Tíðarfar ársins 2018: Óvenju margir úrkomudagar en nokkuð hlýtt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2019 07:52 Það rigndi oft ansi hressilega á höfuðborgarsvæðinu árið 2018. vísir/vilhelm Árið 2018 var nokkuð hlýtt en úrkomusamt og var úrkoma yfir meðallagi á nær öllu landinu auk óvenju margra úrkomudaga bæði sunnan- og norðan lands. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands yfir tíðarfar á landinu í fyrra sem birt hefur verið á vefnum. Þar segir að aldrei hafi mælst fleiri úrkomudagar í Reykjavík í fyrra, alls 261, og þá hafa sólskinsstundir í höfuðborginni ekki mælst færri síðan 1992 en eins og einhverjum er eflaust í fersku minni voru sumarmánuðirnir júní og júlí svalir og óvenju þungbúnir suðvestan til. „Meðalhiti í Reykjavík var 5,1 stig og er það 0,8 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en -0,3 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var ársmeðalhitinn 4,5 stig, 1,0 stigi yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Á Akureyri var meðalhitinn 4,6 stig sem er 1,3 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 0,2 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára,“ segir í yfirlitinu um hita síðasta árs. Hæsti hiti ársins mældist á Patreksfirði þann 29. júlí þegar snögg hitabylgja gekk yfir landið en hitinn náði 24,7 stigum. Nokkuð óvenjulegt er að hæsti hiti ársins mælist á Vestfjörðum. Þá mældist mesta frost ársins -25,6 stig þann 21. janúar bæði í Svartárkoti og við Mývatn. „Alhvítir dagar í Reykjavík voru 38 sem er 26 færri en meðaltal áranna 1971 og 2000. Þónokkur snjór var í Reykjavík í janúar og febrúar en mars var alauður sem hefur ekki gerst síðan í mars 2005. Lítillega snjóaði í maí en haustið var svo með snjóléttasta móti og hafa alhvítir dagar einungis verið 4 frá því í maí. Alhvítir dagar ársins á Akureyri voru 98, tíu færri en meðaltal áranna 1971 og 2000. Á Akureyri var töluverður snjór í janúar og febrúar og þar til um miðjan mars. Alhvítir dagar voru færri en að meðallagi á Akureyri síðari hluta árs en mikill snjór féll þó í lok nóvember og byrjun desember. Þann 30. nóvember mældist snjódýpt 75 cm sem er mesta snjódýpt sem mælst hefur á Akureyri nóvembermánuði og þann 3. desember mældist snjódýpt 105 cm sem er mesta snjódýpt sem mælst hefur þar í desembermánuði. Mesta snjódýpt á árinu mældist 109 cm við Skeiðsfossvirkjun þ. 4 desember,“ segir svo í yfirliti yfir tíðarfar síðasta árs um snjóinn en nánar má lesa um veðrið á árinu 2018 hér. Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Árið 2018 var nokkuð hlýtt en úrkomusamt og var úrkoma yfir meðallagi á nær öllu landinu auk óvenju margra úrkomudaga bæði sunnan- og norðan lands. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands yfir tíðarfar á landinu í fyrra sem birt hefur verið á vefnum. Þar segir að aldrei hafi mælst fleiri úrkomudagar í Reykjavík í fyrra, alls 261, og þá hafa sólskinsstundir í höfuðborginni ekki mælst færri síðan 1992 en eins og einhverjum er eflaust í fersku minni voru sumarmánuðirnir júní og júlí svalir og óvenju þungbúnir suðvestan til. „Meðalhiti í Reykjavík var 5,1 stig og er það 0,8 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en -0,3 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var ársmeðalhitinn 4,5 stig, 1,0 stigi yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Á Akureyri var meðalhitinn 4,6 stig sem er 1,3 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 0,2 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára,“ segir í yfirlitinu um hita síðasta árs. Hæsti hiti ársins mældist á Patreksfirði þann 29. júlí þegar snögg hitabylgja gekk yfir landið en hitinn náði 24,7 stigum. Nokkuð óvenjulegt er að hæsti hiti ársins mælist á Vestfjörðum. Þá mældist mesta frost ársins -25,6 stig þann 21. janúar bæði í Svartárkoti og við Mývatn. „Alhvítir dagar í Reykjavík voru 38 sem er 26 færri en meðaltal áranna 1971 og 2000. Þónokkur snjór var í Reykjavík í janúar og febrúar en mars var alauður sem hefur ekki gerst síðan í mars 2005. Lítillega snjóaði í maí en haustið var svo með snjóléttasta móti og hafa alhvítir dagar einungis verið 4 frá því í maí. Alhvítir dagar ársins á Akureyri voru 98, tíu færri en meðaltal áranna 1971 og 2000. Á Akureyri var töluverður snjór í janúar og febrúar og þar til um miðjan mars. Alhvítir dagar voru færri en að meðallagi á Akureyri síðari hluta árs en mikill snjór féll þó í lok nóvember og byrjun desember. Þann 30. nóvember mældist snjódýpt 75 cm sem er mesta snjódýpt sem mælst hefur á Akureyri nóvembermánuði og þann 3. desember mældist snjódýpt 105 cm sem er mesta snjódýpt sem mælst hefur þar í desembermánuði. Mesta snjódýpt á árinu mældist 109 cm við Skeiðsfossvirkjun þ. 4 desember,“ segir svo í yfirliti yfir tíðarfar síðasta árs um snjóinn en nánar má lesa um veðrið á árinu 2018 hér.
Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira