Undirritunardagurinn kom og fór Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. september 2019 18:23 Félagsmenn aðildarfélaga BRSB eru orðnir óþreyjufullir vegna kjaraviðræðna og vonir eru bundnar við fundi komandi viku. Samkomulag strandar ekki síst á ákvæðum um styttingu vinnuvikunnar, sem fulltrúi ríkisins segir flókið úrlausnarefni en þó sé einhugur um að vilja stuðla að betri vinnustöðum. Alls hafa 153 kjarasamningar á opinbera markaðnum verið lausir síðan í lok mars en í sumar settu samningsaðilar sér markmið um að ná undiritun fyrir 15. september. Sá dagur rann upp í dag, en enn er langt á milli fólks að mati formanns BSRB. „Við lögðum upp með þessa dagsetningu því við vonuðum að eftir sumarfríið kæmum við full af orku til baka og myndum ná breyttri nálgun og landa þessu með öðrum hætti. Því miður þá er enn þó nokkuð langt á milli samningsaðila, til dæmis varðandi styttingu vinnuvikunnar sem er eitt af stóru málunum okkar. Það er ástæðan fyrir því að við erum ekki búin að ná kjarasamningum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Fundir næstu viku gætu skipt sköpum. „Félagsmenn aðildarfélaganna eru að ókyrrast enda er þetta mjög langur tími, samningar hafa verið lausir síðan 1. apríl, en við erum hins vegar ekki búin að taka neina ákvörðum um framhaldið,“ segir Sonja. „Við erum að horfa til þess að í næstu viku fáum við vonandi breytta nálgun af hálfu viðsemjenda og í lok vikunnar munum við taka samtal um það hvernig við leggjum upp í framhaldinu.“Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins.Vísir/FriðrikFlókið úrlausnarefni Formaður Samninganefndar ríkisins segir ríkan vilja í sínum röðum um að ná fram betri vinnutíma fyrir alla. Það sé þó í mörg horn að líta. „Þetta er dálítið flókið mál,“ segir Sverrir Jónsson. „Við erum að breyta vinnutíma yfir 20 þúsund starfsmanna á 150 stofnunum, hjá fólki sem er að sinna almenningi í viðkvæmustu stöðu; eins og á heilsugæslu, heilbrigðisþjónustu og löggæslu. Við verðum því að vanda okkur, þetta tekur tíma en við erum áfram um að búa til betri vinnustaði þar sem fólki líður vel,“ segir Sverrir. Minna samflot hafi þó hægt á viðræðunum. „Við myndum vilja sjá meiri gang í málum, það gengur hægar en samninganefnd ríkissins hefði viljað sjá. Viðsemjendur hafa kostið að koma dálítið dreifðir til okkar, við virðum það en það hægir dálítið á ferlinu,“ segir Sverrir. „Við erum samt þeirrar skoðunar að undirbúningurinn og samtalið síðan í vor nýtist vel í þeirri textavinnu sem nú er að hefjast og vonandi ganga næstu vikur bara vel.“ Kjaramál Tengdar fréttir Kjaraviðræður þokast hægt í rétta átt Enn á þó eftir að leysa úr stórum ágreiningsmálum á borð við styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða. 11. september 2019 10:10 Ítreka kröfur um styttingu Formannafundur BSRB samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld. 14. september 2019 11:00 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Sjá meira
Félagsmenn aðildarfélaga BRSB eru orðnir óþreyjufullir vegna kjaraviðræðna og vonir eru bundnar við fundi komandi viku. Samkomulag strandar ekki síst á ákvæðum um styttingu vinnuvikunnar, sem fulltrúi ríkisins segir flókið úrlausnarefni en þó sé einhugur um að vilja stuðla að betri vinnustöðum. Alls hafa 153 kjarasamningar á opinbera markaðnum verið lausir síðan í lok mars en í sumar settu samningsaðilar sér markmið um að ná undiritun fyrir 15. september. Sá dagur rann upp í dag, en enn er langt á milli fólks að mati formanns BSRB. „Við lögðum upp með þessa dagsetningu því við vonuðum að eftir sumarfríið kæmum við full af orku til baka og myndum ná breyttri nálgun og landa þessu með öðrum hætti. Því miður þá er enn þó nokkuð langt á milli samningsaðila, til dæmis varðandi styttingu vinnuvikunnar sem er eitt af stóru málunum okkar. Það er ástæðan fyrir því að við erum ekki búin að ná kjarasamningum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Fundir næstu viku gætu skipt sköpum. „Félagsmenn aðildarfélaganna eru að ókyrrast enda er þetta mjög langur tími, samningar hafa verið lausir síðan 1. apríl, en við erum hins vegar ekki búin að taka neina ákvörðum um framhaldið,“ segir Sonja. „Við erum að horfa til þess að í næstu viku fáum við vonandi breytta nálgun af hálfu viðsemjenda og í lok vikunnar munum við taka samtal um það hvernig við leggjum upp í framhaldinu.“Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins.Vísir/FriðrikFlókið úrlausnarefni Formaður Samninganefndar ríkisins segir ríkan vilja í sínum röðum um að ná fram betri vinnutíma fyrir alla. Það sé þó í mörg horn að líta. „Þetta er dálítið flókið mál,“ segir Sverrir Jónsson. „Við erum að breyta vinnutíma yfir 20 þúsund starfsmanna á 150 stofnunum, hjá fólki sem er að sinna almenningi í viðkvæmustu stöðu; eins og á heilsugæslu, heilbrigðisþjónustu og löggæslu. Við verðum því að vanda okkur, þetta tekur tíma en við erum áfram um að búa til betri vinnustaði þar sem fólki líður vel,“ segir Sverrir. Minna samflot hafi þó hægt á viðræðunum. „Við myndum vilja sjá meiri gang í málum, það gengur hægar en samninganefnd ríkissins hefði viljað sjá. Viðsemjendur hafa kostið að koma dálítið dreifðir til okkar, við virðum það en það hægir dálítið á ferlinu,“ segir Sverrir. „Við erum samt þeirrar skoðunar að undirbúningurinn og samtalið síðan í vor nýtist vel í þeirri textavinnu sem nú er að hefjast og vonandi ganga næstu vikur bara vel.“
Kjaramál Tengdar fréttir Kjaraviðræður þokast hægt í rétta átt Enn á þó eftir að leysa úr stórum ágreiningsmálum á borð við styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða. 11. september 2019 10:10 Ítreka kröfur um styttingu Formannafundur BSRB samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld. 14. september 2019 11:00 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Sjá meira
Kjaraviðræður þokast hægt í rétta átt Enn á þó eftir að leysa úr stórum ágreiningsmálum á borð við styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða. 11. september 2019 10:10
Ítreka kröfur um styttingu Formannafundur BSRB samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld. 14. september 2019 11:00
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent