Innlent

Kristinn metinn hæfastur en gengið til samninga við Braga

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Súðavík.
Frá Súðavík. Fréttablaðið/Stefán
Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps hefur samþykkt að ganga til samninga við Braga Þór Thoroddsen lögfræðing um starf sveitarstjóra. Þetta var ákveðið á fundi sveitarstjórnar í gær.

Auglýst var eftir nýjum sveitarstjóra eftir að Pétur Markan sagði starfi sínu lausu í janúar síðastliðinn, en hann hafði gegnt starfinu frá 2014.

Kristinn H. Gunnarsson.Fréttablaðið/Stefán
Hagvangi var falið að meta umsækjendur, sem voru alls þrettán talsins, og var Kristinn H. Gunnarsson, ritstjóri og fyrrverandi þingmaður, metinn hæfastur. Þrír hæfustu umsækjendurnir, voru Bragi Þór og Björn Sigurður Lárusson framkvæmdastjóri, auk Kristins.

Á fundi sveitarstjórnar var lögð fram tillaga um að leynileg kosning færi fram um hvern hinna þriggja hæfustu skyldi ganga til viðræðna við. Samþykktu þrír sveitarstjórnarfulltrúar tillöguna, en tveir lögðust gegn henni, oddvitinn Steinn Ingi Kjartansson og Elín Gylfadóttir. Létu þau bæði bóka að þau væru á því að sveitarstjórn skyldi ganga til viðræðna við þann sem Hagvangur hafi metið hæfastan, það er Kristinn.

Atkvæði í kosningunni fóru á þann veg að Bragi fékk þrjú atkvæði, en Kristinn tvö. Hafi sveitarstjórn því falið oddvita að ganga til samninga við Braga Þór og leggja undir sveitarstjórn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×