Ribery er 36 ára gamall og hefur unnið 21 titil með Bayern á tólf árum, en hann kom til félagsins frá Marseille árið 2007.
„Það var draumur að rætast þegar ég kom til Bayern. Það verður ekki auðvelt að kveðja en ég mun aldrei gleyma því sem við höfum afrekað,“ sagði Ribery við heimasíðu félagsins.
Arjen Robben mun einnig kveðja Bayern í sumar en þeir félagar munu fá heiðursleik árið 2020 þar sem þeir verða formlega kvaddir.
„Franck og Arjen eru frábærir leikmenn og FC Bayern á þeim báðum margt að þakka. Við munum gefa þeim frábæra og tilfinningaríka kveðjustund,“ sagði formaður Bayern.
Bayern er á toppi þýsku Bundesligunnar og mun að öllum líkindum tryggja sér sjöunda Þýskalandsmeistaratitilinn í röð á næstunni.
R-O-B-B-É-R-Y
Legenden bleiben für immer. #MiaSanMia
Jetzt die Sonderartikel sichern: https://t.co/SFuiSogfz5#FCBayernpic.twitter.com/F71mZxlF5s
— FC Bayern München (@FCBayern) May 5, 2019