ÍBV vann þægilegan sigur á HK/Víking í sjöttu umferð Pepsi Max deildar kvenna í fótbolta.
Cloe Lacasse kom gestunum úr ÍBV yfir í Kórnum á 23. mínútu leiksins en Guðrún Gyða Haralz jafnaði metin aðeins tveimur mínútum seinna.
Kristín Erna Sigurlásdóttir kom gestunum aftur yfir á 33. mínútu eftir varnarmistök heimakvenna.
Í seinni hálfleik fékk ÍBV víti þegar brotið var á Lacasse innan vítateigs. Hún fór sjálf á punktinn og skoraði. Verkefnið varð enn erfiðara fyrir HK/Víking þegar Eygló Þorsteinsdóttir fékk rautt spjald á 75. mínútu.
Eyjakonur nýttu liðsmuninn ekki til þess að setja fleiri mörk en sigldu heim þægilegum sigri.
ÍBV er nú komið með níu stig í deildinni líkt og Stjarnan.
ÍBV hafði betur í Kórnum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið




Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision
Enski boltinn

Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH
Íslenski boltinn





Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu
Körfubolti