Handbolti

Ágúst: Margar sem leggja sitt á vogarskálarnar

Víkingur Goði Sigurðarson skrifar
Ágúst á hliðarlínunni í dag.
Ágúst á hliðarlínunni í dag. vísir/bára
Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, hrósaði liðsheildinni eftir að Valur varð bikarmeistari í Coca-Cola bikar kvenna en Valur hafði betur gegn Fram í úrslitaleiknum í dag.

„Það gekk í raun og veru bara allt upp í dag. Varnarleikurinn var virkilega góður og markvarslan sömuleiðis. Við vorum að keyra hratt og það gekk vel. Sóknarleikurinn var annars bara góður, margar sem gerðu vel,” sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals eftir að fá medalíuna um hálsinn.

Valur betra liðið í dag nema eitt korter í fyrri hálfleik þar sem Fram komst yfir og náðu tökum á leiknum. Ágúst segir varnarleiknn hafa verið slakan á þeim kafla.

„Við misstum aðeins varnarleikinn. Þær voru að skora ódýr mörk á okkur. Við lokuðum illa á þær og vorum að gefa þeim auðveld skot. Þær komu rosalega öflugar inn í seinni hálfleikinn.”

Díana Dögg Magnúsdóttir var áberandi í varnarleik Vals í dag. Hún var að spila sem tvistur og fór mjög oft út úr vörninni til að brjóta að stela boltanum. Þetta gekk gríðarlega vel hjá henni í dag og Ágúst var ánægður með hana eins og restina af liðinu.

„Við erum búin að spila mikið svona með hana. Láta hana koma á blindu hliðina til að stoppa flæðið á sóknarleiknum hjá andstæðingunum. Þetta var heilt yfir bara sigur liðsheildarinnar og það er það sem við leggjum áherslu á.”

Lovísa Thompson með 9 mörk í dag. Hvernig er að hafa svona leikmann í liðinu sínu?

„Lovísa er frábært eins og allt liðið. Við erum ofboðslega sterka liðsheild. Við erum með marga leiðtoga í okkar liði. Það eru margar sem leggja sitt á vogarskálarnar.”


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×