Er reykurinn líka grænn? Ólafur Hallgrímsson skrifar 10. apríl 2019 07:00 Í auglýsingaflóðinu fyrir jólin vöktu athygli auglýsingar í sjónvarpi og blöðum frá álverum Alcoa og Norðuráli, sem auglýstu „grænasta ál í heimi“ og annað í þeim dúr. Þar var ítrekað, að ál frá Íslandi hefði minnsta kolefnisspor í heimi, enda vandað til allra verka og notuð hrein, íslensk raforka. Losun gróðurhúsalofttegunda í lágmarki. Álverin hampa því mjög, að íslenska álið sé framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum, þ.e. rafmagni, og sé því mun umhverfisvænna en ál framleitt með jarðefnaeldsneyti, sem vissulega má til sanns vegar færa. En hversu grænt er íslenska álið? Verksmiðjurnar senda frá sér útblástur, ryk, með tilheyrandi gróðurhúsalofttegundum. Um það virðist sjaldan talað og síst í jólaauglýsingum. Álver Alcoa á Reyðarfirði lætur frá sér 500.000 tonn af koltvísýringi út í andrúmsloftið árlega. Skyldi magnið vera mikið minna frá Grundartanga, þar sem einnig er járnblendiverksmiðja og ýmis annar mengandi iðnaður? Þá er ótalin eyðilegging, sem vatnsaflsvirkjanirnar skilja eftir sig í náttúrunni. Eða skyldi umturnun Lagarfljótsins, sem nú hefur breytt um lit og lögun af völdum Kárahnjúkavirkjunar, líka teljast græn á máli stóriðjumanna. Nú hafa kísilmálmverksmiðjur bæst í hópinn með kísilverksmiðju PCC Silicon á Bakka, sem tók til starfa á liðnu ári. Sú verksmiðja mun væntanlega brenna 66 þús. tonnum af kolum árlega vegna framleiðslu sinnar, sem munu innflutt frá Suður-Ameríku með tilheyrandi kolefnisspori. Svo vart er þar um að ræða framleiðslu frá vistvænum orkugjöfum einvörðungu, enda mun verksmiðja þessi koma til með að senda meira af koltvísýringi út í andrúmsloftið en sjálft álver Alcoa. Öllum landsmönnum er í fersku minni hörmungarsaga kísilvers United Silicon í Helguvík, sem óþarft er að rekja hér, sem var lokað vegna óbærilegrar mengunar, áður en það komst almennilega í gang. Arion banki, sem fjármagnaði verksmiðjuna, hyggst nú freista þess að koma henni aftur í rekstur og verja nokkrum milljörðum í viðbót í „úrbætur“, eins og það er orðað. Eftir er að vita, hvort íbúar Reykjanesbæjar láta slíkt yfir sig ganga. Sporin hræða. En er ekki bara gott að reisa fleiri stóriðjuver á Íslandi vegna umheimsins, því þannig stuðlum við að því að færri slíkar verksmiðjur verði reistar í öðrum löndum, sem nýti kol eða olíu til framleiðslu sinnar með tilheyrandi mun meiri mengun á heimsvísu. Svo heyrist stundum sagt. Sú staðhæfing á þó við fá rök að styðjast, enda ekki verið sýnt fram á neitt slíkt samhengi. Aðrar þjóðir fara sínu fram, hvað sem okkur líður hér úti í Atlantshafi. Sannleikurinn er sá, að það er ákaflega lítið grænt í stóriðjustefnunni, þar ráða önnur öfl för, semsé peningar og gróðafíkn eigendanna, sem engin mörk þekkja. Reykurinn frá strompum stóriðjuveranna er ekki grænn, heldur svartur og óhollur. Breytir þar litlu, þótt skorsteinar séu hækkaðir og mengun dreift yfir stærra svæði. Það sem upp fer, kemur aftur niður. Andrúmsloftið tekur ekki óendanlega við, án þess það hafi afleiðingar, það er nú orðið öllum ljóst og afleiðingarnar þegar farnar að segja til sín. Vísindamenn um allan heim stíga nú fram og vara við hættunni, verði ekkert róttækt gert í loftslagsmálum nú þegar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur lagt fram aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í samræmi við Parísarsamkomulagið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent