Rúnar: Sennilega okkar besti leikur Þór Símon Hafþórsson skrifar 15. júní 2019 18:56 Rúnar Kristinsson er þjálfari KR. vísir/ernir KR fór á toppinn á Pepsi Max deildinni eftir sterkan sigur á ÍA á Akranesi. KR vann leikinn þægilega 3-1. „Ég er gríðarlega ánægður. Við vorum frábærir í dag og það þurfti til þess að vinna spræka og góða Skagamenn,“ sagði ánægður Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. Skagamenn áttu fá svör við leik KR og engu líkara nema að gestirnir hefðu náð að nýta landsleikjahléið vel í að kortleggja andstæðingin. „Við fylgjumst með þeim eins og öllum öðrum liðum. Ég held að ég sé engin undantekning frekar en aðrir þjálfarar í deildinni. Við reynum allir að lesa í andstæðingin og finna lausnir. Okkar heppnaðist vel í dag,“ sagði Rúnar og bætti við: „Þetta var sennilega okkar besti leikur í sumar. Rúnar hrósaði svo Tobias Thomsen vel og mikið en daninn skoraði þriðja mark KR-inga í dag. „Ég hef verið ofsalega ánægður með hann. Hann hleypur mikið og er búinn að átta sig á að hann verði að hafa fyrir hlutanum. Hann skoraði flott mark og skilar alltaf mikilli vinnu fyrir okkur.“ Rúnar hrósaði svo Óskari Erni sem átti frábæran leik í dag og skoraði og lagði upp eitt og var valinn maður leiksins. „Óskar hefur verið frábær. Honum líður vel. Er með mikið sjálfstraust og fær að leika lausum hala svo lengi sem hann hleypur til baka í vörninni. Hann er að skora og leggja upp fyrir okkur,“ sagði Rúnar um Óskar sem hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar í sumar. KR er nú komið á topp Pepsi deildarinnar sem er einmitt þar sem Vesturbæjarstóveldið telur sig eiga heima, eða hvað? „Það er alltaf stefnan að hanga á toppnum en það er nóg eftir en það er gott að vera þar sem við erum núna.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira
KR fór á toppinn á Pepsi Max deildinni eftir sterkan sigur á ÍA á Akranesi. KR vann leikinn þægilega 3-1. „Ég er gríðarlega ánægður. Við vorum frábærir í dag og það þurfti til þess að vinna spræka og góða Skagamenn,“ sagði ánægður Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. Skagamenn áttu fá svör við leik KR og engu líkara nema að gestirnir hefðu náð að nýta landsleikjahléið vel í að kortleggja andstæðingin. „Við fylgjumst með þeim eins og öllum öðrum liðum. Ég held að ég sé engin undantekning frekar en aðrir þjálfarar í deildinni. Við reynum allir að lesa í andstæðingin og finna lausnir. Okkar heppnaðist vel í dag,“ sagði Rúnar og bætti við: „Þetta var sennilega okkar besti leikur í sumar. Rúnar hrósaði svo Tobias Thomsen vel og mikið en daninn skoraði þriðja mark KR-inga í dag. „Ég hef verið ofsalega ánægður með hann. Hann hleypur mikið og er búinn að átta sig á að hann verði að hafa fyrir hlutanum. Hann skoraði flott mark og skilar alltaf mikilli vinnu fyrir okkur.“ Rúnar hrósaði svo Óskari Erni sem átti frábæran leik í dag og skoraði og lagði upp eitt og var valinn maður leiksins. „Óskar hefur verið frábær. Honum líður vel. Er með mikið sjálfstraust og fær að leika lausum hala svo lengi sem hann hleypur til baka í vörninni. Hann er að skora og leggja upp fyrir okkur,“ sagði Rúnar um Óskar sem hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar í sumar. KR er nú komið á topp Pepsi deildarinnar sem er einmitt þar sem Vesturbæjarstóveldið telur sig eiga heima, eða hvað? „Það er alltaf stefnan að hanga á toppnum en það er nóg eftir en það er gott að vera þar sem við erum núna.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira