Þjóðerniskennd og siðferði Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 16. júní 2019 08:00 Afmælisdagur Jóns Sigurðssonar var gerður að þjóðhátíðardegi Íslendinga árið 1944. Þessi 75 ár frá sjálfstæði þjóðríkisins hafa brosandi Íslendingar á öllum aldri sótt miðbæi landsins til að gera sér glaðan dag. En af hliðarlínunum heyrast stundum raddir sem vilja tortryggja þessa hátíð og þær kenndir sem hún byggir á. Ég hef hitt einstaklinga sem telja allar birtingarmyndir þjóðerniskenndar vera beina hraðbraut í áttina að nasisma og að ekki ætti að dýfa svo miklu sem litlu tá í þá laug. Draumóramaðurinn John Lennon hvatti fólk til að ímynda sér heim án landamæra – „Imagine there’s no countries“ – og án ýmissa annarra þátta (til dæmis trúarbragða og einkaeigna) sem hafa einkennt mannkynið frá örófi alda. Hugmyndin var sú að þessir eiginleikar væru hindrun á vegferð mannkynsins í áttina að útópísku alheimsbræðralagi. En það eru ekki áðurnefndir eiginleikar sem hindra mannkynið í því að ná saman. Þessir eiginleikar eru einfaldlega birtingarmyndir mannlegs eðlis. Þetta er eðlið sem fær okkur til að draga ályktun um hvaða hópi (eða hópum) við teljum okkur tilheyra. Það er jafn samofið heila okkar flestra og kynhvötin eða getan til þess að tala tungumál. Það er einfaldlega hvorki raunhæft né gagnlegt að snúa bakinu gegn þessum kenndum þó að þeim hafi verið beint í neikvæðan farveg í aldanna rás. Vandamálin verða ekki leyst með því að varpa öllu sem tengist þjóðerniskennd fyrir borð. Það verður að taka afstöðu til einstakra þátta með því að varðveita það sem er jákvætt en hafna því sem er neikvætt. Skýrustu dæmin um neikvæðar birtingarmyndir þjóðerniskenndar eru að finna í aðgerðum þýskra nasista undir forystu Adolfs Hitlers – skólabókardæmi um hvað ber að forðast þegar fólk horfist í augu við eigin þjóðerniskennd. Það þarf vart að taka fram að hugmyndir um goggunarröð kynþátta eftir „hreinleika“ og það að skipulega smala fólki í útrýmingarbúðir er gjörsamlega siðlaust. En þjóðerniskenndin er vandmeðfarin því það að kenna öðrum hópum um eigin vandamál, sérstaklega þegar harðnar í ári, hefur þótt mjög freistandi. Þegar fólk ræktar sína þjóðerniskennd er brýn þörf á því að reka varnagla sem hindra neikvæða útmálun minnihlutahópa, til dæmis með lagasetningu og fræðslu.Jákvæðar birtingarmyndir Að hvetja íslensku landsliðin í hinum ýmsu íþróttagreinum, að halda upp á og varðveita íslenska tungu, að flagga íslenska fánanum á fánadögum; þetta eru birtingarmyndir þjóðerniskenndar sem eru skaðlausar og má færa rök fyrir því að þær hafi jákvæð samfélagsleg áhrif. Án þjóðerniskenndar væri heimurinn menningarlega fátækari. Þjóðlög, þjóðbúningar og matarmenning svo fátt sé nefnt félli fljótlega í gleymsku í fjarveru þjóðerniskenndar. Hver væri betur til þess fallinn að varðveita íslensku fornhandritin en þjóðin sem gat þau af sér? Í þessu samhengi ætti einnig að vera augljóst að hver sú þjóð sem á sér þjóðríki stendur mun betur að vígi þegar kemur að því að varðveita eigin menningararf. Þegar þjóðerniskenndinni er beint í jákvæðan farveg verður hún að staðbundnu sameiningarafli – eitthvað sem ég tel að eigi fullt erindi til samfélags þar sem fjölmiðlar og samskiptamiðlar etja gjarnan konum gegn körlum, trúuðum gegn trúlausum og íhaldssömum gegn frjálslyndum. En annars býð ég landsmönnum gleðilega þjóðhátíð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 17. júní Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Afmælisdagur Jóns Sigurðssonar var gerður að þjóðhátíðardegi Íslendinga árið 1944. Þessi 75 ár frá sjálfstæði þjóðríkisins hafa brosandi Íslendingar á öllum aldri sótt miðbæi landsins til að gera sér glaðan dag. En af hliðarlínunum heyrast stundum raddir sem vilja tortryggja þessa hátíð og þær kenndir sem hún byggir á. Ég hef hitt einstaklinga sem telja allar birtingarmyndir þjóðerniskenndar vera beina hraðbraut í áttina að nasisma og að ekki ætti að dýfa svo miklu sem litlu tá í þá laug. Draumóramaðurinn John Lennon hvatti fólk til að ímynda sér heim án landamæra – „Imagine there’s no countries“ – og án ýmissa annarra þátta (til dæmis trúarbragða og einkaeigna) sem hafa einkennt mannkynið frá örófi alda. Hugmyndin var sú að þessir eiginleikar væru hindrun á vegferð mannkynsins í áttina að útópísku alheimsbræðralagi. En það eru ekki áðurnefndir eiginleikar sem hindra mannkynið í því að ná saman. Þessir eiginleikar eru einfaldlega birtingarmyndir mannlegs eðlis. Þetta er eðlið sem fær okkur til að draga ályktun um hvaða hópi (eða hópum) við teljum okkur tilheyra. Það er jafn samofið heila okkar flestra og kynhvötin eða getan til þess að tala tungumál. Það er einfaldlega hvorki raunhæft né gagnlegt að snúa bakinu gegn þessum kenndum þó að þeim hafi verið beint í neikvæðan farveg í aldanna rás. Vandamálin verða ekki leyst með því að varpa öllu sem tengist þjóðerniskennd fyrir borð. Það verður að taka afstöðu til einstakra þátta með því að varðveita það sem er jákvætt en hafna því sem er neikvætt. Skýrustu dæmin um neikvæðar birtingarmyndir þjóðerniskenndar eru að finna í aðgerðum þýskra nasista undir forystu Adolfs Hitlers – skólabókardæmi um hvað ber að forðast þegar fólk horfist í augu við eigin þjóðerniskennd. Það þarf vart að taka fram að hugmyndir um goggunarröð kynþátta eftir „hreinleika“ og það að skipulega smala fólki í útrýmingarbúðir er gjörsamlega siðlaust. En þjóðerniskenndin er vandmeðfarin því það að kenna öðrum hópum um eigin vandamál, sérstaklega þegar harðnar í ári, hefur þótt mjög freistandi. Þegar fólk ræktar sína þjóðerniskennd er brýn þörf á því að reka varnagla sem hindra neikvæða útmálun minnihlutahópa, til dæmis með lagasetningu og fræðslu.Jákvæðar birtingarmyndir Að hvetja íslensku landsliðin í hinum ýmsu íþróttagreinum, að halda upp á og varðveita íslenska tungu, að flagga íslenska fánanum á fánadögum; þetta eru birtingarmyndir þjóðerniskenndar sem eru skaðlausar og má færa rök fyrir því að þær hafi jákvæð samfélagsleg áhrif. Án þjóðerniskenndar væri heimurinn menningarlega fátækari. Þjóðlög, þjóðbúningar og matarmenning svo fátt sé nefnt félli fljótlega í gleymsku í fjarveru þjóðerniskenndar. Hver væri betur til þess fallinn að varðveita íslensku fornhandritin en þjóðin sem gat þau af sér? Í þessu samhengi ætti einnig að vera augljóst að hver sú þjóð sem á sér þjóðríki stendur mun betur að vígi þegar kemur að því að varðveita eigin menningararf. Þegar þjóðerniskenndinni er beint í jákvæðan farveg verður hún að staðbundnu sameiningarafli – eitthvað sem ég tel að eigi fullt erindi til samfélags þar sem fjölmiðlar og samskiptamiðlar etja gjarnan konum gegn körlum, trúuðum gegn trúlausum og íhaldssömum gegn frjálslyndum. En annars býð ég landsmönnum gleðilega þjóðhátíð!
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun