Eldfimt ástand eftir árásir á Ómanflóa Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. júní 2019 07:15 Forstjóri skipafélags eins skipanna sem ráðist var á er ósammála Bandaríkjastjórn. Nordicphotos/AFP Evrópusambandið mun hvorki taka þátt í getgátum né fullyrða neitt um árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa fyrr en nauðsynlegar upplýsingar liggja fyrir. Þetta hafði CNN eftir upplýsingafulltrúa í gær en Bandaríkjastjórn hefur kennt Írönum um árásirnar. Ráðist var á tvö skip í vikunni og fjögur fyrir mánaðamót. Enginn fórst og Íransstjórn neitar alfarið ásökununum. Seinni tvö skipin voru frá Noregi og Japan en fyrri fjögur frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Noregi og tvö frá Sádi-Arabíu. „Á meðan við sönkum að okkur upplýsingum og sönnunargögnum og leggjum mat á fyrirliggjandi gögn munum við ekki setja fram kenningar eða taka þátt í getgátum,“ var haft eftir upplýsingafulltrúanum. Einu gögnin sem Bandaríkjastjórn hefur lagt fram til þess að renna stoðum undir ásakanir sínar hingað til er myndband sem herinn birti og sagði sýna íranska sérsveitarliða fjarlægja tundurdufl sem sprakk ekki af japanska skipinu og ljósmyndir, sagðar sýna tundurduflið. Yutaka Katada, forstjóri japanska skipafélagsins Kokuka Sangyo, sem gerir út flutningaskipið sem ráðist var á, hélt blaðamannafund í gær. Hann sagði að eitthvað fljúgandi hefði hæft skipið og hafði það eftir áhöfn. „Það eru engar líkur á því að þetta hafi verið tundurdufl.“ Abbas Mousavi, upplýsingafulltrúi íranska utanríkisráðuneytisins, sagði ásakanirnar sjálfar áhyggjuefni. Bætti því við að það væri afar „hentugt“ fyrir Bandaríkjamenn að skella skuldinni á Íransstjórn. Bandaríkjastjórn hefur ekki tjáð sig um mögulegar gagnaðgerðir gegn Írönum utan þess að Donald Trump forseti sagði í gær að ekki væri stefnt á að loka Hormuzsundi, á milli Írans og Óman. Að minnsta kosti ekki lengi. Sundið er mikilvæg viðskiptaleið og um það fer töluvert magn olíu. Forsetinn sagðist hins vegar tilbúinn til þess að hefja viðræður við Íran á ný. „Við viljum fá þau að borðinu. Ég er tilbúinn hvenær sem þau vilja,“ sagði forsetinn við Fox News. Samskipti Bandaríkjanna og Írans hafa versnað til muna frá því Trump tók við embætti. Hann hefur rift kjarnorkusamningnum sem Íran gerði við Bandaríkin og önnur stórveldi er snerist um að Íran skyldi frysta kjarnorkuáætlun sína gegn afléttingu viðskiptaþvingana. Meðal annars vegna þess að Bandaríkin telja Íransstjórn fjármagna hryðjuverkasamtök. Í kjölfar riftunarinnar hafa Bandaríkin lagt á nýjar þvinganir. Hafa einnig skilgreint byltingarvarðsveit Írans sem hryðjuverkasamtök og hafa utanríkismálagreinendur vestanhafs velt fram þeirri spurningu hvort sambandinu sé viðbjargandi. Sérfræðingar og greinendur sem NBC ræddi við í gær lýstu yfir áhyggjum sínum af því að Bandaríkin og Íran gætu hreinlega lent í vopnuðum átökum. „Eitt atvik gæti kveikt í öllu svæðinu. Jafnvel ef þetta tiltekna atvik hrindir hlutaðeigandi ekki fram af klettinum og í stríði færir hvert svona atvik okkur nær brúninni,“ sagði Ali Vaez hjá hugveitunni International Crisis Group. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Íran Tengdar fréttir Kenna Írönum um árásir í Ómanflóa Svo virðist sem að ráðist hafi verið á tvö olíuflutningaskip í Ómanflóa í dag. 13. júní 2019 21:12 Leggja fram myndband sem sýnir Írani fjarlægja sprengju úr öðru olíuskipinu Bandaríski herinn stendur staðfastlega við ásakanir sínar á hendur Írönum, sem herinn segir standa á bak við árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa. 14. júní 2019 11:30 Eigandi annars flutningaskipsins segir ólíka sögu af árásinni Áhöfn annars flutningaskipsins sem ráðist var á í Ómanflóa segist hafa séð fljúgandi hlut stefna á það áður en sprenging varð og gat kom á skrokkinn. 14. júní 2019 17:42 Sprengingar í olíuskipum á Ómanflóa Grunur leikur á að ráðist hafi verið á skipin. 13. júní 2019 10:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Evrópusambandið mun hvorki taka þátt í getgátum né fullyrða neitt um árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa fyrr en nauðsynlegar upplýsingar liggja fyrir. Þetta hafði CNN eftir upplýsingafulltrúa í gær en Bandaríkjastjórn hefur kennt Írönum um árásirnar. Ráðist var á tvö skip í vikunni og fjögur fyrir mánaðamót. Enginn fórst og Íransstjórn neitar alfarið ásökununum. Seinni tvö skipin voru frá Noregi og Japan en fyrri fjögur frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Noregi og tvö frá Sádi-Arabíu. „Á meðan við sönkum að okkur upplýsingum og sönnunargögnum og leggjum mat á fyrirliggjandi gögn munum við ekki setja fram kenningar eða taka þátt í getgátum,“ var haft eftir upplýsingafulltrúanum. Einu gögnin sem Bandaríkjastjórn hefur lagt fram til þess að renna stoðum undir ásakanir sínar hingað til er myndband sem herinn birti og sagði sýna íranska sérsveitarliða fjarlægja tundurdufl sem sprakk ekki af japanska skipinu og ljósmyndir, sagðar sýna tundurduflið. Yutaka Katada, forstjóri japanska skipafélagsins Kokuka Sangyo, sem gerir út flutningaskipið sem ráðist var á, hélt blaðamannafund í gær. Hann sagði að eitthvað fljúgandi hefði hæft skipið og hafði það eftir áhöfn. „Það eru engar líkur á því að þetta hafi verið tundurdufl.“ Abbas Mousavi, upplýsingafulltrúi íranska utanríkisráðuneytisins, sagði ásakanirnar sjálfar áhyggjuefni. Bætti því við að það væri afar „hentugt“ fyrir Bandaríkjamenn að skella skuldinni á Íransstjórn. Bandaríkjastjórn hefur ekki tjáð sig um mögulegar gagnaðgerðir gegn Írönum utan þess að Donald Trump forseti sagði í gær að ekki væri stefnt á að loka Hormuzsundi, á milli Írans og Óman. Að minnsta kosti ekki lengi. Sundið er mikilvæg viðskiptaleið og um það fer töluvert magn olíu. Forsetinn sagðist hins vegar tilbúinn til þess að hefja viðræður við Íran á ný. „Við viljum fá þau að borðinu. Ég er tilbúinn hvenær sem þau vilja,“ sagði forsetinn við Fox News. Samskipti Bandaríkjanna og Írans hafa versnað til muna frá því Trump tók við embætti. Hann hefur rift kjarnorkusamningnum sem Íran gerði við Bandaríkin og önnur stórveldi er snerist um að Íran skyldi frysta kjarnorkuáætlun sína gegn afléttingu viðskiptaþvingana. Meðal annars vegna þess að Bandaríkin telja Íransstjórn fjármagna hryðjuverkasamtök. Í kjölfar riftunarinnar hafa Bandaríkin lagt á nýjar þvinganir. Hafa einnig skilgreint byltingarvarðsveit Írans sem hryðjuverkasamtök og hafa utanríkismálagreinendur vestanhafs velt fram þeirri spurningu hvort sambandinu sé viðbjargandi. Sérfræðingar og greinendur sem NBC ræddi við í gær lýstu yfir áhyggjum sínum af því að Bandaríkin og Íran gætu hreinlega lent í vopnuðum átökum. „Eitt atvik gæti kveikt í öllu svæðinu. Jafnvel ef þetta tiltekna atvik hrindir hlutaðeigandi ekki fram af klettinum og í stríði færir hvert svona atvik okkur nær brúninni,“ sagði Ali Vaez hjá hugveitunni International Crisis Group.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Íran Tengdar fréttir Kenna Írönum um árásir í Ómanflóa Svo virðist sem að ráðist hafi verið á tvö olíuflutningaskip í Ómanflóa í dag. 13. júní 2019 21:12 Leggja fram myndband sem sýnir Írani fjarlægja sprengju úr öðru olíuskipinu Bandaríski herinn stendur staðfastlega við ásakanir sínar á hendur Írönum, sem herinn segir standa á bak við árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa. 14. júní 2019 11:30 Eigandi annars flutningaskipsins segir ólíka sögu af árásinni Áhöfn annars flutningaskipsins sem ráðist var á í Ómanflóa segist hafa séð fljúgandi hlut stefna á það áður en sprenging varð og gat kom á skrokkinn. 14. júní 2019 17:42 Sprengingar í olíuskipum á Ómanflóa Grunur leikur á að ráðist hafi verið á skipin. 13. júní 2019 10:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Kenna Írönum um árásir í Ómanflóa Svo virðist sem að ráðist hafi verið á tvö olíuflutningaskip í Ómanflóa í dag. 13. júní 2019 21:12
Leggja fram myndband sem sýnir Írani fjarlægja sprengju úr öðru olíuskipinu Bandaríski herinn stendur staðfastlega við ásakanir sínar á hendur Írönum, sem herinn segir standa á bak við árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa. 14. júní 2019 11:30
Eigandi annars flutningaskipsins segir ólíka sögu af árásinni Áhöfn annars flutningaskipsins sem ráðist var á í Ómanflóa segist hafa séð fljúgandi hlut stefna á það áður en sprenging varð og gat kom á skrokkinn. 14. júní 2019 17:42
Sprengingar í olíuskipum á Ómanflóa Grunur leikur á að ráðist hafi verið á skipin. 13. júní 2019 10:30