Hundruð eldinga í nótt: „Þetta er meira eins og útlenskt þrumuveður“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júlí 2019 07:30 Ekki er útilokað að einhverjar eldingar nái niður í Eyjafjörð með morgninum. Myndin er frá þrumuveðri sem gekk yfir England. Vísir/getty Mikið þrumuveður hefur gengið yfir landið austanvert í nótt og telja eldingar líklega einhver hundruð. Veðurfræðingur segir að svo öflugt þrumuveður verði sjaldan á Íslandi. Ástandið í nótt minni einna helst á þrumuveður í útlöndum. Enn mælast eldingar það sem af er morgni en búist er við að þrumuveðrið gangi niður í dag. Þrumuveðrið byrjaði á Suðaustur- og Austurlandi, þar sem það lét til sín taka í nótt. Þá hafa mælst eldingar suður með landinu í morgun og fyrir norðan Vatnajökul. Ekki er útilokað að einhverjar eldingar nái niður í Eyjafjörð með morgninum, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Haraldur Eiríksson veðurfræðingur á Veðurstofunni segir í samtali við Vísi að Austurland sé nú laust við þrumuveðrið. „Þrumuveðrið var öflugt í nótt en ég held þetta sé að klárast. Það hafa verið að mælast eldingar á Norðvesturlandi en þær eru ekki að mælast á Austurlandi eins og er.“ Hundruð eldinga mældust í nótt og segir Haraldur það vissulega óvenjulegt. „Það gerist sjaldan á Íslandi. Þetta er meira eins og útlenskt þrumuveður.“ Engar tilkynningar um þrumuveðrið hafa borist Veðurstofunni það sem af er morgni. Þá gerir Haraldur ráð fyrir að þrumu- og skúraveðrið gangi yfir í dag en ágætisspá er í kortunum restina af vikunni.Það er von á góðu veðri það sem eftir lifir viku.Vísir/vilhelmÁfram hlýtt og rofar til á morgun Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að í dag verði áfram hlýtt loft yfir landinu. Þá má búast við skúrum við suðurströndina en sólarglennum vestan- og norðantil. Á Austfjörðum er enn þá þokuloft eða súld en heldur léttara yfir inn til landisns. Á morgun verður áfram hlýtt en einnig útlit fyrir að rofi til víðast hvar á landinu. Í dag verður jafnframt vaxandi austanátt, víða 5-15 m/s og eru ferðalangar hvattir til að hafa varann á. „Hvassast verður undir Eyjafjöllum og í Öræfum en ekki ólíklegt að vindur geti einnig náð sér á strik á fjallvegum á Vestfjörðum. Ferðalöngum með aftanívagna og þeim sem eru á húsbílum er bent á að fylgjast vel með veðurathugunum, vindhviður geta náð 25 m/s, sem getur í sumum tilfellum reynst hættulegt farartækjum sem taka á sig mikinn vind,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag:Austan 5-10 m/s, en 10-15 við suðurströndina. Víða léttskýjað, en dálítil væta syðst um morguninn og og þokubakkar við austurströndina. Hiti 15 til 23 stig, en 10 til 15 austanlands. Á fimmtudag:Austlæg átt 3-8 og bjart veður, en skýjað og dálítil súld á annesjum austanlands. Hiti víða 15 til 20 stig að deginum, en svalara við norðausturströndina. Á föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag (frídagur verslunarmanna):Útlit fyrir áframhaldandi austlæga átt eða hafgolu. Bjart með köflum, hlýtt í veðri og líkur á stöku síðdegisskúrum, en þokuloft við norður- og austurströndina. Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinuHæg breytileg átt en austan 5-10 seint í dag. Skýjað með köflum og stöku skúrir léttir til á morgun. Hiti 16 til 21 stig yfir daginn. Veður Tengdar fréttir Vara við þrumuveðri í kvöld og nótt Hlýtt loft hefur gengið yfir landið í dag en líkur eru á kaldara lofti í kvöld sem getur myndað óstöðugleika sem veldur þrumum og eldingum. 29. júlí 2019 14:46 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Mikið þrumuveður hefur gengið yfir landið austanvert í nótt og telja eldingar líklega einhver hundruð. Veðurfræðingur segir að svo öflugt þrumuveður verði sjaldan á Íslandi. Ástandið í nótt minni einna helst á þrumuveður í útlöndum. Enn mælast eldingar það sem af er morgni en búist er við að þrumuveðrið gangi niður í dag. Þrumuveðrið byrjaði á Suðaustur- og Austurlandi, þar sem það lét til sín taka í nótt. Þá hafa mælst eldingar suður með landinu í morgun og fyrir norðan Vatnajökul. Ekki er útilokað að einhverjar eldingar nái niður í Eyjafjörð með morgninum, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Haraldur Eiríksson veðurfræðingur á Veðurstofunni segir í samtali við Vísi að Austurland sé nú laust við þrumuveðrið. „Þrumuveðrið var öflugt í nótt en ég held þetta sé að klárast. Það hafa verið að mælast eldingar á Norðvesturlandi en þær eru ekki að mælast á Austurlandi eins og er.“ Hundruð eldinga mældust í nótt og segir Haraldur það vissulega óvenjulegt. „Það gerist sjaldan á Íslandi. Þetta er meira eins og útlenskt þrumuveður.“ Engar tilkynningar um þrumuveðrið hafa borist Veðurstofunni það sem af er morgni. Þá gerir Haraldur ráð fyrir að þrumu- og skúraveðrið gangi yfir í dag en ágætisspá er í kortunum restina af vikunni.Það er von á góðu veðri það sem eftir lifir viku.Vísir/vilhelmÁfram hlýtt og rofar til á morgun Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að í dag verði áfram hlýtt loft yfir landinu. Þá má búast við skúrum við suðurströndina en sólarglennum vestan- og norðantil. Á Austfjörðum er enn þá þokuloft eða súld en heldur léttara yfir inn til landisns. Á morgun verður áfram hlýtt en einnig útlit fyrir að rofi til víðast hvar á landinu. Í dag verður jafnframt vaxandi austanátt, víða 5-15 m/s og eru ferðalangar hvattir til að hafa varann á. „Hvassast verður undir Eyjafjöllum og í Öræfum en ekki ólíklegt að vindur geti einnig náð sér á strik á fjallvegum á Vestfjörðum. Ferðalöngum með aftanívagna og þeim sem eru á húsbílum er bent á að fylgjast vel með veðurathugunum, vindhviður geta náð 25 m/s, sem getur í sumum tilfellum reynst hættulegt farartækjum sem taka á sig mikinn vind,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag:Austan 5-10 m/s, en 10-15 við suðurströndina. Víða léttskýjað, en dálítil væta syðst um morguninn og og þokubakkar við austurströndina. Hiti 15 til 23 stig, en 10 til 15 austanlands. Á fimmtudag:Austlæg átt 3-8 og bjart veður, en skýjað og dálítil súld á annesjum austanlands. Hiti víða 15 til 20 stig að deginum, en svalara við norðausturströndina. Á föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag (frídagur verslunarmanna):Útlit fyrir áframhaldandi austlæga átt eða hafgolu. Bjart með köflum, hlýtt í veðri og líkur á stöku síðdegisskúrum, en þokuloft við norður- og austurströndina. Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinuHæg breytileg átt en austan 5-10 seint í dag. Skýjað með köflum og stöku skúrir léttir til á morgun. Hiti 16 til 21 stig yfir daginn.
Veður Tengdar fréttir Vara við þrumuveðri í kvöld og nótt Hlýtt loft hefur gengið yfir landið í dag en líkur eru á kaldara lofti í kvöld sem getur myndað óstöðugleika sem veldur þrumum og eldingum. 29. júlí 2019 14:46 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Vara við þrumuveðri í kvöld og nótt Hlýtt loft hefur gengið yfir landið í dag en líkur eru á kaldara lofti í kvöld sem getur myndað óstöðugleika sem veldur þrumum og eldingum. 29. júlí 2019 14:46