Ellilífeyrisþegar komi að kjarasamningum Kári Jónasson skrifar 10. apríl 2019 07:00 Nú þegar alda kjarasamninga gengur yfir, bæði hjá ASÍ – félögum og senn hjá mörgum félögum opinberra starfsmanna, þá vaknar spurningin um hver semji fyrir ellilífeyrisþega þessa lands. Einfalda svarið við þessu er að það semur enginn fyrir þennan stóra hóp landsmanna. Við erum sem sagt í flokki með ungbörnum og grunnskólanemum, með allri virðingu fyrir þeim. Samkvæmt skilgreiningu OECD teljast þeir aldraðir sem hafa náð 65 ára aldri, en hér er hins vegar miðað við 67 árin. Mér telst til að hér á landi séu rösklega 43 þúsund einstaklingar sem eru 67 ára og eldri. 12.500 manns á aldrinum 67 ára til sjötugs og tæplega 19 þúsund á milli sjötugs og áttræðs. Ástæðan fyrir því að ég er með þessa talnaleikfimi er sú, að margir þessara rúmlega 30 þúsund einstaklinga eru enn í fullu fjöri og meðal þeirra eru margar vinnufúsar hendur, en það má segja að hið opinbera hafi slegið á puttana á þeim vegna óskiljanlegra reglna um frítekjumark og áhrif þess á ellilífeyri. Í dag mega ellilífeyrisþegar hafa 1,2 milljónir í tekjur á ári án þess að það hafi áhrif á útreikning varðandi ellilífeyri. Þeir sem hafa meira en rúmlega 557 þúsund krónur í tekjur á mánuði fá hins vegar ekkert frá Tryggingastofnun og greiða að sjálfsögðu skatta og skyldur af sinni innkomu eins og aðrir þegnar þessa lands og eru hreinlega gullnáma fyrir „skattmann“, því hann þarf ekki að láta neitt af hendi rakna til þeirra. Það eru hins vegar þeir sem gætu auðveldlega aflað sér meiri tekna en þessarar rösklega einnar milljónar á ári, sem brýna nauðsyn ber til að gera auðveldara að vinna meira, án þess að ellilífeyrir þeirra skerðist. Þeir munu að sjálfsögðu greiða sína skatta og skyldur af tekjum sínum eins og aðrir, en þá vantar tilfinnanlega einhvern til að semja fyrir sig. Fulltrúar þessa hóps og annarra ellilífeyrisþega ættu að vera einhvers staðar við kjarasamningaborðið, en ekki láta skammta sér úr hnefa eins og hingað til. Þetta er sanngjörn krafa tugþúsunda kvenna og karla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Jónasson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar alda kjarasamninga gengur yfir, bæði hjá ASÍ – félögum og senn hjá mörgum félögum opinberra starfsmanna, þá vaknar spurningin um hver semji fyrir ellilífeyrisþega þessa lands. Einfalda svarið við þessu er að það semur enginn fyrir þennan stóra hóp landsmanna. Við erum sem sagt í flokki með ungbörnum og grunnskólanemum, með allri virðingu fyrir þeim. Samkvæmt skilgreiningu OECD teljast þeir aldraðir sem hafa náð 65 ára aldri, en hér er hins vegar miðað við 67 árin. Mér telst til að hér á landi séu rösklega 43 þúsund einstaklingar sem eru 67 ára og eldri. 12.500 manns á aldrinum 67 ára til sjötugs og tæplega 19 þúsund á milli sjötugs og áttræðs. Ástæðan fyrir því að ég er með þessa talnaleikfimi er sú, að margir þessara rúmlega 30 þúsund einstaklinga eru enn í fullu fjöri og meðal þeirra eru margar vinnufúsar hendur, en það má segja að hið opinbera hafi slegið á puttana á þeim vegna óskiljanlegra reglna um frítekjumark og áhrif þess á ellilífeyri. Í dag mega ellilífeyrisþegar hafa 1,2 milljónir í tekjur á ári án þess að það hafi áhrif á útreikning varðandi ellilífeyri. Þeir sem hafa meira en rúmlega 557 þúsund krónur í tekjur á mánuði fá hins vegar ekkert frá Tryggingastofnun og greiða að sjálfsögðu skatta og skyldur af sinni innkomu eins og aðrir þegnar þessa lands og eru hreinlega gullnáma fyrir „skattmann“, því hann þarf ekki að láta neitt af hendi rakna til þeirra. Það eru hins vegar þeir sem gætu auðveldlega aflað sér meiri tekna en þessarar rösklega einnar milljónar á ári, sem brýna nauðsyn ber til að gera auðveldara að vinna meira, án þess að ellilífeyrir þeirra skerðist. Þeir munu að sjálfsögðu greiða sína skatta og skyldur af tekjum sínum eins og aðrir, en þá vantar tilfinnanlega einhvern til að semja fyrir sig. Fulltrúar þessa hóps og annarra ellilífeyrisþega ættu að vera einhvers staðar við kjarasamningaborðið, en ekki láta skammta sér úr hnefa eins og hingað til. Þetta er sanngjörn krafa tugþúsunda kvenna og karla.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar