Öndin Búkolla hegðar sér eins og hundur Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. júlí 2019 07:00 Öndin Búkolla er mikill gleðigjafi fjölskyldunnar. mynd/Ragnheiður Búkolla er æðarkolla og þaðan kemur hið sérstaka nafn sem flestir þekkja úr ævintýrinu. Vinkona Ragnheiðar og Geirs á varpland nálægt Flateyri og þaðan kom Búkolla. Þau tóku hana að sér síðasta haust eftir að köttur hafði slitið væng hennar og gert hana ófleyga. „Hún er gæf enda hefur hún alist upp með tveimur hundum. Það gerir það að verkum að hún hegðar sér að miklu leyti eins og hundur,“ segir Ragnheiður. „Ef hún er í stuði þá hleypur hún eftir dóti sem við rennum eftir gólfinu og nartar í það. Ef Búkolla fengi að ráða þá myndi hún aðeins éta hundamat.“ Búkollu kemur ágætlega saman við hina hundana og stjórnar þeim að miklu leyti. Ef Búkolla á slæman dag stuggar hún þeim í burtu og þeir halda sinni fjarlægð. Ragnheiður segir að Búkolla sé mjög hænd að heimilisfólkinu og að hún geri sér mannamun. „Ef við sitjum í sófanum þá kemur hún vappandi að og hættir ekki að pikka í sófann fyrr en maður tekur hana upp. Hún vill kúra hjá okkur en þess á milli á hún sitt horn sem henni finnst gott að vera í.“ Þó að Búkolla hafi lært ýmislegt af hundunum þá ver hún ekki heimilið þegar barið er að dyrum. Hún er engu að síðu mjög forvitin og vill sjá ef gesti ber að garði. Sumir vilja meina að hægt sé að temja eða þjálfa endur. Ragnheiður segir að þau hafi ekki látið reyna á það. Það yrði of erfitt og tímafrekt. Fjölskyldan á heimili í Norðlingaholti og Búkolla ferðast með þeim milli landshluta. Á báðum stöðunum fer fjölskyldan með hana í sund en óttast það ekki að hún skili sér ekki til baka. „Hún syndir alveg töluvert langt út á sjó, hittir aðra fugla en fylgist alltaf með okkur og kemur svo syndandi til baka,“ segir Ragnheiður. „Við þekkjum kallið hennar.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Ísafjarðarbær Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Búkolla er æðarkolla og þaðan kemur hið sérstaka nafn sem flestir þekkja úr ævintýrinu. Vinkona Ragnheiðar og Geirs á varpland nálægt Flateyri og þaðan kom Búkolla. Þau tóku hana að sér síðasta haust eftir að köttur hafði slitið væng hennar og gert hana ófleyga. „Hún er gæf enda hefur hún alist upp með tveimur hundum. Það gerir það að verkum að hún hegðar sér að miklu leyti eins og hundur,“ segir Ragnheiður. „Ef hún er í stuði þá hleypur hún eftir dóti sem við rennum eftir gólfinu og nartar í það. Ef Búkolla fengi að ráða þá myndi hún aðeins éta hundamat.“ Búkollu kemur ágætlega saman við hina hundana og stjórnar þeim að miklu leyti. Ef Búkolla á slæman dag stuggar hún þeim í burtu og þeir halda sinni fjarlægð. Ragnheiður segir að Búkolla sé mjög hænd að heimilisfólkinu og að hún geri sér mannamun. „Ef við sitjum í sófanum þá kemur hún vappandi að og hættir ekki að pikka í sófann fyrr en maður tekur hana upp. Hún vill kúra hjá okkur en þess á milli á hún sitt horn sem henni finnst gott að vera í.“ Þó að Búkolla hafi lært ýmislegt af hundunum þá ver hún ekki heimilið þegar barið er að dyrum. Hún er engu að síðu mjög forvitin og vill sjá ef gesti ber að garði. Sumir vilja meina að hægt sé að temja eða þjálfa endur. Ragnheiður segir að þau hafi ekki látið reyna á það. Það yrði of erfitt og tímafrekt. Fjölskyldan á heimili í Norðlingaholti og Búkolla ferðast með þeim milli landshluta. Á báðum stöðunum fer fjölskyldan með hana í sund en óttast það ekki að hún skili sér ekki til baka. „Hún syndir alveg töluvert langt út á sjó, hittir aðra fugla en fylgist alltaf með okkur og kemur svo syndandi til baka,“ segir Ragnheiður. „Við þekkjum kallið hennar.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Ísafjarðarbær Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira