Sálfræðiþjónusta fyrir nemendur Háskóla Íslands - hvað er í boði? Ásta Rún Valgerðardóttir og Katrín Sverrisdóttir skrifar 20. september 2019 08:00 Í stefnu Háskóla Íslands 2016 - 2021 kemur fram að eitt af markmiðunum sé: „hvetjandi, umhverfisvænt og skemmtilegt starfsumhverfi sem stuðlar að heilbrigði og vellíðan starfsmanna og stúdenta“. Við í Háskóla Íslands erum meðvituð um að geðheilbrigði er einn af lykilþáttum góðrar heilsu og hefur gjaldfrjáls sálfræðiþjónusta verið í boði fyrir nemendur skólans í 30 ár. Sálfræðiþjónustan er hluti af víðtækri þjónustu sem er í boði hjá Náms- og starfsráðgjöf HÍ og fer eftirspurnin vaxandi. Okkar starf felst í að sinna, vekja athygli á og opna umræðuna um málefni tengd geðheilbrigði. Háskólaárin eru oft umbrotatímar þar sem mikilvægar lífsákvarðanir eru teknar og breytingar eiga sér stað. Samkvæmt gögnum frá embætti landlæknis þá fer geðheilsu ungmenna hrakandi en þar kemur m.a. fram að árið 2016 mátu 36,2% einstaklinga á aldrinum 18- 24 ára andlega heilsu sína annað hvort sæmilega eða lélega. Í evrópskri samanburðarkönnun, Eurostundent VI, frá árinu 2018, kemur fram að 15% íslenskra háskólanema segjast glíma við andleg veikindi en meðaltalið í Evrópu er 4% og á Norðurlöndum 8%. Í kjölfar vitundarvakningar í samfélaginu um mikilvægi geðheilbrigðis óskuðu nemendur eftir aukinni sálfræðiþjónustu. Háskóli Íslands hefur brugðist við því með stofnun þverfaglegs stýrihóps um geðheilbrigðismál þar sem forseti stúdentaráðs á einnig sæti. Í dag sinna tveir sálfræðingar sálfræðiþjónustunni í Náms- og starfsráðgjöf HÍ en það er á áætlun að ráða þann þriðja til starfa. Þá var gert sérstakt átak til að bæta þau fræðslu- og hópmeðferðarúrræði sem nemendum við Háskóla Íslands stendur til boða. Öllum nemendum HÍ býðst gjaldfrjáls einstaklingsviðtöl hjá sálfræðingi þar sem vandi hvers og eins er kortlagður og mat lagt á hvaða sálfræðiþjónusta hentar viðkomandi best. Þar sem nemendur eru að glíma við fjölbreyttan vanda, þá er áhersla lögð á að bjóða upp á margvísleg úrræði, eins og t.d. einstaklingsviðtöl hjá okkur í sálfræðiþjónustunni, hópnámskeið og stutt fræðsluerindi. Á þessu skólaári verður m.a. boðið upp á námskeið við lágu sjálfsmati, streitustjórnun, prófkvíða, kvíða og þunglyndi. Auk þess býður Sálfræðiráðgjöf sálfræðinema á lokaári upp á einstaklings- og hópmeðferð fyrir háskólanemendur og börn þeirra undir handleiðslu reyndra klínískra sérfræðinga í sálfræði. Viðtöl sálfræðinema eru vikulega gegn vægu gjaldi. Einnig viljum við minnast á Hugrúnu sem er geðfræðslufélag háskólanema og sinnir forvörnum og geðfræðslu í sjálfboðastarfi. Með því að bjóða upp á fjölbreytta, einstaklingsmiðaða sálfræðiþjónustu þá styðjum við enn frekar við það markmið Háskólans að stuðla að heilbrigði og vellíðan stúdenta ásamt því að mennta fólk sem er hæft til að takast á við áskoranir samtímans. Dagana 24. - 26. september verður fjölbreytt fræðsludagskrá á vegum Náms- og starfsráðgjafar HÍ með áherslu á erindi sem snúa að vellíðan og árangri í námi. Dagskráin verður opin öllum en erindin miðast að þörfum nemenda. Við hvetjum alla nemendur Háskóla Íslands til að kynna sér þá þjónustu og stuðning sem er í boði á vegum Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands. Við hlökkum til samstarfsins.