Fótbolti

Hamrén: Verðum að vinna þessa leiki ef við ætlum á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins.
Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins. Vísir/Vilhelm
Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segist hafa góða tilfinningu fyrir heimaleikjunum á móti Albaníu og Tyrklandi. Þetta eru fyrstu heimaleikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020.

„Við verðum að vinna þessa heimaleiki ef við ætlum á EM,“ sagði Erik Hamrén á blaðamannafundi í dag.

Hamrén segist vera spenntur fyrir leiknum á morgun. Hann býst við erfiðum leik en áskorun að vita ekki hvernig þeir spila undir stjórn nýs þjálfara.

„Við munum gera allt til þess að vinna og ég hef góða tilfinningu fyrir þessum leikjum,“ sagði Hamrén.

Erik segist hafa verið lengi í bransanum og alltaf undir pressu. Staðan sem hann sé í núna sé því ekkert ný fyrir hann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×