Pedro: Veit ekki hvort Pálmi var rangstæður Árni Jóhannsson skrifar 5. maí 2019 19:46 Strákarnir hans Pedros hafa tapað báðum leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni 3-0. vísir/bára Þjálfari Eyjamanna, Pedro Hipólito, var ánægður með rúmlega 60 mínútur hjá sínum mönnum í kvöld þar sem þeir leyfðu KR ekki að komast í sinn leik en það dugði ekki til fyrir Eyjamenn sem hálfpartinn brotnuðu við fyrsta mark KR sem vann á endanum 3-0 sigur. „Mér fannst við stjórna leiknum ágætlega og leyfðum KR ekki að spila eins og þeim finnst best að spila. Við vorum með tök á þessu en svo kemur eitt horn þar sem lægsti maður maður vallarins [Óskar Örn Hauksson], sem er stórkostlegur leikmaður en lágvaxinn, vinnur skallaeinvígi á fjærstönginni og þeir skora. Ég veit ekki hvort það var rangstæða eða ekki því ég sá línuvörðinn lyfta flagginu en setja það strax niður aftur en ég get ekki sagt til um það en ég sá flaggið,“ sagði Pedro eftir leik. „Í næsta marki gerum við mistök. Við ættum að geta stjórnað þessum stöðum en þurftum að taka áhættu til að ná í mark þannig að þetta gerist. Við vorum góðir í 60 mínútur og vorum mjög skipulagðir, við áttum góðar skyndisóknir og góð föst leikatriði en náum ekki marki sem þeir ná síðan að gera. Það er bara þannig, svona er fótboltinn.“ Eyjamenn voru í hörkuleik á móti Stjörnunni í miðri viku og var Pedro spurður að því hvort leikmenn hans væri þreyttir. „Við ætlum ekki að nota það sem afsökun en við gátum t.d. ekki notað Jonathan Glenn nema í 25 mínútur þar sem hann var mjög stífur. Við erum ekki með stóran hóp þannig að við getum ekki tekið áhættu á því að missa menn í meiðsli í einhverjar vikur þannig að við þurfum að stýra álaginu. Sindri Snær þarf t.d. að fara í myndatöku á morgun en hann er meiddur og við þurfum að sjá hversu lengi hann er frá. Við ættum þó að geta leyst vandræði okkar og átt gott tímabil.“ Að lokum var Pedro spurður að því hvað ÍBV þyrfti að gera fyrir og í næsta leik sem verður á móti Grindavík. „Við þurfum fyrst og fremst að vinna. Það er sem við ætlum að reyna, þetta er heimaleikur og við þurfum á fólkinu okkar að halda. Við verðum að fá fólk á völlinn til að hjálpa okkur að vinna en við þurfum að vinna næsta leik.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - ÍBV 3-0 | Þolinmæði þörf þegar KR lagði ÍBV örugglega KR-ingar unnu góðan 3-0 sigur á Eyjamönnum en það þurfti þolinmæði til. 5. maí 2019 20:00 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Þjálfari Eyjamanna, Pedro Hipólito, var ánægður með rúmlega 60 mínútur hjá sínum mönnum í kvöld þar sem þeir leyfðu KR ekki að komast í sinn leik en það dugði ekki til fyrir Eyjamenn sem hálfpartinn brotnuðu við fyrsta mark KR sem vann á endanum 3-0 sigur. „Mér fannst við stjórna leiknum ágætlega og leyfðum KR ekki að spila eins og þeim finnst best að spila. Við vorum með tök á þessu en svo kemur eitt horn þar sem lægsti maður maður vallarins [Óskar Örn Hauksson], sem er stórkostlegur leikmaður en lágvaxinn, vinnur skallaeinvígi á fjærstönginni og þeir skora. Ég veit ekki hvort það var rangstæða eða ekki því ég sá línuvörðinn lyfta flagginu en setja það strax niður aftur en ég get ekki sagt til um það en ég sá flaggið,“ sagði Pedro eftir leik. „Í næsta marki gerum við mistök. Við ættum að geta stjórnað þessum stöðum en þurftum að taka áhættu til að ná í mark þannig að þetta gerist. Við vorum góðir í 60 mínútur og vorum mjög skipulagðir, við áttum góðar skyndisóknir og góð föst leikatriði en náum ekki marki sem þeir ná síðan að gera. Það er bara þannig, svona er fótboltinn.“ Eyjamenn voru í hörkuleik á móti Stjörnunni í miðri viku og var Pedro spurður að því hvort leikmenn hans væri þreyttir. „Við ætlum ekki að nota það sem afsökun en við gátum t.d. ekki notað Jonathan Glenn nema í 25 mínútur þar sem hann var mjög stífur. Við erum ekki með stóran hóp þannig að við getum ekki tekið áhættu á því að missa menn í meiðsli í einhverjar vikur þannig að við þurfum að stýra álaginu. Sindri Snær þarf t.d. að fara í myndatöku á morgun en hann er meiddur og við þurfum að sjá hversu lengi hann er frá. Við ættum þó að geta leyst vandræði okkar og átt gott tímabil.“ Að lokum var Pedro spurður að því hvað ÍBV þyrfti að gera fyrir og í næsta leik sem verður á móti Grindavík. „Við þurfum fyrst og fremst að vinna. Það er sem við ætlum að reyna, þetta er heimaleikur og við þurfum á fólkinu okkar að halda. Við verðum að fá fólk á völlinn til að hjálpa okkur að vinna en við þurfum að vinna næsta leik.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - ÍBV 3-0 | Þolinmæði þörf þegar KR lagði ÍBV örugglega KR-ingar unnu góðan 3-0 sigur á Eyjamönnum en það þurfti þolinmæði til. 5. maí 2019 20:00 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Umfjöllun: KR - ÍBV 3-0 | Þolinmæði þörf þegar KR lagði ÍBV örugglega KR-ingar unnu góðan 3-0 sigur á Eyjamönnum en það þurfti þolinmæði til. 5. maí 2019 20:00