Ásta Rún Valgerðardóttir og Katrín SverrisdóttirSálfræðingar Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í stefnu Háskóla Íslands 2016 - 2021 kemur fram að eitt af markmiðunum sé: „hvetjandi, umhverfisvænt og skemmtilegt starfsumhverfi sem stuðlar að heilbrigði og vellíðan starfsmanna og stúdenta“. Við í Háskóla Íslands erum meðvituð um að geðheilbrigði er einn af lykilþáttum góðrar heilsu og hefur gjaldfrjáls sálfræðiþjónusta verið í boði fyrir nemendur skólans í 30 ár. Sálfræðiþjónustan er hluti af víðtækri þjónustu sem er í boði hjá Náms- og starfsráðgjöf HÍ og fer eftirspurnin vaxandi. Okkar starf felst í að sinna, vekja athygli á og opna umræðuna um málefni tengd geðheilbrigði. Háskólaárin eru oft umbrotatímar þar sem mikilvægar lífsákvarðanir eru teknar og breytingar eiga sér stað. Samkvæmt gögnum frá embætti landlæknis þá fer geðheilsu ungmenna hrakandi en þar kemur m.a. fram að árið 2016 mátu 36,2% einstaklinga á aldrinum 18- 24 ára andlega heilsu sína annað hvort sæmilega eða lélega. Í evrópskri samanburðarkönnun, Eurostundent VI, frá árinu 2018, kemur fram að 15% íslenskra háskólanema segjast glíma við andleg veikindi en meðaltalið í Evrópu er 4% og á Norðurlöndum 8%. Í kjölfar vitundarvakningar í samfélaginu um mikilvægi geðheilbrigðis óskuðu nemendur eftir aukinni sálfræðiþjónustu. Háskóli Íslands hefur brugðist við því með stofnun þverfaglegs stýrihóps um geðheilbrigðismál þar sem forseti stúdentaráðs á einnig sæti. Í dag sinna tveir sálfræðingar sálfræðiþjónustunni í Náms- og starfsráðgjöf HÍ en það er á áætlun að ráða þann þriðja til starfa. Þá var gert sérstakt átak til að bæta þau fræðslu- og hópmeðferðarúrræði sem nemendum við Háskóla Íslands stendur til boða. Öllum nemendum HÍ býðst gjaldfrjáls einstaklingsviðtöl hjá sálfræðingi þar sem vandi hvers og eins er kortlagður og mat lagt á hvaða sálfræðiþjónusta hentar viðkomandi best. Þar sem nemendur eru að glíma við fjölbreyttan vanda, þá er áhersla lögð á að bjóða upp á margvísleg úrræði, eins og t.d. einstaklingsviðtöl hjá okkur í sálfræðiþjónustunni, hópnámskeið og stutt fræðsluerindi. Á þessu skólaári verður m.a. boðið upp á námskeið við lágu sjálfsmati, streitustjórnun, prófkvíða, kvíða og þunglyndi. Auk þess býður Sálfræðiráðgjöf sálfræðinema á lokaári upp á einstaklings- og hópmeðferð fyrir háskólanemendur og börn þeirra undir handleiðslu reyndra klínískra sérfræðinga í sálfræði. Viðtöl sálfræðinema eru vikulega gegn vægu gjaldi. Einnig viljum við minnast á Hugrúnu sem er geðfræðslufélag háskólanema og sinnir forvörnum og geðfræðslu í sjálfboðastarfi. Með því að bjóða upp á fjölbreytta, einstaklingsmiðaða sálfræðiþjónustu þá styðjum við enn frekar við það markmið Háskólans að stuðla að heilbrigði og vellíðan stúdenta ásamt því að mennta fólk sem er hæft til að takast á við áskoranir samtímans. Dagana 24. - 26. september verður fjölbreytt fræðsludagskrá á vegum Náms- og starfsráðgjafar HÍ með áherslu á erindi sem snúa að vellíðan og árangri í námi. Dagskráin verður opin öllum en erindin miðast að þörfum nemenda. Við hvetjum alla nemendur Háskóla Íslands til að kynna sér þá þjónustu og stuðning sem er í boði á vegum Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands. Við hlökkum til samstarfsins.Ásta Rún Valgerðardóttir og Katrín SverrisdóttirSálfræðingar Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar