Þar má finna allt frá slögurum með Landi og sonum og Backstreet Boys sem Loji og félagar í Björtum sveiflum eiga til að flytja á balli, yfir í módern rafpopp sem svipar til annarrar hljómsveitar Loja, Wesen.
Auk þeirra sveita hefur Loji verið meðlimur Sudden Weather Change, I:B:M, Prins Póló og Tilfinninga vina minna.
Á myndlistarhliðinni saumar Loji mikið út í gamla kaffipoka hversdagsleg og oft nostalgísk verk.
Þar að auki heldur hann úti Instagram-síðu tileinkuðu rannsóknarverkefni sínu á arkitektinum Sigvalda Thordarson.
Á döfinni hjá Loja er lokaball heimildarmyndahátíðarinnar Skjaldborgar á Patreksfirði á sunnudaginn, en þar halda Bjartar sveiflur uppi stuðinu. Nýverið lauk sýningu hans Vorboðinn í setustofu Ásmundarsals.