
Um er að ræða nýja ályktun, en öll ríkin sem stóðu að ályktunni eru einnig hluti af alþjóðlegum samtökum ríkja um að tryggja jöfn laun (e. Equal Pay International Coalition). Ályktunin tilgreinir 18. september sem alþjóðlegan jafnlaunadag sem haldinn verður árlega. Markmið alþjóðadagsins verður að vekja athygli á aðgerðum sem ráðist hefur verið í og stuðla að jöfnum launum, og hvetja til frekari aðgerða til að ná markmiði um jöfn laun kvenna og karla fyrir jafna vinnu sem áttunda Heimsmarkmið SÞ tekur sérstaklega til.
Ályktunin rekur upphaf sitt til mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf sem, fyrir tilstilli Íslands og fleiri ríkja, samþykkti í júlí sl. einróma ályktun um jöfn laun til handa konum og körlum.
Ræða Helenar Ingu Von Ernst, sendiráðsritara.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.