til ársins 2030. Þar er nær ekkert minnst á stóriðjuna, hún er undanskilin, enda höfum við komið stóriðjunni út úr okkar mengunarbókhaldi og sett hana undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir, þar sem verslað er með mengunarkvóta. Þess vegna minnist umhverfisráðherrann varla á stóriðjuna, þótt viðurkennt sé, að hún leggi til hátt í helming af allri losun koltvísýrings á Íslandi og noti um 80% af allri innlendri raforkuframleiðslu. Losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði hefur aukist gríðarlega milli áranna 1990 og 2017, sem að stærstum hluta má rekja til uppbyggingar stóriðju síðustu áratugina. Hvernig við ætlum að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum með því að halda áfram á sömu braut, er sjálfsagt mörgum torskilið. Hljótum við ekki að bera ábyrgð á allri okkar losun, hvernig sem hún er tilkomin. Annað er blekkingarleikur. Nú reynir á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og fögur fyrirheit í stjórnarsáttmála. Hvað hyggst hún fyrir? Ætlar hún að gefa grænt ljós á áframhaldandi stóriðjuuppbyggingu, þar með talið United Silicon í Helguvík? Hvort á að vega þyngra á metaskálunum, heilsa fólks eða fjárhagslegir hagsmunir banka og peningamanna? Grunar mig, að margir stuðningsmenn VG vilji fá skýr svör við þessum spurningum og sem fyrst. Við Íslendingar erum fámenn þjóð, en getum engu að síður látið rödd okkar heyrast í samfélagi þjóðanna. Umhverfismálin eru að verða mál málanna um heimsbyggð alla. Á því sviði getum við verið öðrum og stærri þjóðum fyrirmynd og fordæmi, sem eftir yrði tekið og haft þannig áhrif til góðs á heimsvísu. Það gerum við ekki með því að reisa fleiri stóriðjuver. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Í auglýsingaflóðinu fyrir jólin vöktu athygli auglýsingar í sjónvarpi og blöðum frá álverum Alcoa og Norðuráli, sem auglýstu „grænasta ál í heimi“ og annað í þeim dúr. Þar var ítrekað, að ál frá Íslandi hefði minnsta kolefnisspor í heimi, enda vandað til allra verka og notuð hrein, íslensk raforka. Losun gróðurhúsalofttegunda í lágmarki. Álverin hampa því mjög, að íslenska álið sé framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum, þ.e. rafmagni, og sé því mun umhverfisvænna en ál framleitt með jarðefnaeldsneyti, sem vissulega má til sanns vegar færa. En hversu grænt er íslenska álið? Verksmiðjurnar senda frá sér útblástur, ryk, með tilheyrandi gróðurhúsalofttegundum. Um það virðist sjaldan talað og síst í jólaauglýsingum. Álver Alcoa á Reyðarfirði lætur frá sér 500.000 tonn af koltvísýringi út í andrúmsloftið árlega. Skyldi magnið vera mikið minna frá Grundartanga, þar sem einnig er járnblendiverksmiðja og ýmis annar mengandi iðnaður? Þá er ótalin eyðilegging, sem vatnsaflsvirkjanirnar skilja eftir sig í náttúrunni. Eða skyldi umturnun Lagarfljótsins, sem nú hefur breytt um lit og lögun af völdum Kárahnjúkavirkjunar, líka teljast græn á máli stóriðjumanna. Nú hafa kísilmálmverksmiðjur bæst í hópinn með kísilverksmiðju PCC Silicon á Bakka, sem tók til starfa á liðnu ári. Sú verksmiðja mun væntanlega brenna 66 þús. tonnum af kolum árlega vegna framleiðslu sinnar, sem munu innflutt frá Suður-Ameríku með tilheyrandi kolefnisspori. Svo vart er þar um að ræða framleiðslu frá vistvænum orkugjöfum einvörðungu, enda mun verksmiðja þessi koma til með að senda meira af koltvísýringi út í andrúmsloftið en sjálft álver Alcoa. Öllum landsmönnum er í fersku minni hörmungarsaga kísilvers United Silicon í Helguvík, sem óþarft er að rekja hér, sem var lokað vegna óbærilegrar mengunar, áður en það komst almennilega í gang. Arion banki, sem fjármagnaði verksmiðjuna, hyggst nú freista þess að koma henni aftur í rekstur og verja nokkrum milljörðum í viðbót í „úrbætur“, eins og það er orðað. Eftir er að vita, hvort íbúar Reykjanesbæjar láta slíkt yfir sig ganga. Sporin hræða. En er ekki bara gott að reisa fleiri stóriðjuver á Íslandi vegna umheimsins, því þannig stuðlum við að því að færri slíkar verksmiðjur verði reistar í öðrum löndum, sem nýti kol eða olíu til framleiðslu sinnar með tilheyrandi mun meiri mengun á heimsvísu. Svo heyrist stundum sagt. Sú staðhæfing á þó við fá rök að styðjast, enda ekki verið sýnt fram á neitt slíkt samhengi. Aðrar þjóðir fara sínu fram, hvað sem okkur líður hér úti í Atlantshafi. Sannleikurinn er sá, að það er ákaflega lítið grænt í stóriðjustefnunni, þar ráða önnur öfl för, semsé peningar og gróðafíkn eigendanna, sem engin mörk þekkja. Reykurinn frá strompum stóriðjuveranna er ekki grænn, heldur svartur og óhollur. Breytir þar litlu, þótt skorsteinar séu hækkaðir og mengun dreift yfir stærra svæði. Það sem upp fer, kemur aftur niður. Andrúmsloftið tekur ekki óendanlega við, án þess það hafi afleiðingar, það er nú orðið öllum ljóst og afleiðingarnar þegar farnar að segja til sín. Vísindamenn um allan heim stíga nú fram og vara við hættunni, verði ekkert róttækt gert í loftslagsmálum nú þegar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur lagt fram aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í samræmi við Parísarsamkomulagið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent til ársins 2030. Þar er nær ekkert minnst á stóriðjuna, hún er undanskilin, enda höfum við komið stóriðjunni út úr okkar mengunarbókhaldi og sett hana undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir, þar sem verslað er með mengunarkvóta. Þess vegna minnist umhverfisráðherrann varla á stóriðjuna, þótt viðurkennt sé, að hún leggi til hátt í helming af allri losun koltvísýrings á Íslandi og noti um 80% af allri innlendri raforkuframleiðslu. Losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði hefur aukist gríðarlega milli áranna 1990 og 2017, sem að stærstum hluta má rekja til uppbyggingar stóriðju síðustu áratugina. Hvernig við ætlum að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum með því að halda áfram á sömu braut, er sjálfsagt mörgum torskilið. Hljótum við ekki að bera ábyrgð á allri okkar losun, hvernig sem hún er tilkomin. Annað er blekkingarleikur. Nú reynir á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og fögur fyrirheit í stjórnarsáttmála. Hvað hyggst hún fyrir? Ætlar hún að gefa grænt ljós á áframhaldandi stóriðjuuppbyggingu, þar með talið United Silicon í Helguvík? Hvort á að vega þyngra á metaskálunum, heilsa fólks eða fjárhagslegir hagsmunir banka og peningamanna? Grunar mig, að margir stuðningsmenn VG vilji fá skýr svör við þessum spurningum og sem fyrst. Við Íslendingar erum fámenn þjóð, en getum engu að síður látið rödd okkar heyrast í samfélagi þjóðanna. Umhverfismálin eru að verða mál málanna um heimsbyggð alla. Á því sviði getum við verið öðrum og stærri þjóðum fyrirmynd og fordæmi, sem eftir yrði tekið og haft þannig áhrif til góðs á heimsvísu. Það gerum við ekki með því að reisa fleiri stóriðjuver.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar