Júlí mánuður í Reykjavík stefnir í að verða sá hlýjasti sem vitað er um Birgir Olgeirsson skrifar 30. júlí 2019 15:06 Hlýjar nætur og hagstæð vindátt ráða mestu um hlýjan júlí mánuð í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Það stefnir flest allt í að júlí mánuðurinn í ár verði sá hlýjasti sem vitað er um í Reykjavík. Þetta segir Trausti Jónsson veðurfræðingur sem segir jafnt hitastig allan sólarhringinn eiga stærsta þáttinn í þessu meti. Þegar einn og hálfur sólarhringur er eftir af júlí mánuði stendur meðalhitinn í Reykjavík í 13,2 gráðum. Trausti segir það engan ofboðslega hita fljótt á litið en þó nokkur í svona langri mælingu, það er að segja yfir heilan mánuð. Hitinn á nóttunni hefur verið um 12 til 14 stig og munar þar um minna. Áður hafði meðalhiti í júlí mánuði í Reykjavík mælst 13,03 gráður árið 2010 og 1991 en einnig var fremur hlýtt í júlí árið 1936. Trausti segir hagstæða austanátt ráða miklu um þetta hitastig því þá berst hlýr vindur af landi til Reykjavíkur, ólíkt því sem gerist þegar vestan áttin dregur kalt loft frá hafi inn til borgarinnar.Á vef sínum Hungurdiskum bendir Trausti á að það stefni einnig í að mánuðurinn verði sá hlýjasti á öldinni við Faxaflóa. Kaldara hefur þó verið fyrir norðan og austan, ekki beint kalt en þó langt frá meðalhita. Á Suðurlandi og við Breiðafjörð hefur júlí mánuður verið sá næst hlýjasti og í hæsta þriðjungi einnig á Vestfjörðum og á Miðhálendinu. „Hiti í öðrum spásvæðum fellur á miðþriðjung - gróflega í meðallagi aldarinnar. Kaldast að tiltölu hefur verið á Ströndum og Norðurlandi vestra, hiti -0,3 stig neðan meðallags síðustu tíu ára - en það er reyndar hátt í langtímasamanburði - höfum það í huga. Á landsvísu virðist hitinn stefna á 10. til 15. hitasæti (af 140) - það munar litlu á röðinni, en er langt frá meti,“ skrifar Trausti á Hungurdiska. Reykjavík Veður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Það stefnir flest allt í að júlí mánuðurinn í ár verði sá hlýjasti sem vitað er um í Reykjavík. Þetta segir Trausti Jónsson veðurfræðingur sem segir jafnt hitastig allan sólarhringinn eiga stærsta þáttinn í þessu meti. Þegar einn og hálfur sólarhringur er eftir af júlí mánuði stendur meðalhitinn í Reykjavík í 13,2 gráðum. Trausti segir það engan ofboðslega hita fljótt á litið en þó nokkur í svona langri mælingu, það er að segja yfir heilan mánuð. Hitinn á nóttunni hefur verið um 12 til 14 stig og munar þar um minna. Áður hafði meðalhiti í júlí mánuði í Reykjavík mælst 13,03 gráður árið 2010 og 1991 en einnig var fremur hlýtt í júlí árið 1936. Trausti segir hagstæða austanátt ráða miklu um þetta hitastig því þá berst hlýr vindur af landi til Reykjavíkur, ólíkt því sem gerist þegar vestan áttin dregur kalt loft frá hafi inn til borgarinnar.Á vef sínum Hungurdiskum bendir Trausti á að það stefni einnig í að mánuðurinn verði sá hlýjasti á öldinni við Faxaflóa. Kaldara hefur þó verið fyrir norðan og austan, ekki beint kalt en þó langt frá meðalhita. Á Suðurlandi og við Breiðafjörð hefur júlí mánuður verið sá næst hlýjasti og í hæsta þriðjungi einnig á Vestfjörðum og á Miðhálendinu. „Hiti í öðrum spásvæðum fellur á miðþriðjung - gróflega í meðallagi aldarinnar. Kaldast að tiltölu hefur verið á Ströndum og Norðurlandi vestra, hiti -0,3 stig neðan meðallags síðustu tíu ára - en það er reyndar hátt í langtímasamanburði - höfum það í huga. Á landsvísu virðist hitinn stefna á 10. til 15. hitasæti (af 140) - það munar litlu á röðinni, en er langt frá meti,“ skrifar Trausti á Hungurdiska.
Reykjavík Veður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira