason - spilaði ekkertGísli Þorgeir Kristjánsson - spilaði ekkertStefán Rafn Sigurmannsson - spilaði ekkertÞjálfarinn Guðmundur Guðmundsson - 5 Það kemur enginn að tómum kofanum hjá Guðmundi. Sóknarleikurinn var frábærlega útfærður á móti framliggjandi vörn Króata. Sóknarleikurinn er eitt helsta vopn Guðmundar. Hann fær hinsvegar mínus í kladdann að vera aðeins með eitt varnarafbrigði en það skírist líklega að stuttum tíma sem hann hefur verið með liðið.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ Sjá meira