Óvænt úrslit í Love Island Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. júlí 2019 10:41 Óhætt er að segja að endalokin hafi verið óvænt en áhorfendur þáttanna velja sigurvegara hverju sinni með símakosningu. Bresku raunveruleikaþættirnir Love Island njóta sífellt meiri vinsælda hjá ungu kynslóðinni en í gærkvöldi lauk fimmtu þáttaröðinni með afar óvæntum hætti.Love Island er vinsælasta sjónvarpsefni hjá ungu fólki á aldrinum 16-34 ára í Bretlandi og síðasta þáttaröðin sló áhorfsmet. Á dögunum tilkynntu framleiðendur þáttanna að á næsta ári verði aðdáendum þáttanna boðið upp á tvær þáttaraðir á ári. Þættirnir voru að þessu sinni teknir upp í glæsihýsi á spænsku eyjunni Mallorca. Sigurparið fær 50.000 pund í verðlaun. Höskuldarviðvörun: Þeir sem hafa ekki horft á nýjustu þáttaröðina af Love Island og vilja alls ekki vita hvernig lokaþátturinn fór þurfa að hætta að lesa strax. . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . .Áhorfendur þáttanna kusu Amber og Greg í símakosningu í gærkvöldi.Óhætt er að segja að endalokin hafi verið óvænt en áhorfendur þáttanna velja sigurvegara hverju sinni með símakosningu. Í margar vikur höfðu veðbankar spáð áhrifavaldinum Molly-Mae Hague og hnefaleikaranum Tommy Fury sigri því þau hafa verið par í 54 daga. Allt kom þó fyrir ekki því Amber Gill og Greg O‘Shea sem eru tiltölulega nýlega búin að kynnast eru sigurvegarar Love Island. Úrslitin virtust koma þeim sjálfum mikið á óvart því Amber rak upp stór augu og sagðist hreint ekki trúa þessu og Greg sagði að þetta væri brjálæði. Amber er bæði snyrtifræðingur og fyrirsæta frá Newcastle en hún er aðeins 21 eins árs. Greg 24 ára ruðningsleikari frá Írlandi. Amber var í þáttunum frá fyrsta tökudegi en það er tiltölulega stutt síðan Greg birtist fyrst í þáttaröðinni, einungis örfáar vikur. Amber var í fyrstu með slökkviliðsmanninum Michael Griffiths en hann fór afar illa með hana þegar hann skyndilega tilkynnti henni, öllum að óvörum, að hann ætlaði að byrja með annarri konu og Amber þyrfti að sigla á önnur mið. Þegar Caroline Flack, þáttastjórnandi Love Island, hafði tilkynnt um sigurvegara bað hún Greg og Amber um að draga sitt hvort umslagið en í öðru þeirra var vinningsupphæðin en ekkert í hinu. Greg fékk dró peningaumslagið en sagðist ætla að deila því með nýju kærustunni, Amber. Tommy og Molly-Mae sögðust samgleðjast vinum sínum. Tommy sagði að Amber ætti þetta skilið því hún hefði farið í gegnum mikla erfiðleika í þáttunum. Amber sagði að Greg hefði komið til Mallorca á elleftu stundu, þegar hún hafði gefið upp alla von um ást í glæsihýsinu. Greg hafi mætt á svæðið þegar hún var afar niðurdregin og fengið hana til að brosa á ný. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tvær þáttaraðir af Love Island á ári frá og með 2020 Sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að fjölga þáttaröðum af raunveruleika- og stefnumótaþættinum Love Island. 24. júlí 2019 09:23 101 Fréttir fer yfir íslenskt Love Island og lúsmý Birna María er mætt aftur með brakandi ferskan fréttapakka. 20. júní 2019 16:21 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira
Bresku raunveruleikaþættirnir Love Island njóta sífellt meiri vinsælda hjá ungu kynslóðinni en í gærkvöldi lauk fimmtu þáttaröðinni með afar óvæntum hætti.Love Island er vinsælasta sjónvarpsefni hjá ungu fólki á aldrinum 16-34 ára í Bretlandi og síðasta þáttaröðin sló áhorfsmet. Á dögunum tilkynntu framleiðendur þáttanna að á næsta ári verði aðdáendum þáttanna boðið upp á tvær þáttaraðir á ári. Þættirnir voru að þessu sinni teknir upp í glæsihýsi á spænsku eyjunni Mallorca. Sigurparið fær 50.000 pund í verðlaun. Höskuldarviðvörun: Þeir sem hafa ekki horft á nýjustu þáttaröðina af Love Island og vilja alls ekki vita hvernig lokaþátturinn fór þurfa að hætta að lesa strax. . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . .Áhorfendur þáttanna kusu Amber og Greg í símakosningu í gærkvöldi.Óhætt er að segja að endalokin hafi verið óvænt en áhorfendur þáttanna velja sigurvegara hverju sinni með símakosningu. Í margar vikur höfðu veðbankar spáð áhrifavaldinum Molly-Mae Hague og hnefaleikaranum Tommy Fury sigri því þau hafa verið par í 54 daga. Allt kom þó fyrir ekki því Amber Gill og Greg O‘Shea sem eru tiltölulega nýlega búin að kynnast eru sigurvegarar Love Island. Úrslitin virtust koma þeim sjálfum mikið á óvart því Amber rak upp stór augu og sagðist hreint ekki trúa þessu og Greg sagði að þetta væri brjálæði. Amber er bæði snyrtifræðingur og fyrirsæta frá Newcastle en hún er aðeins 21 eins árs. Greg 24 ára ruðningsleikari frá Írlandi. Amber var í þáttunum frá fyrsta tökudegi en það er tiltölulega stutt síðan Greg birtist fyrst í þáttaröðinni, einungis örfáar vikur. Amber var í fyrstu með slökkviliðsmanninum Michael Griffiths en hann fór afar illa með hana þegar hann skyndilega tilkynnti henni, öllum að óvörum, að hann ætlaði að byrja með annarri konu og Amber þyrfti að sigla á önnur mið. Þegar Caroline Flack, þáttastjórnandi Love Island, hafði tilkynnt um sigurvegara bað hún Greg og Amber um að draga sitt hvort umslagið en í öðru þeirra var vinningsupphæðin en ekkert í hinu. Greg fékk dró peningaumslagið en sagðist ætla að deila því með nýju kærustunni, Amber. Tommy og Molly-Mae sögðust samgleðjast vinum sínum. Tommy sagði að Amber ætti þetta skilið því hún hefði farið í gegnum mikla erfiðleika í þáttunum. Amber sagði að Greg hefði komið til Mallorca á elleftu stundu, þegar hún hafði gefið upp alla von um ást í glæsihýsinu. Greg hafi mætt á svæðið þegar hún var afar niðurdregin og fengið hana til að brosa á ný.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tvær þáttaraðir af Love Island á ári frá og með 2020 Sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að fjölga þáttaröðum af raunveruleika- og stefnumótaþættinum Love Island. 24. júlí 2019 09:23 101 Fréttir fer yfir íslenskt Love Island og lúsmý Birna María er mætt aftur með brakandi ferskan fréttapakka. 20. júní 2019 16:21 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira
Tvær þáttaraðir af Love Island á ári frá og með 2020 Sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að fjölga þáttaröðum af raunveruleika- og stefnumótaþættinum Love Island. 24. júlí 2019 09:23
101 Fréttir fer yfir íslenskt Love Island og lúsmý Birna María er mætt aftur með brakandi ferskan fréttapakka. 20. júní 2019 16:21